Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 201812 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir í pistli á Facebook-síðu sinni í gær að forsvarsmenn Hvals hf. hafa bannað starfsfólki sínu að vera meðlimir í Verkalýðsfélagi Akra- ness. „Þegar starfsmenn komu til fundar með forsvarsmönnum Hvals í morgun [miðvikudaginn 20. júní; innskot blaðamanns] þá var þeim tilkynnt að enginn mætti vera í Verkalýðsfélagi Akraness heldur yrðu allir að vera í Stétt- arfélagi Vesturlands þrátt fyrir að starfsstöð Hvals í Hvalfirði sé á fé- lagssvæði Verkalýðsfélags Akra- ness,“ segir Vilhjálmur. Telur hann þetta vera tilraun forsvarsmanna Hvals til að refsa verkalýðsfélaginu fyrir að hafa höfðað mál gegn Hvali vegna van- efnda á kjörum starfsmanns sam- kvæmt ráðningasamningi. Dóm- ur féll í málinu í hæstarétti síð- astliðinn fimmtudag. Hæstiréttur úrskurðaði að Hvalur hf. skyldi greiða manninum rúmar 500 þús- und krónur ásamt dráttarvöxt- um, að því er fram kemur í dómi Hæstaréttar. „Þessi dómur hef- ur fordæmisgildi fyrir alla starfs- menn sem störfuðu á vertíðunum 2013, 2014 og 2015 og því getur þessi dómur skilað upp undir 300 milljónum ef fordæmisgildið nær til allra starfsmanna,“ segir Vil- hjálmur. Þannig segir Vilhjálmur for- svarsmenn Hvals reyna að refsa VLFA með því að meina starfs- mönnum sínum að vera í félaginu. „Vegna þess að Verkalýðsfélag Akraness uppfyllti sínar lagalegu skyldur við að tryggja og varðveita réttindi sinna félagsmanna,“ seg- ir Vilhjálmur og bætir því við að lögmaður verkalýðsfélagsins hafi þegar sent forsvarsmönnum Hvals bréfs þar sem þessum aðgerðum er harðlega mótmælt. „Er þetta [...] gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938 og andstætt öllum leikreglum á hin- um almenna vinnumarkaði,“ segir hann. „Mun Verkalýðsfélag Akra- ness mæta af fullri hörku því þessi aðgerð er siðlaus og lítilmann- leg sem er fólgin í að stilla starfs- mönnum upp með þeim hætti að ef þeir hafna ekki að vera í Verka- lýðsfélagi Akraness munu starfs- menn jafnvel ekki fá starfið,“ seg- ir formaður Verkalýðsfélags Akra- ness. kgk Segir Hval banna starfsfólki að vera í VLFA Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Ljósm. úr safni/ mm. Kristján Loftsson, stjórnarfor- maður Hvals hf., segir ekki rétt að starfsmönnum í Hvalstöðinni í Hvalfirði hafi verið meinað að vera félagar í Verkalýðsfélagi Akraness. Hann segir Vilhjálm Birgisson, formann VLFA, fara með rangt mál. „Við höfum aldrei skikkað einn eða neinn til þess að vera í þessu eða hinu stéttarfélaginu,“ er haft eftir Kristjáni á mbl.is. Jafn- framt segir hann að Alþýðusam- band Íslands hafi ekki leitað skýr- inga hjá fyrirtækinu áður en það sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sambandið fordæmdi það sem það kallaði ólögleg afskipti af stétt- arfélagsaðild og fordæmdi þau. Furðar Kristján sig á því. Verkalýðsfélag Akraness og Stéttarfélag Vesturlands létu ASÍ vita af því við upphaf vertíðarinn- ar að forsvarsmenn Hvals hefðu meinað starfsmönnum í Hvalstöð- inni að vera félagar í VLFA. Krist- ján segir þetta ekki rétt, málið snú- ist um að félögin tvö þurfi að gera samkomulag um færslu félagsgjald- anna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna líti svo á að Hval hf. beri að greiða félagsgjöld allra starfsmanna til Stéttarfélags Vesturlands, þar sem samningur þess efnis sé í gildi. Enginn slíkur samningur er þó í gildi, að því er fram kemur í yf- irlýsingu Signýjar Jóhannesdótt- ur, formanns StéttVest, á heima- síðu félagsins. Síðasti samningur sem gerður hafi verið um störfin í Hvalstöðinni hafi verið samn- ingur Verkalýðsfélagsins Harðar og Hvals ehf. árið 1983. Hörður var eitt þeirra þriggja félaga sem runnu saman árið 2006 og urðu að Stéttarfélagi Vesturlands. Gerð hafi verið tilraun til að semja árið 2009 en það hafi ekki tekist. „Það eru menn hérna hjá mörgum fleiri stéttarfélögum en bara þarna á Akranesi og þeir snúa sér bara til Stéttarfélags Vesturlands til að fá þessi félagsgjöld flutt á milli. En stéttarfélögin verða að gera með sér samkomulag,“ segir Kristján í samtali við mbl.is og vísar til þess að lög ASÍ séu æðri lögum ein- stakra aðildarfélaga og að félög þurfi að gera með sér samning ef starfssvæði þeirra skarast. kgk Segir formann VLFA fara með rangt mál Kristján Loftsson. Ljósm. úr safni. „Alþýðusamband Íslands fordæm- ir ólögleg afskipti forstjóra Hvals hf. af stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Yfirlýsing sambandsins er til kom- in af deilum Verkalýðsfélags Akra- ness við Hval hf. Vilhjálmur Birgis- son, formaður VLFA, segir frá því á öðrum stað í Skessuhorni að starfs- mönnum Hvals hafi við upphaf ver- tíðar verið meinað að vera félagar í VLFA. „Nú við upphaf hvalvertíð- ar berast ASÍ þær upplýsingar frá Verkalýðsfélagi Akraness og Stétt- arfélagi Vesturlands að forstjóri Hvals hf. krefjist þess af starfs- mönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness vegna starfa sinna hjá Hval hf. á yf- irstandandi vertíð,“ segir formaður ASÍ og bætir því við að í því felist skýrt brog á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. „Er atvinnurekend- um óheimilt að hafa áhrif á félags- aðild og stjórnmálaskoðanir starfs- manna sinna. Þegar haft er í huga að Hvalur hf. tapaði nýlega dóms- máli fyrir Hæstarétti sem Verka- lýðsfélag Akraness rak fyrir félags- mann sinn, blasir við að um grófa og alvarlega hefndarráðstöfun at- vinnurekanda er að ræða gagn- vart tilteknu stéttarfélagi og félags- mönnum þess,“ segir Gylfi. Hann segir að bæði VLFA og StéttVest hafi í gildi kjarasamn- ing um störf starfsmanna Hvals, sem gerður var sameiginlega und- ir merkjum Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífs- ins og Hvalur hf. sé bundinn af þeim samningi. „Því hafa starfs- menn fullt frelsi til að velja hvoru félaginu þeir kjósa að eiga aðild að. Kjósi þeir að skipta um félag eftir að frá ráðningu hefur verið gengið er þeim það fullkomlega heimilt og öll afskipti atvinnurekanda af slík- um breytingum er bönnuð,“ segir Gylfi. „Alþýðusamband Íslands for- dæmir afskipti forstjóra Hvals hf. af stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna og krefst þess að fyrirtækið láti af þeim nú þegar.“ kgk „Ólögleg afskipti af stéttarfélagsaðild“ - segir forseti ASÍ Langreyður dregin að landi í Hval- stöðinni í Hvalfirði. Ljósm. úr safni. „Forsvarsmanni Hvals hefur ver- ið bent á að hann megi ekki sam- kvæmt lögum reyna að hafa áhrif á stéttarfélagsaðild starfsmanna, hvað þá meina þeim um að velja félag sem hefur gildan kjarasamning í viðkom- andi starfsgrein og starfar á félags- svæðinu,“ segir Signý Jóhannes- dóttir, formaður Stéttarfélags Vest- urlands, í tilkynningu á heimasíðu félagsins. Að öðru leyti segir hún að félagið hafi ekki haft afskipti af deil- um formanns Verkalýðsfélags Akra- ness og forsvarsmanns Hvals. Samkvæmt lögum þurfa stétt- arfélög að ná yfir heilt sveitarfélag en fyrir kemur að starfssvæði þeirra skarist. Getur það gerst við sam- einingu sveitarfélaga, sameiningu stéttarfélaga eða þegar stéttarfélög breyta reglum sínum til að stækka starfssvæði sitt. Þannig vill það til að starfssvæði StéttVest og VLFA skar- ast og ná bæði yfir Hvalfjarðarsveit. Þegar svo ber undir ber stéttarfélög- um að gera samstarfssamning, skv. lögum ASÍ. Enginn slíkur samning- ur er þó í gildi, að því er fram kemur í tilkynningu Signýjar. „Síðasti samn- ingur [Verkalýðsfélagsins] Harðar og Hvals var gerður árið 1983 að því er ég kemst næst,“ segir hún. Hörð- ur sameinaðist síðan tveimur öðrum félögum í Stéttarfélag Vesturlands árið 2006. Hún segir að Stéttarfélag Vesturlands hafi reynt að semja við Hval vegna starfa í hvalstöðinni árið 2009 en það hafi ekki gengið eftir. „Sem formaður Stéttarfélags Vesturlands hef ég sagt bæði for- svarsmanni Hvals og starfsmönn- um Hvals sem haft hafa samband við félagið að meðan ekki er gerð- ur sérstakur samningur við annað hvort félagið um störfin í hvalstöð- inni, geta verkamenn þar valið milli félaganna, þ.e. bæði félögin eru aðil- ar að almennum samningum verka- fólks við SA,“ segir Signý. Geta valið milli stéttarfélaga - segir formaður Stéttarfélags Vesturlands Signý Jóhannesdóttir, formaður StéttVest, í ræðustól. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.