Skessuhorn - 27.06.2018, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 15
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
KALMANSTORG – ESJUBRAUT
GATNAGERÐ OG VEITUR
Akraneskaupstaður og Veitur ohf. óska eftir tilboðum í gatnagerð
og lagnir við Kalmanstorg og í Esjubraut á Akranesi.
Skila skal verkinu fyrir 30. nóvember 2018.
Um er að ræða endurgerð Kalmanstorgs ásamt gönguleiðum og
stígum við torgið. Í Esjubraut austan Kalmanstorgs skal lagfæra
ójöfnur í yfirborði götunnar og malbika báðar akbrautir. Gera skal
nýja göngu- og hjólastíga að norðanverðu með götunni.
Fyrir Veitur ohf. skal endurnýja allar lagnir í Kalmanstorgi
og lagnir með Esjubraut að norðanverðu.
Nokkrar stærðir:
Malbik á götur og stíga 5200 m2
Steyptar stéttar 800 m2
Fráveitulagnir 750 m
Kaldavatnslagnir 380 m
Útboðsgögn eru afhent á stafrænu formi 26. júní með því að senda tölvu-
póst á netfangið akranes.utbod@mannvit.is, þar sem fram kemur nafn
bjóðanda ásamt netfangi, nafni og símanúmeri tengiliðs.
Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar að Stillholti
16-18, 1. hæð, fimmtudaginn 12. júlí 2018 kl. 11:05.
Danshópurinn Sporið af Vestur-
landi hefur æft og sýnt þjóðdansa
um árabil. Hópurinn hefur víða
komið fram í gegnum tíðina, hér
heima og erlendis. Hópurinn er
því býsna vinsæll en til marks um
það er hann bókaður á um þrjátíu
viðburði á þessu ári. Síðastliðinn
mánudag fór danshópurinn ásamt
Gísla S Einarssyni harmonikku-
leikara um borð í skemmtiferða-
skipið Le Lapérouse þar sem það
lá í Reykjavíkurhöfn. Þar var dans-
að fyrir fólk frá þremur löndum,
sýndir sjö dansar með fróðleik um
þá inn á milli. Áheyrendur kunnu
vel að meta sýninguna og að fá að
kynnast íslenska menningararfin-
um með þessum hætti. Myndin er
tekin á sviðinu fyrir sýningu. Skipið
Le Lapérouse er nýtt fimm stjörnu
farþegaskip og kom frá Noregi í
jómfrúarferð sinni um norðurhöf.
mm/ Ljósm. áhafnarmeðlimur á
Le Lapérouse.
Danshópurinn Sporið sýndi um
borð í skemmtiferðaskipi