Skessuhorn - 27.06.2018, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 201820
Írskir dagar verða á Akranes 5.-8.
júlí næstkomandi. Það er Ella María
Gunnarsdóttir, forstöðumaður
menningar- og safnamála, sem sér
um að skipuleggja hátíðina í ár og
er undirbúningur kominn langt á
leið. „Það gengur vel að skipuleggja.
Við erum með aðeins meira af írsku
í boði þetta árið sem ég er virkilega
ánægð með,“ segir Ella kát við blaða-
mann Skessuhorns þegar rætt var við
hana í veðurblíðu við Byggðarsafnið
í Görðum í síðustu viku.
Tekið verður þjófstart á hátíðar-
höldin á þriðjudegi þar sem leikhóp-
ur frá leikfélaginu á Hólmavík mun
koma og sýna verkið Halti Billi sem
er eftir breska/írska handritshöfund-
inn Martin McDonagh. „Það sem er
svolítið skemmtilegt við leikhópinn
að hann er nánast allur rauðhærð-
ur og passa því vel inn í írska þem-
að hjá okkur,“ segir hún hlæjandi.
„Svo verða Slitnir strengir með tón-
leika á miðvikudeginum þannig að
það verður nánast öll vikan undir hjá
okkur í ár,“ bætir Ella María við.
Markaðsstemning
á föstudeginum
Heljarinnar dagskrá verður í boði fyr-
ir bæjarbúa og gesti, unga sem aldna,
á hátíðinni. Í hádeginu á fimmtudeg-
inum mun nýkrýndur Bæjarlistamað-
ur Akraness 2018 leika af fingrum
fram á Bókasafninu og þegar líður á
daginn verður ýmislegt um að vera.
Til að mynda munu leikfélagið og
Bókasafnið verða með bókmennta-
göngu þar sem þemað í ár er aldar af-
mæli sjálfstæðis Íslendinga, grillveisla
Húsasmiðjunnar verður á sínum stað
og sérsýning á írsku heimildarmynd-
inni School Life verður í Bíóhöll-
inni svo eitthvað sé nefnt. Um kvöld-
ið verður síðan ýmislegt í boði á öld-
urhúsum bæjarins. Blöðrulistamaður
verður á Akratorgi á föstudeginum
en Ella stefnir á að hafa meira í boði
en hefur verið síðustu ár þann dag.
„Markmiðið er að hafa meira líf niðri
í bæ á föstudeginum og fá fólk til þess
að kíkja út. Það verður svona mark-
aðsstemning í gangi og óvæntir við-
burðir. Þetta er allt í bígerð.”
Fastir liðir vinsælir
Þetta er í nítjánda skipti sem Írskir
dagar eru haldnir á Akranesi og hef-
ur hátíðin náð að festa sig vel í sessi
og margir bæjarbúar jafnvel farnir að
plana sumarið í kringum herlegheitin
og margir dagskrárliðir orðnir ómiss-
andi. „Götugrillin verða á sínum stað
klukkan 18 á föstudeginum. Stór-
tónleikar verða við bryggjuna seinna
um kvöldið þar sem Albatross kem-
ur fram ásamt fríðu föruneyti af tón-
listarfólki. Laugardagurinn er svo að-
aldagurinn. Bjarni töframaður mun
stýra hátíðardagskrá þar sem Húlla-
dúllan, Sirkus Íslands, BMX bros,
Aron Hannes, Dansstúdíó Írisar og
tvær Skagahljómsveitir munu meðal
annars koma fram. Þá verður Rauð-
hærðasti Íslendingurinn valinn,” seg-
ir Ella og segir ennfremur að sá dag-
skrárliður sé alltaf skírskotun í Íra
og ávalt skemmtileg keppni. „Fyrr
um morguninn verða t.d. dorgveiði-
keppni, sjósund og sandkastalakeppni
niðri á Langasandi sem er í sérstöku
uppáhaldi hjá minni fjölskyldu og
mikill metnaður lagður í kastalana ár
hvert. Brekkusöngurinn verður á sín-
um stað þar sem Ingó Veðurguð stýr-
ir söng og Lopapeysan verður sem
fyrr. Til að loka hátíðinni þá verð-
ur leikhópurinn Lotta uppi í Garða-
lundi á sunnudeginum í boði Norð-
uráls þar sem fjölskyldur geta komið
og átt góða stund saman.”
Fyrst og fremst
fjölskylduhátíð
Ella María segir mikla áherslu lagða
á að Írskir dagar séu fyrst og fremst
fjölskylduhátíð. „Til dæmis þá er 23
ára aldurstakmark á tjaldsvæðið,“
segir Ella ákveðin. Hún bendir einn-
ig fólki á að ef það er með ábend-
ingar eða hugmyndir fyrir hátíðina
að þá megi endilega senda þær á Fa-
cebook síðu Írskra daga. glh
Undirbúningur fyrir Írska daga á
Akranesi kominn vel af stað
Ella María Gunnarsdóttir skipuleggjandi Írska daga á Akranesi.
Fjölmenni sækir Írska daga ár hvert.
Ljósm. úr safni.
Sigurður Heiðar Valgeirsson var valinn
Rauðhærðasti Íslendingurinn árið
2017. Hver hreppir titilinn í ár?
Ljósm. úr safni.
Bókin Íslenskir heyskaparhætt-
ir eftir Hvanneyringinn Bjarna
Guðmundsson kemur út laugar-
daginn 7. júlí og mun hann kynna
þetta nýjasta verk sitt á Hvann-
eyrarhátíðinni sem fer fram
sama dag á Hvanneyri. „Bókin
á að gefa dálítið yfirlit yfir það
hvernig heyskaparhættir Íslend-
inga hafa þróast frá byrjun vega
til dagsins í dag,“ segir Bjarni
um bókina sína. „ Þetta er byggt
á því að ef við hefðum ekki afl-
að heyja og verkað hey og geymt
hefðum við sennilega ekki get-
að lifað í þessu landi. Heyskapur
var svo mikill hluti af starfi fólks
langt fram á síðustu öld. Alveg frá
10.-12. júlí fram að göngum að
hausti þá gerðu menn lítið annað
en að glíma við heyskap og þetta
var allt saman unnið með hönd-
unum. Nú er þetta þannig að þú
þarft aldrei að grípa til heytuggu,
varla finna lykt af því. Þú situr
bara í traktor,“ bætir Bjarni við.
Vel kunnugur slætti
og heyskap
Bjarni er fæddur í sveit og fannst
alltaf afskaplega gaman í heyskap.
Hann nam búfræði við Landbún-
aðarháskólann á Hvanneyri og tók
doktorspróf frá Landbúnaðarhá-
skóla Noregs með ritgerð sem
snérist mestan part um heyþurrk-
un og heyskap. „Það er mín passía
að halda til haga sögunni um það
hvernig verk til sveita breyttust á
20. öld. Með vélvæðingu og ann-
arri hagræðingu var hægt að losa
nærri því 95% af vinnuaflinu sem
áður var bundið við hefðbund-
in búverk, sérstaklega heyskap,
og loksins gat þetta fólk farið að
gera annað. Það gat farið að vera
blaðamenn, prestar og vinna á
skrifstofum eða spila fótbolta,“
segir hann um þróunina. Ásamt
því að vera vaxinn upp við þetta
og langt í frá ókunnugur slætti og
heyskap þá kenndi Bjarni við skól-
ann í 40-50 ár og á þessum árum
hefur eitt og annað safnast saman.
„Heimildir hafa komið úr ótrú-
legustu áttum. Ég hef fengið bréf
frá mörgum. Ég hef átt viðtöl við
menn og notað mér Þjóðháttasafn
Þjóðminjasafnsins, mjög merki-
leg gagnasyrpa sem þar er, svo
fátt eitt sé nefnt. Svo hef ég lík-
lega flett í gegnum 5-6 þúsund
ljósmyndir vegna bókarinnar en
fá búverk eru jafnoft ljósmynduð
og heyskapur. Til að halda því til
haga hvernig þetta hefur allt sam-
an breyst þá hef ég verið að tína
saman þessar bækur.“
Systurbækur
Fyrir þremur árum gaf Bjarni út
bókina Íslenskir sláttuhættir þar
sem hann fjallar einungis um slátt-
inn. „Í þeirri bók fjalla ég bara um
það þegar grasið er losað frá rót-
inni. Þetta var svona þjóðhátta-
bók um slátt með orfi, ljá og al-
veg yfir í vélar til sláttar. Þarna
er heyið orðið laust og farið að
þurrka það eða verka það á ann-
an hátt og geyma,“ segir Bjarni en
með nýju bók sinni sem kemur út
eftir tæpar tvær vikur hefur hann
gert góða grein fyrir því hvern-
ig bæði sláttur og heyskapur hef-
ur þróast hérlendis. „Bókin sem
kemur út núna er í rauninni syst-
urbók sláttuhátta-bókarinnar sem
kom út fyrir þremur árum.“
„Svona verk getur
enginn einn unnið“
Opinber útgáfudagur verður 7. júlí
á Hvanneyrarhátíðinni á Hvann-
eyri og fer bókin í sölu þar. Eft-
ir það fer hún í almenna dreifingu
í bókabúðir. Bókaútgáfan Opna
annaðist forlagsritstjórn og sá um
að búa bókina til en það er Hið ís-
lenska bókmenntafélag sem gefur
hana út og dreifir. „Ég hef feng-
ið hjálp ákaflega margra til þess
að koma þessu áfram, bæði heim-
ildarmönnum og hjálparmönnum
með öðrum hætti. Svona verk get-
ur enginn einn unnið,“ segir Bjarni
að lokum. glh
„Hefðum við ekki aflað heyja hefðum við
sennilega ekki getað lifað í þessu landi“
Bjarni Guðmundsson segir frá þróun heyskaparhátta á Íslandi í nýjustu bók sinni
Bjarni Guðmundsson við heimili sitt á Hvanneyri.
Bókin Íslenskir heyskaparhættir kemur út 7. júlí.