Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 201826
Meðfylgjandi er frumort kvæði sem Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd
sendi Skessuhorni í tilefni Brákarhátíðar sem fram fer í Borgarnesi um
næstu helgi. Kvæðið er um Þorgerði Brák.
Mín saga er eydd af tímans tönn,
en tilvera mín var full af önn.
Sem ambátt ég löngum þurfti að þjást
en þó gat ég einum sýnt þá ást
sem ól í sér tryggð sem aldrei brást.
Þorgerður hét ég og þar með „brák,”
ég þótti hæf til að fóstra strák,
sem höfðingjasonur og hetja var
og hafði í sér skáldsins eðlisfar.
Ég kenndi honum margar menntirnar.
En veröldin öll mér var þó dimm
og víkingatrúin hörð og grimm.
Og illt er að ráða ekki eigin för,
- með annarra vald, - á lægstu skör,
grípandi yfir öll sín kjör.
Ég dó hér forðum – ég drepin var,
og deyjandi sökk í kaldan mar.
Skalla-Gríms æðið var ógurlegt,
engan mann hef ég slíkan þekkt,
það náði ekki yfir hann nokkur sekt.
„Ætlarðu að drepa hann Egil minn,
ætlarðu að drepa soninn þinn?“
hrópaði ég - því hann var ær,
hugsunarlaus og viti fjær,
en sonurinn ungi mér ósköp kær!
Þá snerist hann að mér í óðri heift,
andrúm var síst til griða leyft.
Hann ofsann magnaði upp í sér,
ég undan flýði sem vitað er,
með hann eins og naut á hælum mér.
Ég heyrði más hans og öskrin öll,
sem ólmur griðungur færi um völl.
Og þegar ég niður nesið rann
ég nötraði af ótta og geig við hann,
því trylltan sá ég þar tröllkarl þann.
Af bjarginu hljóp ég beint á sund
á brúnina hann kom á sömu stund,
reif þar upp feikna stóran stein,
stefndi honum til að gera mein,
- sárari varð mér ei sending nein.
Hörð og drepandi herðum á
hún þar mér skall og lífi frá
dreif mig í kafið dauðans und,
deyja ég hlaut á þeirri stund,
- blóð mitt litaði Brákarsund.
En ennþá sveimar minn andi þar
og endurlifir þá tíð sem var,
er Skallinn mikli þar sköpum réð,
ég skörung engan hef slíkan séð,
hann hamið gat allt - nema eigið geð.
Um Brákarsund þar sem blóð mitt rann
ég berst með vindinum þegar hann
æðir um flötinn ört og létt,
minn andi er frjáls - ég gerði rétt,
því Agli til verndar var ég sett!
-Rúnar Kristjánsson
Þorgerður Brák
Heilsupistill Steinunnar Evu
Einhverra hluta vegna hef ég ver-
ið að hugsa mikið um skömm und-
anfarið. Ekki það að ég hafi orðið
fyrir einhverju svakalegu né gert
eitthvað hræðilegt sem ég þarf að
skammast mín fyrir, heldur þessi
hversdagslega innri kúgun sem við
beitum okkur sjálf, mörg hver að
minnsta kosti. Ég tilkynnti opin-
berlega í vetur að ég ætlaði að hætta
að vera upptekin af því hvað fólk
haldi og einbeita mér að því að vera
ég sjálf. Það hefur gengið nokkuð
vel en kona snýr ekki af ævilöngum
vana einn, tveir og þrír. Þó að ég sé
stolt af því að hafa hætt í dagvinn-
unni og stofnað fyrirtæki sem ger-
ir góða hluti með því að kenna fólki
leiðir til að verða hamingjusamara
og heilbrigðara þurfti ekki nema
eina spurning með votti af háði:
„Er ekki brjálað að gera?“ til að ég
færi að velta fyrir mér hvort fólk
héldi að ég væri að gera tóma vit-
leysu, sjálfstraustið hvarf og sjálfs-
gagnrýnin tók yfir. En mér tókst
að sansa sjálfa mig aftur með því að
minna mig á að tilgangur minn var
ekki að hafa brjálað að gera heldur
frekar að skapa aðstæður til að eiga
gott líf. Auðvitað er gott að hafa
háar tekjur en tíminn er sú auðlind
sem er dýrmætust og lífið er núna.
Þannig að ég er á góðum stað, á
mér líf og er sátt en samt dett ég
kylliföt í skömmina við og við. Ég
veit að ég er ekki ein þar, við erum
margar konurnar sem höfum aldrei
farið í bikini því við skömmumst
okkar fyrir magann, eða syngj-
um aldrei innan um fólk því að við
getum ekkert sungið eða tökum til
máls opinberlega því að við gætum
sagt eitthvað vitlaust og orðið okk-
ur og fjölskyldunni allri til skamm-
ar. Fólk gæti líka haldið að við héld-
um að við værum eitthvað!
Karlarnir hafa ekki verið eins
opnir með þessa hluti til skamms
tíma en þeir hafa svo sannarlega
pressu á sér. Þeir mega ekki væla,
ekki vera kerlingar, þeir þurfa að
skaffa vel, ganga vel í skólanum en
aldrei nokkurn tímann má sjást að
þeir hafi fyrir því, með því að læra
heima til dæmis. Karlar verða að
vera klárir, þeir geta ekki leyft sér
að spyrja ráða, spyrjast til vegar
eða biðja um aðstoð. Til að fela
óöryggið hið innra setja þeir upp
grímur, karlmennskugrímur (sbr.
Lewis Howes): grínarinn sem tek-
ur aldrei neitt alvarlega, ríki gaur-
inn sem á alltaf flottari bíl, síma eða
jakkaföt en næsti maður og sá sem
finnur stöðugt þörf til að vera setja
aðra niður, vera aðalgaurinn. Efstur
í goggunarröðinni.
Yrði líf okkar allra ekki miklu
betra ef við létum af dómum á öðr-
um, samanburði við aðra og þessari
endalausu óvægnu sjálfsgagnrýni?
Má ekki fólk, megum við ekki bara
vera eins og við erum? Erum við
ekki ágæt? Er það ekki?
Steinunn Eva Þórðardóttir.
Skömmin lúmska - „Afsakið
mig ef mig skyldi kalla“
Sumarmarkaður Sveitamarkaðar-
ins Breiðabliki verður haldinn í
Breiðabliki í Eyja- og Miklaholts-
hreppi, dagana 30. júní - 1. júlí
næstkomandi. Markaðurinn verð-
ur opinn milli kl. 12:00 og 17:00
báða dagana.
Þar verður á boðstólunum
heimaunnið handverk og matvör-
ur beint frá bændum í Snæfells-
og Hnappadalssýslu. Kjötvörur,
sultur, prjónavörur, handspunn-
ið band, brjóstsykur, salat, egg og
heimabakað svo fátt eitt sé nefnt.
Vöfflukaffið verður að sjálfsögðu á
sínum stað.
Vonumst til að sjá sem flesta í
sumarskapi, hvernig sem viðrar.
-fréttatilkynning
Sumarmarkaður á Breiðabliki um helgina
Breiðablik í Eyja- og
Miklaholtshreppi.
Árbók Akurnesinga er komin út
og hefur að geyma fjölbreytt efni
að vanda. „Sementsverksmiðja
rís“ er ítarleg og ríkulega mynd-
skreytt grein eftir Kristján Krist-
jánsson ritstjóra um aðdraganda
og byggingu Sementsverksmiðj-
unnar, allt frá fyrstu hugmyndum
fram að vígsludeginum 14. júní
1958. Sementsverksmiðjan fagn-
ar 60 ára afmæli á þessu ári þeg-
ar niðurrif hennar stendur yfir.
Ásmundur Ólafsson segir frá Ge-
orgshúsi, sem lengi vel var stærsta
hús á Akranesi, og rifjar jafnframt
upp upphaf knattspyrnuiðkun-
ar á Skaga. Í grein Braga Þórðar-
sonar um Odd Sveinsson í Brú er
birt úrval af fréttaskeytum Odds
frá Akranesi sem hann var lands-
frægur fyrir á sínum tíma. Krist-
ján Gauti Karlsson blaðamaður á
Skessuhorni tók meðlimi hljóm-
sveitarinnar Tíbrá tali um ferilinn
og sveitaballamenn-
inguna á gullaldar-
árum hljómsveitar-
innar.
Árbókin hef-
ur að geyma þrjá
ljósmyndaþætti að
þessu sinni: Yfirlit
um sýninguna „300
– Brunahanar“ sem
Garðar Guðjónsson
og Guðni Hannes-
son settu upp og ljós-
myndir Jónasar H.
Ottóssonar og Bjarna
Árnasonar. Að venju
eru svo birtir annálar
frétta og íþrótta sem
og æviágrip Akurnes-
inga sem jarðsungnir
voru frá Akranes-
kirkju á síðasta ári.
-fréttatilkynning
Árbók Akurnesinga 2017