Skessuhorn


Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 20184 Í minnisblaði frá Hafrannsókna- stofnun, sem lagt var fram á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar í síð- ustu viku, er lagt til að ekki verði byrjað að veiða í Andakílsá fyrr en sumarið 2020. Engin veiði var stunduð í ánni árin 2017 og 2018 vegna umhverfisslyss þegar inn- takslón Andakílsvirkjunar var tæmt í ána í maí 2017. Áætlað er að um 8.000-10.000 tonn af botn- seti hafi farið í ána með þeim af- leiðingum að 30-60 sentímetra lag af botnseti lagðist yfir alla veiði- staði í efsta hluta árinnar. Botnset- ið varð til þess að þörungar, smá- dýr og hryggleysingjar drápust í ánni og laxastofninn hefur átt erf- itt uppdráttar sökum breytinga á búsvæði og fæðuskorts. Áætlað er að sleppa um 30.000 seiðum í Andakílsá árin 2019 og 2020 til að freista þess að koma laxastofninum á rétt ról að nýju. Allur árgangur úr 2016 hrygningunni drapst eftir aurburðinn en hins vegar fundust seiði úr árgangi 2017 í ánni, sem hafa „að einhverju leyti náð að lifa af aurburðinn og fæðuskort,“ eins og segir í minnisblaði sem Sig- urður Már Einarsson fiskifræð- ingur ritar. Minnisblaðinu er ætlað að varpa ljósi á ástand árinnar og stöðu laxastofnsins í ánni. Í minnisblaðinu segir að botn- setið hafi nú hreinsast nokk- uð af botni árinnar, sérstaklega á straumharðari stöðum í ánni. Fínna botnset er horfið af botn- inum og á sumum stöðum sést í upprunalegan botn árinnar. Enn á eftir að greina gögnin betur en í minnisblaðinu segir að búast megi við að búsvæðin gætu orðið sam- bærileg við það sem var fyrir aur- flóðið eftir tvö til þrjú ár. „Ljóst er að endurheimt vatnalífs á búsvæð- um Andakílsár hefur gerst tiltölu- lega hratt.“ Talið er að mest áhrif af aur- burðinum komi fram í laxagöngu árin 2020 og sérstaklega 2021 þeg- ar klakárgangur 2017 hefði átt að vera mest áberandi. Vonast er til að seiðasleppingar árin 2019 og 2020 vinni eitthvað á móti hruni stofnsins og styðji við endurreisn hans. Laxinn úr sleppingunum 2019 og 2020 ætti að skila sér sem smálax í ána árin 2020 og 2021. „Fyrirhugaðar sleppingar koma einmitt inn í það gat þar sem bú- sifjar vegna aurburðarins í fisk- framleiðslu eru hvað mestar,“ seg- ir í minnisblaðinu. Enn fremur er lagt til að veiðinýting í ánni hefj- ist ekki fyrr en 2020. „Þannig verði árið 2019 nýtt til að klára lagfær- ingar á veiðistöðum þannig að áin verði tilbúin til opnunar á ný fyrir veiðinýtingu sumarið 2020.“ klj Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Katrín Lilja Jónsdóttir klj@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Leitað í smiðju brúarsmiða Samgöngumál eru og verða mér hugleikin. Það á rætur að rekja til þess að ég er alinn upp á landsbyggðinni og veit hversu mikla þýðingu það hefur að vegir séu boðlegir. Í síðustu viku var ég viðstaddur opnun mjög fróðlegrar sögusýn- ingar í tilefni 90 ára vígsluafmælis Hvítárbrúarinnar við Ferjukot. Þessi brú ber hönnuðum sínum fagurt vitni og er í raun verkfræðilegt afrek, bæði fagur- fræðilega séð, en ekki síður er merkilegt að hún hefur staðið tímans tönn allar götur síðan. Undir hana hafa runnið stórfljót í leysingum og ógnarstórir ís- jakar og hefur hún því þurft að spyrna hressilega við fótum. Það vakti sérstaka athygli mína að heyra hversu skamman tíma það tók brúarsmiði þess tíma að reisa brúna. Ekki var tækjakostur merkilegur í samanburði við vora tíma en mannskapurinn þess öflugri. Þá var verkvitið með ólíkindum. Heyrði sögu af því að til að spara sprengiefni á klett þar sem brúin átti að tengjast landi var brugðið á það ráð að fara haustið áður, bora holur, fylla þær af vatni og láta þannig kuldabola um að kljúfa bergið um veturinn. Geri aðrir betur! Svo var hafist handa við brúarsmíð í apríl og hún vígð 1. nóvember sama ár. Ég fór í huganum að bera þessa framkvæmd saman við stærstu áskoran- irnar sem bíða okkar Íslendinga í dag í vegagerð. Fyrir einni öld voru skipu- lagslög eða sýndarlýðræði ekki að tefja málin, hvað þá verkkvíði. Þá þurfti að bæta þjóðleiðina milli landshluta og einfaldlega drifið í hlutunum. Í dag geta stjórnmálamenn velt stórframkvæmdum fyrir sér í ára- eða áratugavís, skipu- lagslög þvælt mál og sérhagsmunaöfl tafið framkvæmdir til almannaheilla. Við þekkjum slík dæmi. Á suðvesturhorni landsins hefur umferð að og frá þéttbýli höfuðborgar- svæðisins vafist fyrir mönnum. Umferðarþungi er nú slíkur að ekki er lengur boðlegt að bjóða upp á sömu vegi og dugðu fyrir fáum áratugum. Hvort sem það er vegur austur fyrir fjall, Vesturlandsvegur í Borgarnes eða leggurinn suður á Reykjanes. Allt eru það vegir sem augljóslega bera ekki þá umferð sem um þá fer. En þessi vegagerð stendur í stjórnmálamönnum. Þeir vita sem er að fjárhagur ríkissjóðs er ekki nógu burðugur til að hægt sé að ráðast í þessi verk af sama krafti og brúarsmiðirnir yfir Hvítá forðum. Jón Gunn- arsson, sem gegndi stöðu samgönguráðherra í nokkra mánuði, var hins vegar líklegur til að láta verkin tala. Hann beitti sér fyrir úttekt á vænleika þess að fara í endurbætur á öllum stofnvegum að höfuðborgarsvæðinu og kosta það með hóflegri gjaldtöku. Lagt var til að hefjast handa og ljúka við framkvæmd- ir austur fyrir fjall, í Borgarnes og til Keflavíkur á leifturhraða, eða fimm til sex árum. Verkið svo fjármagnað með hóflegri gjaldtöku, eða um 150 krónum fyrir ferðina. Tillögur þar að lútandi voru tilbúnar, en þá sprakk síðasta ríkis- stjórn. Núverandi samgönguráðherra lét tillögu Jóns ofan í skúffu og fussaði yfir öllum vangaveltum um vegagerð í einkaframkvæmd, enda voru kjósendur hans á Suðurlandi sem lögðust gegn þessari leið - og þar við sat. En Sigurður Ingi er nú búinn að sitja nógu lengi í ráðuneyti samgöngumála til að sjá að sér. Því ber að fagna. Í frétt hér í blaðinu er m.a. sagt frá heim- sókn hans til norsks kollega síns og leitað í smiðju Norðmanna um hvernig vinna má vegagerð í einkaframkvæmd án þess að setja ríkiskassann á hliðina. Efnislega er Sigurður Ingi að fá sömu upplýsingar frá Norðmönnum og hann hefði getað lesið í skýrslu Jóns Gunnarssonar - ef hann opnaði skúffuna og kíkti ofan í hana. Ég fagna því að nú hilli undir viðhorfsbreytingu ráðamanna og að þeir séu farnir að sjá nauðsyn þess að vegagerð hér á landi færist nær raunveruleikan- um. Vonandi fer því eitthvað að gerast í þessum málum þannig að menn geti áorkað eitthvað í líkindum við brúarsmiðina sem hentu Hvítárbrú upp fyrir hundrað árum síðan á innan við sjö mánuðum. Magnús Magnússon. Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar síðastliðinn fimmtudag voru lögð fram drög að snjómokstursreglum fyrir sveitarfélagið í vetur og sam- þykkt að leggja það til við sveit- arstjórn að samþykkja reglurnar. Fulltrúi minnihlutans í byggðarráði sat hjá við afgreiðsluna. Almennt um reglurnar segir m.a. „Markmið með snjómokstri og hálkueyðingu er að minnka þau óþægindi sem snjór og ís veldur einstaklingum, fyrirtækjum, fyrirtækjum og skóla- haldi. Vetrarþjónusta miðar að því að halda opnum helstu stofn- og tengibrautum, skólabílaleiðum og aðgengi að neyðarþjónustu eins og kostur er. Ef veður eða veðurútlit er með þeim hætti, er áskilinn rétt- ur að fella niður snjómokstur eða skerða þjónustu, svo sem meðan óveður gengur yfir.“ Í reglunum er tekið fram að sveit- arfélagið annast ekki snjómokst- ur að bílastæðum eða plönum ein- staklinga og fyrirtækja, frá sorpílát- um og bílskúrum, á einkavegum að húsnæði sem skilgreint er sem sum- arhús í fasteignaskrá Þjóðskrár eða á einkavegum í og að sumarhúsa- hverfum. Þar sem einstaklingur er skráður með lögheimili en hefur ekki fasta búsetu allt árið á staðnum verður ekki hreinsað snjó að þeim stöðum, né heldur að einstökum ferðamannastöðum eða hlöðum eða bílastæðum við útihús í dreif- býli. Þá er vakin athygli á breytt- um reglum um snjómokstur í dreif- býli. „Framvegis verður einungis full þjónusta á þeim leiðum sem er skólaakstur grunnskólabarna í sam- ráði við Vegagerð,“ eins og segir í nýjum viðmiðunarreglum um snjó- mokstur í Borgarbyggð. mm Samþykkja breyttar viðmiðunar- reglur um snjómokstur Lagt til að engin veiðinýting verði í Andakílsá árið 2019 Aurflóðið úr inntakslóninu hefur haft mikil áhrif á lífríki Andakílsár. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á lífríki árinnar eftir umhverfisslysið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.