Skessuhorn


Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 201820 Veturnætur voru haldnar hátíð- legar á Byggðasafninu í Görðum á Akranesi að kvöldi 31. október. Þegar viðburðurinn var haldinn í fyrsta sinn á sama tíma á síðasta ári var mætingin góð, en ekki nærri eins mikil og í ár. „Við tippum á að það hafi mætt um 2.500 manns í ár,“ segir Ella María Gunnarsdótt- ir, forstöðumaður menningar-og safnamála hjá Akraneskaupstað, í samtali við Skessuhorn. Nemendur Grundaskóla sem afturgöngur Þetta er í annað skipti sem við- líka viðburður er haldinn á safn- inu, þar sem starfsmenn þess skapa hryllilega stemningu og afturgöng- ur, skrímsli og aðrar hrollvekjandi verur taka safnið yfir. Mikið var lagt í viðburðinn í ár, líkt og í fyrra. Starfsmenn klæddu sig upp sem draugar og færðu safnið í hrylli- legan búning. „Það var líka fjöldi af nemendum úr Grundaskóla sem var að vinna að þessu með okkur. Bæði í undirbúningi og svo voru þau í búningum á safninu og stóðu sig rosalega vel.“ Öngþveiti en þolinmæði Fyrir utan safnið myndaðist löng röð gesta. „Við vildum reyna að hafa ekki of marga inni í einu, þannig að við stýrðum aðgangin- um. Maður fær ekki sömu hughrif- in ef maður er með hausinn ofan í næsta manni,“ segir Ella María. Svo virðist sem fólk hafi tekið biðinni og röðinni með jafnaðargeði og sýnt því skilning að til að fá sem besta upplifun af viðburðinum væri betra að bíða ögn. Ótrúlegur fjöldi fólks mætti og þegar fólk var að koma og fara myndaðist nánast umferð- aröngþveiti á bílastæðunum. Ella María segir að það hafi ekki komið til umræðu að láta fólk borga aðgangseyri. „Okkur finnst það ekki passa, það er almennt séð ódýrt inn á safnið og okkur finnst safnið eiga að leggja þetta til sam- félagsins. Þannig vekjum við líka athygli á Byggðasafninu um leið.“ klj/ Ljósm. Myndsmiðjan Vel mætt á Veturnætur á Byggðasafninu í Görðum Framliðinn á safninu. Þær eru vinalegar þessar ungu stú lkur á þessari mynd, en í myrkrinu voru þær allhryllilegri. Blóðugt par en blómlegt. Einn illa slasaður. Ógnvekjandi nunna. Afturgengin spákona spáði í kristalskúlu. Safngripir Byggðasafnsins fengu líka að njóta sín, meðal annars þessi uppstoppaði minkur. Slátrarinn á Akran esi að störfum. Afturgengnir nemendur sátu á skólabekk. Ungur sjómaður hvíldi s ig í bátnum sínum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.