Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 20188
„Ég veit að það er fullt af fólki
þarna úti sem er með hugmynd-
ir. Þetta verður vonandi hvatning
fyrir fólk að taka þær lengra,“ seg-
ir Eva Margrét Jónudóttir, sérfræð-
ingur hjá Matís og einn skipuleggj-
enda Lambaþons sem verður hald-
ið um næstu helgi, dagana 9.-10.
nóvember. Lambaþonið verð-
ur sett í Landbúnaðarháskólanum
á Hvanneyri og er ætlað að kanna
hvernig hægt er að auka verðmæti
í virðiskeðju sauðfjár. Verkefnið er
samstarf margra stofnana og há-
skóla. Að því koma Matís, Land-
búnaðarháskóli Íslands, Háskólinn
á Bifröst, Landgræðslan, Ráðgjafa-
miðstöð landbúnaðarins, Matvæla-
stofnun, Landssamtök sauðfjár-
bænda, Samtök ungra bænda, Há-
skóli Íslands og Icelandic Lamb.
Landinn sækir
í annað kjöt
„Það eru alveg örugglega vannýtt
tækifæri í lambakjötsframleiðslu á
Íslandi,“ segir Eva Margrét. Hún
segir að neyslutölur síðustu ára
bendi til að neysla á lambakjöti hafi
fallið innanlands. „Neysla á kjúk-
lingi og svínakjöti hefur aukist á
kostnað lambakjötsins en samt hef-
ur kjötneysla aukist í heildina eins
og gerist oft þegar efnahagsleg vel-
sæld eykst.“ Í staðinn fyrir að enda
á diskum landsmanna er hins vegar
reynt að selja lambakjötið úr landi.
Vilja fá alls kyns
hugmyndir
Lambaþonið gengur þannig fyrir
sig að einstaklingar eða lið skrá sig
til leiks í síðasta lagi fimmtudaginn
8. nóvember. Keppt er í 4-8 manna
liðum um bestu hugmyndina til að
auka verðmætasköpun í virðiskeðju
sauðfjár á Íslandi. Fimm manna
dómnefnd dæmir í keppninni og
verðlaunin eru tvöhundruð þúsund
krónur. Það sem leitað er eftir þeg-
ar sigurlið er valið er: Hversu mik-
ið eykst verðmætasköpun bónda
sem hrindir hugmyndinni í fram-
kvæmd? Hversu mikið ávinnst fyrir
neytendur? Felur hugmyndin í sér
uppbyggjandi tillögur um starfs-
umhverfi bænda? Hefur hugmynd-
in jákvæð umhverfisáhrif? Felur
hugmyndin í sér þróun nýrra vara
eða þjónustu? Er liðið ástríðufullt
fyrir hugmyndinni sinni?
„Miðað við hvað bændur fá oft
lítið fyrir afurðir sínar, þá hljóta að
vera tækifæri á hinum ýmsu stöð-
um í ferlinu,“ segir Eva Margrét
og tekur nokkur dæmi. „Það geta
verið tækifæri í framleiðsluferlinu,
í vinnsluferlinu, söluferlinu, vöru-
þróun, lagaumhverfi, nýtingu hlið-
arafurða bara svo dæmi séu tekin.
Vöruþróun er oft það fyrsta sem
manni dettur í hug, en það þarf
ekki að stoppa þar. Kindin var nýtt
svo vel hér áður fyrr þegar mat-
væli voru oft af skornum skammti
en það er ekki eins og við borðum
þorramat allt árið um kring leng-
ur.“
Hjálpa til við vinna úr
hugmyndinni
Eva Margrét segir að það sé eitt að
fá hugmyndina en annað að vinna
úr henni. „Ef þú ert með hugmynd
þá viljum við hjálpa viðkomandi að
koma henni á blað og fara með hana
lengra.“ Liðin kynna sína hugmynd
fyrir dómnefnd í húsakynnum Mat-
ís í Reykjavík en mögulegt er að
kynna hugmyndina í gegnum vef-
útsendingu ef keppendur kjósa það.
Frekari upplýsingar eru á heima-
síðu Matís og skráning fer fram á
lambathon@matis.is. klj
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 27. október -
2. nóvember
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 3 bátar.
Heildarlöndun: 15.216 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 7.834 kg
í þremur róðrum.
Arnarstapi: 3 bátar.
Heildarlöndun: 64.892 kg.
Mestur afli: Kvika SH: 29.553
kg í sex róðrum.
Grundarfjörður: 5 bátar.
Heildarlöndun: 156.997 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
62.560 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 10 bátar.
Heildarlöndun: 166.828 kg.
Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs
SH: 40.354 kg í fjórum róðr-
um.
Rif: 6 bátar.
Heildarlöndun: 81.439 kg.
Mestur afli: Stakkhamar SH:
47.470 kg í fjórum löndunum.
Stykkishólmur: 7 bátar.
Heildarlöndun: 79.058 kg.
Mestur afli: Hannes Andrésson
SH: 25.422 kg í fimm róðrum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Hringur SH - GRU:
62.560 kg. 31. október.
2. Helgi SH - GRU:
45.011 kg. 28. október.
3. Farsæll SH - GRU:
41.044 kg. 30. október.
4. Stakkhamar SH - RIF:
13.557 kg. 30. október.
5. Stakkhamar SH - RIF:
12.729 kg. 27. október.
-kgk
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráð-
herra, átti fund með Jon George
Dale, samgöngu- og fjarskiptaráð-
herra Noregs, síðastliðinn föstudag.
Fundarefnið var að kynna sér skipu-
lag vegamála í Noregi, útfærslur og
breyttar áherslur þeirra í uppbygg-
ingu á vegakerfinu. Á fundinum var
farið yfir gjaldtökuleiðir sem Norð-
menn hafa tileinkað sér til að hraða
uppbyggingu vegakerfisins. Með
Sigurði Inga í för var m.a. Bergþóra
Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðar-
innar.
Í Noregi eru tvenns konar gjald-
tökur í vegakerfinu, annars vegar
vegtollar til að mæta allt að helm-
ingi kostnaðar við uppbyggingu til-
tekinna framkvæmda og hins veg-
ar gjaldtaka innan þéttbýlis til að
mæta kostnaði við innviðauppbygg-
ingu í tengslum við almenningssam-
göngur og til að draga úr mengun
af völdum umferðar. Þá hafa Norð-
menn farið þá leið að færa tilteknar
framkvæmdir; á vegum, göngum og
brúm, úr höndum norsku vegagerð-
arinnar og til einkaaðila í því skyni að
bæði flýta og hámarka ábata af fram-
kvæmdum. Nye Veier AS, opinbert
hlutafélag, sér um umfangsmiklar
framkvæmdir á völdum svæðum en
undirbúningur slíkra framkvæmda
er langur og er markmið fyrirtækis-
ins m.a. að ná kostnaði framkvæmda
niður um 20% að meðaltali. Þá eru
nokkur samvinnuverkefni, líkt og
Hvalfjarðargangamódelið, víðsvegar
um landið og eru þau hluti af norsku
samgönguáætluninni.
Vilja hraða fram-
kvæmdaþáttum í
samgönguáætlun
Ráðherra og föruneyti fundaði einn-
ig með fulltrúum Nye Veier AS sem
kynntu starfsemi sína nánar og for-
gangsröðun framkvæmda. Daginn
áður var norska vegagerðin heimsótt
sem fór yfir árangur af samvinnu-
verkefnum liðinna ára. „Ljóst er
að á síðastliðnum árum hafa Norð-
menn náð góðum árangri á tiltölu-
legum stuttum tíma sem verðmætt
er að horfa til með það að markmiði
að nýta þá reynslu sem hefur gef-
ist vel,“ segir í tilkynningu frá ráðu-
neytinu. „Þess má geta að starfshóp-
ur á vegum samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytisins sem vinnur að
því að finna nýjar leiðir í fjármögn-
un á vegakerfinu, hefur einnig ver-
ið að horfa til annarra landa, þ.ám.
Noregs, og fengið til sín á fundi er-
lenda sérfræðinga sem hafa frætt og
miðlað sinni vitneskju. Næstu skref
eru að starfshópurinn móti tillög-
ur sem miða að því að hraða ein-
staka framkvæmdum, sem eru nú
í tillögu að samgönguáætlun, með
því að nýta nýjar fjármögnunarleið-
ir að hluta eða öllu leyti. Einnig var
starfshópnum falið að móta tillög-
ur um fjármögnun vegakerfisins til
lengri tíma vegna orkuskipta. Starfs-
hópurinn mun skila tillögum sínum
til ráðherra í byrjun næsta árs.“
mm
Samgönguráðherra hitti norskan kollega sinn
Skoðað hvernig Norðmenn útfæra gjaldtöku í vegakerfinu
Jon George Dale, samgöngu- og fjarskiptaráðherra Noregs og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra Íslands.
Vannýtt tækifæri í lambakjötsframleiðslu
-Vilja kalla fram nýjar hugmyndir til að auka verðmæti í virðiskeðju sauðfjár
Eva Margrét Jónudóttir er sérfræðingur hjá Matís. Hún segist viss um að það sé
fullt af fólki þarna úti sem á góðar hugmyndir um hvernig auka megi verðmæti í
virðiskeðju sauðfjár.