Skessuhorn


Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 9 SK ES SU H O R N 2 01 8 Villibráð og gisting á Icelandair hótel Hamri 24. nóvember og 1. desember Nú er um að gera að bóka sig í alvöru villibráðakvöld og gistingu hjá okkur á Icelandair hótel Hamri. Gisting í tveggja manna herbergi ásamt morgunverði. Fimm rétta villibráðaseðill 39.900 kr. fyrir tvo (22.900 kr. fyrir einstaklingsherbergi) Eingöngu fyrir mat 9.000 kr. Uppfærsla í Deluxe herbergi: 4.000 kr. Uppfærsla í Svítu: 9.000 kr. Bókanir í síma 433-6600 og á hamar@icehotels.is. EYMUNDSSON AKRANESI laugardaginn 10. nóvember kl. 12–14 VEITINGAHÚSINU HRAUNSNEFI Í NORÐURÁRDAL sunnudaginn 11. nóvember kl. 16–18 LESIÐ ÚR NÝJUM BÓKUM LILJA MAGNÚSDÓTTIR , JÓN HJARTARSON og GUÐJÓN RAGNAR JÓNASSON kynna bækur sínar Svikarann, Kambsmálið og Hina hliðina SÆMUNDUR Nú í nóvemberbyrjun lítur dags- ins ljós afrakstur samstarfs afmælis- nefndar fullveldis Íslands og Mjólk- ursamsölunnar þegar sérstakar full- veldisfernur koma í verslanir. Sex mismunandi textar prýða fernurnar og myndskreytingar um markverða atburði sem áttu sér stað árið 1918. Fróðleiksmolarnir um fullveldisár- ið verða á mjólkurfernunum út af- mælisárið. mm Fullveldisfernur í verslanir Fullveldisfernur. Um miðja síðustu viku komu fyrstu nýju vélarnar í nýja fisk- vinnslu Guðmundar Runólfsson- ar hf. í Grundarfirði. Þarna voru tvær frystivélar á ferðinni sem hvor um sig vega um 3,8 tonn. Það voru starfsmenn Kælismiðjunnar Frosts ehf sem voru á fullu við að setja upp nýju vélarnar þegar fréttaritara bar að garði. Þeir gáfu sér þó smá stund til að stilla sér upp, en voru fljótir að hverfa aftur til starfa enda nóg að gera. Á myndinni eru þeir Axel Sigurðsson og Ernir Magnússon starfsmenn Kælismiðjunnar Frosts ásamt Unnsteini Guðmundssyni vélstjóra hjá G.Run hf. tfk Fyrstu nýju vélarnar komnar í hús hjá G.Run

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.