Skessuhorn


Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 17 á vorönn, en settist svo á skólabekk að nýju um haustið þegar kennsla hófst eftir sumarfrí. „Það var rosa- lega stuttur tími,“ segir hún. Rit- gerðinni skilaði Hrönn í nóvember í fyrra og útskrifaðist síðan í júní síðastliðnum að lokinni meistara- vörn. „Þetta var mjög erfitt, sér- staklega í BA náminu, því þá missti ég Lovísu Hrund. En það kom einhvern veginn aldrei annað til greina en að klára námið. Það var líka gott upp á að losna aðeins úr umhverfinu hérna heima, að fara í skólann, hlusta á fyrirlestra og reyna að einbeita sér að þeim, hafa tilgang. Síðan bara settist ég upp í bílinn að loknum skóladegi og grét alla leiðina heim. Svona voru allir dagar fyrstu mánuðina og árið eft- ir að ég byrjaði aftur í náminu eft- ir áfallið,“ lýsir Hrönn. „Svo þegar ég var komin í mastersnámið, einu og hálfu ári seinna, þá var ég far- in að átta mig á að ef ég ætlaði að lifa með þessu áfalli þá yrði ég að nýta reynsluna og reyna að gera eitthvað sem gæti hjálpað öðrum. Sem mér tókst ágætlega, held ég,“ segir hún. Leiðbeinandinn grét Það var tilfinningaþrungin stund þegar henni var tilkynnt um verð- laun fyrir framúrskarandi rannsókn á meistarasviði. „Leiðbeinandinn minn, hún er dálítill töffari, marg- reynd og ýmsu vön, fór að gráta og þá brast ég í grát,“ segir hún og brosir. „Þær sem voru þarna með mér spurðu mig hvort ég hafi átt- aði mig á hvað rannóknin væri gott innlegg í velferðarmál. Ég hafði ekki áttað mig á því fyrr en mér var sagt að þetta væri tímamótarann- sókn,“ bætir hún við. „Einn dóm- ari verkefnisins sagði að ég hefði náð svo vel að draga fram aðalat- riðin úr viðtölunum án þess að það komi nokkurs staðar fram að ég hafi gengið í gegnum þetta sjálf. Það var það sem ég var hræddust um, að ég sjálf og mín reynsla myndi skekkja rannsóknina. En það gerðist ekki og ég var rosalega ánægð að heyra það,“ segir hún. „Svona eftir á að hyggja hugsa ég stundum um hvort mér hafi verið ætlað að gera þessa rannsókn. Maður veit það ekki. Kannski hefði ég ekki getað gert þetta nema af því ég hafði reynsl- una,“ segir Hrönn. Gat í kerfinu Hún vonast til að ritgerðin geti nýst öðrum í framtíðinni, bæði til frek- ari rannsókna eða sem innlegg í að bæta stuðning við foreldra sem hafa misst börn. „Þarna er gat í kerf- inu okkar og það verður að fara að hugsa um þennan hóp. Heilbrigð- isstarfsmenn sem eru að vinna með fólki sem hefur lent í barnsmissi, getur sótt ýmislegt í þessa rann- sókn,“ segir Hrönn. En hvað telur hún að gera megi til að bæta þjón- ustu við þennan hóp? „Ég held að félagsráðgjafar gætu leikið þar lyk- ilhlutverk, ekki bara af því að ég er félagsráðgjafi. Þeir eru sérþjálfað- ir í að tala við fólk í alls konar að- stæðum og búa yfir mörgum bjarg- ráðum og eiga auðvelt með að lesa í lög. Þeir hafa verkfæri til að að- stoða og benda fólki á réttar leið- ir. En eins og staðan er í dag er engin skipulögð stefna hjá heil- brigðisstarfsmönnum sem heldur utan um foreldra og fjölskyldur í slíku áfalli,“ segir Hrönn. „Félags- ráðgjafar vinna við að mæta fólki í vanda, þeir hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft með því að benda á leið- ir í samfélaginu sem fólk getur nýtt sér,“ bætir hún við. Eftirfylgnin mikilvæg „Þar sem áfallateymi eru starfandi þarf að fara ofan í áfallið með for- eldrum og viðhafa meiri eftirfylgni. Það nægir ekki að koma í heimsókn fyrstu vikurnar og segja foreldr- um svo að leita til þeirra ef þá van- hagar um eitthvað, því eins og ég sagði áðan þá eru foreldrarnir nán- ast ósjálfbjarga, glíma við lamandi sorg og hafa tapað færninni til að bjarga sér sjálfir og frumkvæðinu til að leita eftir aðstoð. Ég tel að það væri gott að setja upp áætlun þar sem fólki væri fylgt eftir í minnst tvö ár eftir áfallið. Ekki endilega þannig að það sé alltaf verið að bögga það, heldur bara að tékka á því. Athuga hvernig gangi og hvort það sé hægt að gera eitthvað fyrir það,“ segir hún. „Síðan er annað, að nú er mjög dýrt að fara til sál- fræðings og sumar fjölskyldur hafa hreinlega ekki efni á því. Að mínu viti ætti að tryggja þessum hópi alla þá sálfræðiaðstoð sem hann þarf.“ Verðum að gera betur Jafnframt segir Hrönn þörf á meiri umræðu um áföll og sorg almennt. „Ef umræðan um áföll sem þessi, að missa barn, væri betri og meiri í samfélaginu þá hefði fólk meiri þekkingu á hvernig ætti að styðja við foreldra og fjölskyldur þeirra. Það vilja allir vel, en það þarf að kenna fólki að takast á við sorg og umgangast hana. Þegar fólk miss- ir barn er sorgin svo stór og sam- kvæmt rannóknum mögulega það erfiðasta sem einstaklingur geng- ur í gegnum. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að kunna hvernig á að bera sig að,“ segir hún og á þá eink- um við stuðning af hálfu heilbrigð- isstarfsmanna, fjölskyldu og vina. Hún segir rannsóknir sýnt að besti stuðninginn komi frá fjölskyldu og vinum, ef hann er til staðar. En þeir sem ekki eru félagslega sterkir og eiga ekki góða vini eru í áhættu fyr- ir að taka sitt eigið líf. „Það er bara rosalega mikið atriði að reyna að halda utan um fólk þannig að það eigi betri möguleika á að púsla sam- an lífinu á ný og lifa við missinn, því að þetta er hörku vinna,“ seg- ir hún. „Út frá niðurstöðum við- talsrannsóknarinnar má álykta að þessi hópur sé látinn afskiptalaus og stefnumótun vanti í málaflokknum. Nauðsynlegt er að móta og skýra verkferla, auka samstarf á milli kerfa og samræma viðbrögð félags-, heil- brigðis- og skólaþjónustu. Einnig að það sé skýrt hvert hlutverk mis- munandi fagfólks sé í þessum efn- um. Mikilvægt er að samræma við- brögð og áfallaáætlanir á milli sveit- arfélaga og sjúkrahúsa þegar svona áföll dynja yfir. Það er von mín að niðurstöður rannsóknarinnar verði til þess að hafist verði handa við stefnumótun um viðbrögð við slík- um áföllum og verkferlar verði þró- aðir hjá sveitarfélögum og ríki til að mæta þessum hópi í samráði við þá foreldra sem hafa reynsluna af því að missa barn, vegna þess að enginn getur skilið hvernig slíkur harm- ur er nema þeir sem hafa lent í því sjálfir,“ segir Hrönn að endingu. Áhugasömum er bent á að ítar- lega og yfirgripsmikla verðlauna- rannsókn Hrannar má lesa í heild sinni á Skemmunni; www.skemm- an.is. kgk Sérfræðingur á fjármálasviði Capacent — leiðir til árangurs Elkem Ísland kappkostar að starfa í víðtækri sátt við starfsfólk sitt, viðskiptavini, íslenskt samfélag og lífríki náttúrunnar. Með öryggi, fagmennsku og heiðarleika að leiðarljósi leggjum við okkar af mörkum til framleiðslu á hágæða kísilmálmi. Fyrirtækið ber virðingu gagnvart því jafnvægi sem ávallt þarf að ríkja á milli nýtingar og verndunar náttúruauðlinda. Elkem Ísland er hluti af Elkem A/S samsteypunni sem hefur í meira en hundrað ár verið frumkvöðull í tækniþróun í kísiliðnaði og haft frumkvæði að þróun margvíslegra lausna á sviði umhversmála. Elkem Ísland starfar samkvæmt vottaðri gæða- og umhversstjórnun. Upplýsingar og umsókn capacent.com/s/10468 Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í star. Mjög góð þekking á Excel. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Haldgóð reynsla af bókhaldi og fjármálum er kostur. Ánægja af mannlegum samskiptum. Áhugi og reynsla af innkaupum er kostur Þekking á IFRS er kostur. Lausnamiðaður og útsjónarsamur. Samviskusemi og nákvæmni í star. · · · · · · · · · · · · · · · Umsóknarfrestur 12. nóvember Starfssvið Mánaðar-, árs- og samstæðuuppgjör. Úrvinnsla tölulegra upplýsinga. Sjálfvirknivæðing fjármála (digitalization). Kostnaðareftirlit og skýrsluskil. Þátttaka í umbótum. Önnur tilfallandi verkefni á fjármálasviði. Ert þú fróðleiksfús einstaklingur sem er ófeiminn við að nna nýjar leiðir að lausnum, lætur þig málin varða og vinnur vel í hóp? Hefur þú áhuga á að vinna á skemmtilegum vinnustað og fá tækifæri til að þróast í star? Næsti yrmaður er framkvæmdastjóri fjármála og innkaupa. Hrönn á heimili sínu á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.