Skessuhorn


Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 201814 Útibú Fiskmarkaðs Snæfellsbæj- ar á Akranesi var opnað að nýju 10. október síðastliðinn, en þá hafði verið lokað frá því í septembermán- uði. Böðvar Ingvason hefur umsjón með öllum daglegum rekstri mark- aðarins. Sér til halds og trausts hef- ur hann syni sína, þá Steinþór, Sig- urð og Jón. Þá mun Bjarni Bragason á Eskey hlaupa undir bagga ef þörf krefur. „Við munum kappkosta að veita góða þjónustu. Akranes liggur vel við fiskimiðum, hvort sem róið er á línu, net, handfæri eða grásleppu. Héðan er mjög gott að róa á strand- veiðivertíðinni, sérstaklega í maí. Eftir það er aðeins lengra á miðin en samt styttra en víðast hvar annars staðar,“ segir Böðvar í samtali við Skessuhorn. „Hér er líka öll sú þjónusta sem sjómenn þarfnast á nær öllum svið- um. Á efri hæð fiskmarkaðarins er aðstaða sem stendur áhöfnum að- komubáta til boða, því við viljum endilega fá fleiri báta hingað. Sömu- leiðis get ég útvegað beitningarað- stöðu með fjórum plássum, ásamt frystigámi og 40 bölum og rafmagns beituskurðarhnífi. Einnig er ég til- búinn til að leigja Mar AK-74, ef einhver hefur áhuga á að reyna sig við útgerð,“ segir Böðvar í samtali við Skessuhorn fyrir helgi. Aðspurður segist hann ekki endi- lega hafa ætlað sér að taka við fisk- markaðnum. „En ég var búinn að gefa það út að ég væri tilbúinn að taka þetta að mér ef enginn myndi sækja um starfið. Það fór svo og við opnuðum fyrir þremur vikum síðan, en þá hafði verið lokað frá 1. septem- ber,“ segir hann. „Þetta hefur bara gengið vel en er auðvitað ekki fullt starf á þessum tíma ársins. Núna eru aðeins fjórir bátar sem landa á Akra- nesi og svo fjölgar þeim þegar kem- ur fram á háannatímann. Þá getur starfið í fiskmarkaðnum kallað á tvo menn,“ segir Böðvar. Að ná sér eftir veikindi Hann segir það henta sér vel að starfa í hlutastarfi hjá fiskmark- aðnum. Böðvar hefur verið til sjós meira og minna alla ævi, en er nú að ná sér eftir erfið veikindi. „Í ágúst 2016, fimmtudaginn fyrir verslunar- mannahelgi, var ég að vinna í garð- inum heima og fannst ég eitthvað þreyttur og orkulaus. Ég hringdi á sjúkrahúsið gat fengið tíma hjá lækni eftir tvær vikur eða daginn eftir hjá hjúkrunarfræðingi. Hulda Gests- dóttir tók á móti mér kl. 15:00 og ég sagði henni hvernig var, ég væri þreyttur og orkulaus og hefði lést um fimm kíló. Hún ræsti út blóð- rannsóknardeildina, sem vanalega lokar kl. 14:00 og sendi mig í blóð- prufu. Klukkan 17:30 fékk ég síðan símtal frá lækni sem sagði mér að ég væri með bráðahvítblæði og þyrfti að fara strax suður á bráðamóttöku Landspítalans. Þar tóku á móti mér Brynjar Viðarsson læknir og hjúkr- unarfræðingur sem heitir Elsa. Brynjar er enn minn læknir og Elsa var minn hjúkrunarfræðingur með- an ég lá inni á 11G, blóðsjúkdóma- deild. Fyrsta lyfjameðferðin varði í einn mánuð og síðan var lyfja- meðferð í hverjum mánuði. Alltaf nema einu sinni þurfti ég að leggj- ast inn á spítalann vegna sýkinga,“ segir Böðvar. „En mér leið alltaf vel á spítalanum og það var ekkert til að kvíða fyrir að leggjast þar inn, enda umönnunin og aðbúnaðurinn frábær. Manni var bara vafið inn í bómull og passað upp á mann í einu og öllu,“ bætir hann við. „Þann 5. febrúar var mér síðan flogið til Sví- þjóðar í mergskipti ásamt konunni minni, Jónínu Steinþórsdóttur. Það- an er sömu sögu að segja. Þar tók á móti okkur hjúkrunarfræðingur sem heitir Inga. Hún hélt utan um okk- ur allan tímann eftir komuna til Sví- þjóðar, tók á móti okkur á flugvell- inum og fór með okkur í viðtölin. Fyrst var ég einn mánuð á spítalan- um og síðan mætti ég tvisvar í viku til læknis á spítalanum næstu tvo mánuði, en á þeim tíma vorum við á hóteli. Þetta var allt frítt og við feng- um meira að segja dagpeninga. Síð- an kom ég heim 5. maí 2017 og við tók eftirfylgni á göngudeild og síðan sjúkraþjálfun,“ útskýrir hann. „Hvar sem ég kom í mínum veikindum þá upplifði ég aldrei annað en yndislegt viðmót og framúrskarandi þjónustu. Fyrir það er ég ólýsanlega þakklát- ur,“ segir Böðvar. Framtíðin óráðin Á meðan veikindunum stóð hugsaði Böðvar alltaf með sér að hann ætl- aði að sigrast á þeim og komast aft- ur á sjóinn. „Ég ætlaði mér alltaf að læknast og byrja að róa aftur, það var eitt af því sem kom mér í gegn- um þetta,“ segir Böðvar en bæt- ir því við að hann hafi lent í vand- ræðum með veiðiheimildirnar, 40 þorskígildistonn, þegar hann veikt- ist. „Svokölluð veiðiskylda segir til um að menn verði að veiða fyrir að lágmarki helming af þeim heimild- um sem þeir hafa á hverju fiskveiði- ári, ellegar missa allar heimildirnar. Ég hafði samband við Landssam- band smábátasjómanna og bað þá um að hjálpa mér að fá eftir und- anþágu frá veiðiskyldunni frá Fiski- stofu og ráðuneytinu. En það var ekki hægt, sama hvað var reynt. Að lokum varð ég að bjarga málunum með öðrum hætti. Annars hefði ég þurft að selja ævistarfið og minn lífeyri sem er bundinn í útgerð- inni án þess að geta treyst á að fá almennilegt verð fyrir,“ segir hann. „En þetta olli mér áhyggjum, van- líðan og hugarangri því þegar fólk er að berjast við lífshættulega sjúk- dóma þá er það fullt starf. Maður er ekki í ástandi til að taka stórar ákvarðanir og enn síður til að róa til fiskjar eða finna menn til að róa fyrir sig og stýra útgerð úr sjúkra- rúminu. Það bara gengur ekki upp. Það verða að vera undanþágur frá veiðiskyldunni,“ segir Böðvar. „En þessa dagana einbeiti ég mér að því að vinna upp þrek. Hvort ég fer aft- ur á sjóinn verður bara að koma í ljós. Aðstæðurnar hafa breyst tölu- vert frá því ég veiktist. Öll gjöld og álögur hafa hækkað á meðan fisk- verð hefur lækkað. Veiðigjöldin eru 21,69 krónur fyrir kíló af þorski og 25,16 krónur fyrir kílóið af ýsu. Það er allt of mikið. Ég náði oft að skila um tíu prósentum í afgang þegar ég var að veiða, en núna eru veiði- gjöldin meira en tíu prósent af fisk- verðinu. Það má segja að þar með hafi smábátaútgerðinni verið veitt náðarhöggið,“ segir hann. „Það verður þess vegna bara að koma í ljós hvort ég legg í að fara á sjóinn aftur. Þangað til held ég áfram hjá fiskmarkaðnum. Það er skemmti- legt starf og hentar mér vel í dag,“ segir Böðvar Ingvason að endingu. kgk Fiskmarkaðurinn á Akranesi var opnaður að nýju í síðasta mánuði Böðvar Ingvason annast daglegan rekstur markaðarins Böðvar Ingvason við bát sinn, Emilíu AK. Hann hefur verið til sjós meira og minna alla sína tíð en hefur nú umsjón með fiskmarkaðnum á Akranesi. Böðvar við beitningu ásamt tveimur sonum sínum, þeim Sigurði og Steinþóri. Ljósm. Steindór Oliversson. Útibú Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar á Akranesi er til húsa að Faxabraut 5. Mar AK er annar bátur í eigu Böðvars. Hann kveðst tilbúinn að leigja hann út, ef einhver hefur áhuga á að reyna sig við útgerð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.