Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 19
Sýningin „Árið 1918 í Borgarfirði“
var opnuð í hátíðarsal Snorrastofu
í Reykholti síðastliðinn laugardag.
Óskar Guðmundsson, rithöfund-
ur og höfundur sýningartextans,
ýtti sýningunni úr vör með fyrir-
lestrinum „1918 – Borgfirðing-
urinn í heiminum og heimurinn í
honum“. Við opnun sýningarinn-
ar spilaði Páll á Húsafelli einnig á
panflautu gerða úr 100 ára gömlum
rabarbarastilkum. „Það átti einkar
vel við, það var eins og að hlýða á
hulduljóð,“ segir Óskar í samtali
við Skessuhorn. Sýningin snýst um
viðburði ársins 1918 í Borgarfirð-
inum. „Við höldum okkur við við-
burði ársins 1918 bæði úti í heim-
inum og í héraðinu. Við reynum að
gera grein fyrir því hvernig Borg-
firðingar upplifðu tíðina.“
Óskar styðst að miklu leyti við
ritaðar heimildir; blöð gefin út á
þessum tíma, sendibréf, persónu-
leg gögn af ýmsum toga, ljósmynd-
ir og skjöl. „Mjög mikið er stuðst
við handrituð blöð Þorsteins Jak-
obssonar, eða Steina Hreða,“ segir
Óskar og þegar hann er inntur eftir
frekari útskýringu á því hver Steini
Hreða hafi verið, segir hann að
hann hafi verið undramaður. „Hann
var miklum og sérkennilegum gáf-
um gæddur. Hann hafði afburða
minni, þannig að hann mundi flest
það sem hann heyrði og las og varð
fluglæs barnungur.“ Óskar segir því
tónlistarflutning listamannsins Páls
á Húsafelli hafi því átt sérlega vel
heima við sýningaropnunina, þar
sem Þorsteinn var sjálfur fræði- og
listamaður og margvíslega skyldur
Páli á Húsafelli.
Þorsteinn Jakobsson kunni
nokkur tungumál og gaf út hand-
skrifaða blaðið Geir í um sextíu
ár. „Hann hálfpartinn gaf út blöð,
handskrifaði blöð sem tiltölu-
lega fáir ef nokkrir lásu.“ Blöðin
hafa þó það verðmæti í dag að þau
eru góð heimild fyrir hans tíma.
„Árinu 1918 var gerð sæmileg skil
af hans hálfu í þessum blöðum,“
segir Óskar.
En sýningin er ekki eingöngu
takmörkuð við skrif Þorsteins Jak-
obssonar. „Það er líka gerð grein
fyrir skóla-, atvinnu-, og mann-
lífi í Borgarfirðinum út frá öðrum
heimildum. En sjón er sögu ríkari.
Við vonumst til að fólk hafi gagn
og gaman af þessari sýningu,“ seg-
ir Óskar.
klj
Björgunarsveitir víðs vegar um
landið buðu landsmönnum Neyð-
arkallinn til sölu um síðustu helgi.
Félagsmenn í Björgunarsveitinni
Ósk í Dalabyggð gerðu sér lít-
ið fyrir og gengu í hús í Búðardal
ásamt því að aka um allar sveitir
Dalanna. Auk þess héldu nokkrir
félagsmenn til Reykjavíkur þar sem
þeir seldu Neyðarkallinn í Kringl-
unni. Kristján Ingi Arnarsson, for-
maður Björgunarsveitarinnar Ósk-
ar, segir söluna hafa gengið vel,
bæði á heimaslóðum sem og í borg-
inni. Mörg fyrirtæki og félög kaupa
stærri útgáfuna af Neyðarkallinum
en upplagið sem Björgunarsveitin
Ósk fékk var fljótt að seljast upp.
Þá segir Kristján Ingi ánægjulegt
hversu margir þeirra sem ekki voru
heima þegar farið var um Dalina
hafi haft samband og lagt inn pönt-
un á Neyðarkalli. Félagsmenn eru
þakklátir fyrir góðar viðtökur og
fyrir hönd félagsmanna vill Krist-
ján Ingi koma á framfæri þakklæti
fyrir stuðninginn. sm
Góð sala á
Neyðarkallinum
Sigurður Jónsson var fyrstur til að kaupa Neyðarkall þegar salan hófst á Akranesi.
Á myndinni er Arnþór Helgi Gíslason að selja honum kallinn.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Brynjar
Loga Guðnason með neyðarkallinn en
móðir hans, Jóhanna Lind Brynjólfs-
dóttir, er félagi í Björgunarsveitinni
Ósk og hún tók myndina þegar söfnun-
in fór af stað.
Spurningakeppnin Bókaormar
Brekkubæjarskóla var haldin í sjötta
skiptið þann 30. október síðastlið-
inn. Óhætt er að nota hin fleygu
orð ,,Bræður munu berjast“ því
lið sjöunda bekkjar kepptu á móti
hvort öðru í úrslitaviðureigninni.
Henni lauk með því að 7. S (gul-
ir) vann 7.B (hvítir) eftir harða og
drengilega keppni. Þess má geta
að 7. B fékk flest stig allra liðanna
í keppninni en það var í fyrstu um-
ferðinni. Sjöundi bekkur er því
ótvíræður sigurvegari keppninnar
þetta árið. Liðin skipuðu Guðlaug
M. Hallgrímsdóttir, Kasper Úlfars-
son og Margrét B. Pálmadóttir sem
voru gul og Elmar D. Ríkharðsson,
Sigríður V. Ólafsdóttir og Sóley L.
Konráðsdóttir sem voru hvít. Leik-
arar voru Sóley S Helgadóttir og
Auður M. Lárusdóttir.
Í spurningakeppninni taka þátt
nemendur í 4. - 7. bekk. Strax að
vori geta nemendur byrjað að und-
irbúa sig en spurt er úr 17 bókum.
Tilgangur keppninnar er að hvetja
nemendur til lestrar, að þeir verði
sérfræðingar í einni bók eða fleirum
og leggi þannig sitt að mörkum fyr-
ir bekkinn sinn þegar að keppninni
kemur. Það mega nefnilega allir
hjálpast að í flestum þáttum keppn-
innar. Það var gaman að fylgjast
með nemendum undirbúa sig síð-
ustu dagana fyrir keppnina. Þeir
komu á bókasafnið, skiptu með sér
verkum, spjölluðu um bækurnar og
spurðu hvert annað um efni þeirra.
Aðrir lásu heima eða hlustuðu á
bækurnar og vonandi hefur verið
lesið fyrir einhverja.
Lestur er mikilvægur og til þess
að ná tökum á honum verður að
æfa sig. Foreldrar, ömmur og afar,
frændur og frænkur þið eruð fyrir-
myndirnar og þjálfararnir.
Lesið sjálf, lesið fyrir börnin og
látið börnin lesa fyrir ykkur.
Hallbera Fríður Jóhannesdóttir
Bókasafni Brekkubæjarskóla
Bókaormar Brekkubæjarskóla 2018
Árið 1918 í máli og myndum í hátíðarsal Snorrastofu
Fv. Gunnlaugur A. Júlíusson
sveitarstjóri Borgarbyggð-
ar, Bergur Þorgeirsson
forstöðumaður Snorrastofu,
Jónína Eiríksdóttir verk-
efnastjóri sýningarinnar,
Óskar Guðmundsson höf-
undur sýningartexta og Páll
Guðmundsson listamaður
á Húsafelli. Ljósm. Friðrik
Aspelund.
Húsfyllir var í Snorrastofu við opnun sýningarinnar.
Ljósm. Gunnlaugur A Júlíusson.