Skessuhorn


Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 15 PÓ ST U R IN N © 2 01 8 Bæjarstjórnarfundur 1282. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 13. nóvember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: • Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 10. nóv. kl. 11:00 • Framsókn og frjálsir í Stúkuhúsinu, mánudaginn 12. nóv. kl. 20:00 • Sjálfstæðisflokkurinn að Kirkjubraut 8, laugardaginn 10. nóvember kl. 10:30 Kór Lindakirkju Tónleikar í Stykkishólmskirkju Laugardaginn 10.nóvember Klukkan 17:00  Aðgangur ókeypis undir stjórn Óskars Einarssonar Tónleikar í Borgarneskirkju Sunnudaginn 11.nóvember       Klukkan 15:00  GOSPEL & GLEÐI Borgarland ehf. hefur til leigu nokkur skrifstofurými á Hvanneyri Sameiginleg kaffistofa og fundarstofa er í húsinu fyrir þá sem þar starfa Hagstæð langtímaleiga, fyrir stærri sem smærri rými Nánari upplýsingar veitir Guðsteinn Einarsson í síma 430-5502 eða gudsteinn@kb.is Sú breyting hefur orðið á rekstri Hótels Hafnarfjalls í Hafnarskógi að Steinþór Árnason veitingamaður hefur tekið rekstur hótelsins á leigu. Farfuglaheimilið í Borgarnesi keypti staðinn árið 2013, ásamt tíu hektara lands. „Við byrjuðum á því að laga húsnæðið hérna smám saman, sam- hliða því að við fengum svæðið deili- skipulagt og byggðum fimm smáhýsi af ellefu sem deiliskipulögð hafa ver- ið hér í landi Hafnar 3. Smáhýsin í bland við hefðbundin standard her- bergi, ásamt uppgangi í ferðaþjón- ustu, skilaði okkur allt annarri flóru í gistingu en áður var, jafnframt sem tveimur svítum var bætt við á hót- elinu. En veitingamanninn vantaði, hann fundum við ekki fyrr en 2018,“ segir Gylfi Árnason og lítur á Stein- þór. „Áður höfðum við aðeins boð- ið upp á veitingar fyrir hópa,“ bætir hann við. Steinþór er menntaður bakari og konditor frá Danmörku og með meistaragráðu í hótelstjórnun. Und- anfarinn áratug hefur hann rek- ið kaffihús, veitingastaði og hót- el bæði hérlendis og erlendis. Um þessar mundir rekur hann Lesbók- ina á Akranesi og veitingaþjónustu að Hlöðum í Hvalfirði. Nú hefur hann bætt rekstri Hótels Hafnar- fjall við sig og ætlar að opna veit- ingastað hótelsins með viðhöfn eftir áramót. „14. febrúar, á Valentínus- ardaginn, munum við opna hér sem „a la carte“ staður,“ segir Steinþór. „Það verður svona diner-stemning að amerískri hótel/mótel fyrirmynd, það er að segja hamborgarar og sjeik, kjúklingavængir, fish & chips, rif og fleira borið fram með laukhringjum og frönskum kartöflum. Hunt‘s tóm- atsósuflöskur úr gleri verða á borð- unum og rauðköflóttir dúkar, það er stemningin sem við erum að leit- ast eftir,“ segir hann. „Í bland við það ætlum við að hafa mikið úrval af grænmetis- og veganréttum á mat- seðli,“ bætir hann við. Staðsetningin góð Herbergi á Hótel Hafnarfjalli eru 17 talsins auk smáhýsanna fimm. Stein- þór segir að smáhýsin muni fá nýtt hlutverk eftir opnun veitingastaðar- ins. „Ég mun leggja áherslu á að veit- ingastaðurinn nái til allra gesta. Smá- hýsin verða þá hugsuð sem lúxusgist- ing með frábæru útsýni og góðum af- slætti af matseðli veitingastaðarins,“ segir hann. „Þangað til verður áfram opið í gistingu og mat fyrir hópa. Fyrirtæki, starfsmanna- og vinahóp- ar geta komið í vín- eða bjórkynn- ingu, fengið heildarpakka með mat, skemmtun og gistingu. Hótel Hafn- arfjall er mjög vel staðsett hvað slíkt varðar, í þessum margumtalaða 100 km radíus frá höfuðborginni, en einnig eru sóknarfæri í því hve stutt er héðan í önnur ferðaþjónustufyrir- tæki sem eru að gera mjög flotta hluti í hvers kyns afþreyingu,“ segir Stein- þór. „Staðurinn er líka mjög falleg- ur. Hann lætur ekki mikið yfir sér frá veginum en um leið og maður kemur hingað, 200 metra niður eftir, þá tek- ur á móti manni einstakt útsýni yfir Borgarfjörðinn. Hér hefur einnig reynst ákaflega gott að skoða norð- urljósin í gegnum tíðina og síðsum- ars blasir Snæfellsjökull við út um gluggann, oftast baðaður kvöldsól- inni,“ segir Gylfi. „Verulegt átak er í undirbúningi hvað varðar heita potta og sánaklefa í tengslum við hótelið. Við trúum því að það geti verið lyk- illinn að norðurljósamarkaðssetn- ingu í framtíðinni,“ bæta þeir við. Þarf ekki að breyta því sem er gott Að sögn Gylfa hefur reksturinn geng- ið vel undanfarin ár. Aðkoma Stein- þórs sé til þess fallin að stíga næsta skref með fyrirtækið. „Nýtingin hef- ur verið góð, var til að mynda 66% á síðasta ári,“ segir Gylfi. „Sem er ágætur árangur. Það er talað um það í þessum geira að menn megi klappa sér duglega á bakið ef nýtingin fer yfir 50%,“ segir Steinþór og bætir því við að gott starf hafi verið unn- ið á hótelinu undanfarin ár. „Hót- el Hafnarfjall er þekkt fyrir stand- ard herbergin, frábæran morgun- mat í úrvali og gott viðmót starfs- fólks með áherslu á vandaða upp- lýsingagjöf til ferðafólks. Ætlun- in er að byggja á þessu til framtíð- ar, bjóða jafnvel upp á heildarpakka fyrir fólk með ferðum og afþreyingu í samstarfi við önnur fyrirtæki en gistingu og mat hér í fallegu og afs- löppuðu „country style“ umhverfi,“ segir Steinþór. „Við höfum reynt að byggja upp starfsemina undanfar- in ár með það fyrir augum að koma Hótel Hafnarfjalli á þann stað sem það er á í dag, það er að segja að vera góður áningarstaður. Við teljum að það hafi tekist,“ segir Gylfi og veit- ingamaðurinn tekur undir það. „Það þarf ekki að breyta því sem er gott, aðeins finna út hverju má bæta við og hvað má gera betur,“ segir Stein- þór að endingu. kgk Steinþór Árnason tekur við rekstri Hótels Hafnarfjalls Opnar veitingastaðinn á Valentínusardaginn Steinþór Árnason og Gylfi Árnason. Hótel Hafnarfjall skammt fyrir neðan þjóðveginn með fjallið í baksýn. „Síðsumars blasir Snæfellsjökull við út um gluggann, oftast baðaður kvöldsólinni.“ Fimm smáhýsi tilheyra hótelinu. Þau verða hugsuð sem lúxusgisting. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.