Skessuhorn


Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 25 „Ég staðset söguna ekki á ákveð- ið landsvæði. Hún gæti gerst hvar sem er þar sem svona hraunbreið- ur er að finna,“ segir Lilja Magn- úsdóttir frá Hraunsnefi sem ný- verið gaf út sína fyrstu skáldsögu. „Sagan sprettur í raun upp úr því að ég var einu sinni vitni að því að fólk var búið að koma sér í mikið klandur, búið að ljúga sig áfram og alltaf bættist á lygina og vandræð- in. Það er átakanlegt þegar fólk er búið að ljúga sig út í horn og það er erfitt að fara til baka.“ Bókin Svikarinn er byggð á smá- sögu frá árinu 2008 sem Lilja hlaut glæpasagnaverðlaunin Gaddakylf- una fyrir. Í smásögunni fer ung kona með ástmanni sínum út í ónefnt hraun á Íslandi. Ástmaður- inn bregður sér frá og skilur ungu konuna eftir í hrauninu. „Sú saga heitir líka Svikarinn og bókin hefst á sögunni,“ segir Lilja. Spann þráðinn áfram Í byrjun er sögusvið bókar- innar hraunbreiðan, þar sem unga konan vaknar ein og yfirgefin. „Ég var alltaf að velta því fyrir mér hvað varð um hana og hinar persón- urnar í smásögunni og fólk spurði mig út í afdrif pers- ónanna,“ segir Lilja sem skrifaði bókina á löngum tíma, samhliða öðru. Í gönguferðum og dagsins önn hafi hún ekki get- að setið á sér að spinna þráðinn áfram og skapa fleiri persónur, fullmóta aðrar og tvinna saman örlög þessa fólks. Ættuð af Mýrunum Lilja Magnúsdóttir er alin upp á Hraunsnefi í Norðurárdal en rekur ættir sínar vestur á Mýrar og í Hnappadalssýsluna. Hún hef- ur sterka tengingu við Borgarfjörð- inn, á þar marga vini og ættingja en býr sjálf á Kirkjubæjarklaustri. „Ég kynntist manni héðan og við búum ýmist hér eða í Kópavogi,“ segir Lilja sem er menntaður ís- lenskufræðingur og ritstjóri. Hún var íslenskukennari við grunn- skólann á Kirkjubæjarklaustri og við Menntaskólann í Kópavogi en kennir nú erlendum íbúum í Skaft- árhreppi íslensku og ritstýrir vefn- um eldsveitir.is sem er safn sagna úr sveitunum fyrir austan. Lilja verður í Pennanum Ey- mundsson á Akranesi laugardag- inn 10. nóvember milli klukkan 12 og 14 og kynnir bók sína. klj Hið árlega Skammhlaup Fjöl- brautaskóla Vesturlands var síð- astliðinn fimmtudag. Þennan dag er hefðbundin kennsla felld niður og nemendum skipti upp í sjö lið sem keppa svo sín á milli í ýmsum greinum. Dagurinn hófst á skrúð- göngu í lögreglufylgd frá skólan- um niður í íþróttahúsið við Vestur- götu. Þar kepptu nemendur í ýms- um greinum svo sem stígvélasparki, kaðlaklifri, blöðrublæstri, limbói og fleiru. Að því loknu var hvert lið með langhlaupara sem hljóp hring um bæinn á meðan aðrir nemend- ur komu sér upp í skóla. Að loknu langhlaupi voru þreyttar ýmsar þrautir í skólanum áður en nem- endur fengu pásu fyrir kvöldið en þá var haldið ball. arg Skemmtun á Skammhlaupi í FVA Mikil tilþrif voru í stígvélasparkinu. Limbóið krafðist einbeitingar. Lygi kallar á aðra lygi Um bókina Svikarann eftir Lilju Magnúsdóttur Lilja gaf út bókina Svikarinn fyrr í vetur. Hún rekur ættir sínar vestur á Mýrar og í Hnappadalssýsluna. Lilja verður í Pennanum Eymundsson á Akranesi laugardaginn 10. nóvember. Vikuna 12.-18. nóvember næstkom- andi helgar Snorrastofa norræn- um bókmenntum og Degi íslenskr- ar tungu. Það er samband norrænu félaganna, sem hvetur til vikunn- ar, nú í 22. sinn. Þar er leitast við að efla lestrargleði og breiða út nor- rænar bókmenntir. Við upphaf vik- unnar verður í Snorrastofu morg- unstund með yngstu nemendum á Kleppjárnsreykjum, sem koma í heimsókn í bókhlöðuna mánudag- inn 12. nóvember og fá þar að heyra söguna Dagbók ofurhetju eftir Elias og Agnes Våhlund. Það er Ingibjörg Kristleifsdóttir leikskólakennari, sem les fyrir börnin. Á eftir munu börnin eiga næðisstund í bókhlöð- unni og veitir Hönnubúð í Reyk- holti þeim svaladrykk. Þriðjudaginn 13. nóvember kl. 20:30 flytur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur fyrirlesturinn „Lestur af pappír og skjá“, sömu- leiðis í bókhlöðunni. Þar verður farið yfir nýjar rannsóknarniður- stöður, bæði innlendar og erlend- ar um samanburð lesmiðla og áhrif snjalltækja á lestur og einbeitingu. Niðurstöðurnar hafa vakið athygli og gefa skemmtilega innsýn í yfir- standandi þróun. Boðið verður að venju til umræðna og kaffiveit- inga. Í Prjóna-bóka-kaffinu fimmtu- dagskvöldið 15. nóvember les Sig- urður Halldórsson á Gullbera- stöðum úr bók Einars Más Guð- mundssonar, Íslenskir kóngar. Um fyrirlesarann dr. Hauk Arn- þórsson má geta þess, að hann á aldarfjórðungs feril í upplýsinga- tæknigeiranum og rannsakar ekki síst samfélagsleg áhrif upplýsinga- tækni. Hann hefur verið virkur í rannsóknarstarfi á vegum ESB og er nú nýkominn af viðamikilli ráð- stefnu á vegum E-read verkefnis- ins, sem einmitt fjallaði um lestur og snjalltæki. Snorrastofa hvetur fólk til að njóta góðrar og gefandi samveru í komandi bókmenntaviku, þar sem leitast er við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir, auk þess að fjalla um títt nefnda stöðu lesturs á tímum snjallvæð- ingar. -fréttatilkynning Norræn bókmenntavika og Dagur íslenskrar tungu í Snorrastofu Haukur, Sigurður og Ingibjörg. „Gleðisveitin Plús er án vafa þekkt- asta óþekkta hljómsveitin á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Plús. „Sveitin hefur verið á samfelldum Evróputúr síðustu ár og komið víða fram, sér- staklega í nyrstu byggðum álfunn- ar. Sveitin hefur verið við upptök- ur undanfarið og þó svo að gleðin og fjörið sé ávallt í fyrirrúmi þeg- ar sveitin kemur fram þá má ekki gleyma fegurðinni sem fólgin er í tónlistinni. Af þeim sökum brá sveitin sér í hljóðverið Gott hljóð í Borgarnesi og tók upp nokkur lög af þeim toga, meðal annars eina helstu perlu norrænna vísnatónmennta, lagið Tusind stykker eftir Anne Lin- net sem í þýðingu Ásgeirs Rúnars Helgasonar nefnist Þúsund bitar. Á næstunni mun sveitin gefa út nokk- ur lög af þessum toga.“ Gleðisveitina Plús skipa: Árni Guðmundsson bassi, Markús H Guðmundsson gítar og raddir, Trausti Jónsson trommur og söng- ur og Indriði Jósafatsson hljómborð og raddir. Upptökustjórn og hljóð- blöndun var í höndum Sigurþórs Kristjánssonar sem jafnframt sá um allt slagverk í þessu lagi. mm Þekktasta óþekkta hljómsveit landsins Síðastliðinn mánudag snjóaði víða á Vesturlandi og varð um tíma nokkuð jólalegt um að litast. Hlyn- urinn á meðfylgjandi mynd varð býsna fallegur þegar nýfallin mjöll- in sat á greinum hans. Hlynur þessi má vera montinn, því nýverið var hann valinn tré ársins á Akranesi þegar umhverfis- og skipulags- nefnd bæjarfélagsins veitti hon- um sérstaka viðurkenningu. Tréð stendur á mótum Kirkjubrautar og Stekkjarholts í garðinum við Kirkjubraut 58. mm/ Ljósm. ki Tré ársins á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.