Skessuhorn


Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 201826 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 82 lausnir við krossgátunni í blaði síðustu viku. Lausnin var: „Bókaormur“. Vinningshafi að þessu sinni Ína Sif Stefánsdóttir, Vesturgötu 40, 300 Akranesi. Ferskur Hæð Fyrr Gljái Hólmi Skjól Óhóf Hvinur Þófi Reykur Veisla Fjar- stæða Öðu- skel Auðið Fjöldi Stólpi Beita Kyn Röst Væl Sýl Talan Tónn Ótt 3 Góð Óttast Tuð Fengur Vafst- ur Málm- þynna Beð Átt Deigt Nudd Hnífar Möndull Fum Starf Titill 505 Upphr. Rými Suddi Kveið 6 Dátt Sósa Þörf Vægð Samþ. Par Reið Tölur 1 Svalir Á fæti Þróun Árás Dreif Til Gort Þefa Stór Gjálfur Kvað Grjót Spyr Röð Spurn Athygli Samhlj. Röð Karl Sögn Egndi Mak- indi 2 Gelt Keyrðu Svara Logn- alda Suddi Ras Ekki Órækt Eyða Tímabil Lag Eink. Stafir Hress Fengur Afa 4 Ofn Gætin Alltaf 51 Sprikla Taut Mjög 1005 Flan Listi Vafi Amboð Tvíhlj. Tímabil ( Mán.) Skóflu For 7 Þófi Frétt Iðn.m. Öslaði Valdi Áflog Sjó 5 Vein Stig Læti Hlaup Pípa 1 2 3 4 5 6 7 B E L T I S S T A Ð U R F A Ó R A R N E T O F M Ó A R K R Ó I N M E G I N B O R Ð Ö R M A U F Ú S A B O R Ð E Ð Ó M N R L Ó U N N I R R A L L M Á T P A T A R I T E A Á B Ó A R S K A R N B Ö G G L Ó F S P R U N D E V O T T U R P R A N G I S T A F A R Ú R E F I L Æ T Ú R K L O K S Ú R Ð Á T F Ó L K F O R S V A K K U R H A D O K L I V A R K Á R F O R N A N Á E F E Ð A A N D A R B A T R I M I D U G A I K U A K R A R Á M F L Ó A R S N A T T A S T U L D U R B Ó K A O R M U RL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Samfélagið tekur sífelld- um breytingum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Stundum reynum við eitthvað að streit- ast á móti en oftast með litlum árangri. Krist- ján Stefánsson frá Gilhaga leit einhvern tím- ann til baka og íhugaði breytingarnar: Í rollur var ríkust mín þráin. Mér reynist sú hvöt nú dáin. Ég fæddist í sveit og í fyrstu ég leit kýrrassa eins og Káinn. Nú forsendum fylgi ég gefnum og fagna því nýjum stefnum. Við tölvuna sit með flókin forrrit og þvælist á veraldarvefnum. Jón Friðriksson frá Hömrum í Reykjadal orti svo áttræður og ávarpaði þann með ljáinn sem við hittum öll að síðustu: Ég er að bíða, bíða eftir þér, bölvaður karlinn með stóra, skörðótta ljáinn. en það skaltu vita og það skal sannast á mér að þú þarft að brýna á elstu og seigustu stráin. Næst þegar Jón á Hömrum átti afmæli, færði Jónas bróðir hans honum gráa meri á flösku (White Horse whiskey) og þessa vísu: Þegar hann kemur og hvesstur er ljárinn, karlinn, sem alla hitta skal. Seztu þá upp á hvíta klárinn. Á kostum ríddu í Herrans sal! Þar verða allar götur greiðar glansandi sólskin og engin nauð. Taktu þá lagið með tvennt til reiðar, og teymdu barasta Gamla Rauð. Jón Friðriksson var lengi virkur félagi í Karla- kór Reykdæla og kastaði fram þessari stöku ein- hvern tímann á æfingu: Mitt er bráðum komið kvöld, kokið nærri sprungið. Hef ég nú í hálfa öld hrjúfan bassa sungið. Margt var á tímabili ort um atómljóðin og óþarft að tíunda þar hvern snefil en Karl Sig- tryggsson á Húsavík kvað um það ljóðform: Fölna óðum andans svið, er þar gróður liðinn, ef að þjóðin unir við atómljóða kliðinn. Rósberg G Snædal var einn snillingur hring- hendunnar og kvað um einhverja gæðastúlku sem hugsanlega hefur „veitt aukaaðild að ást sinni án giftingarskyldu:“ Ástir bauð og ekkert kák, allt var nauðaskafið. Margan dauðadrukkinn strák dró í Rauðahafið. Og önnur eftir Rósa: Falla lauf á foldu hljótt, flögra daufir hrafnar, eg er að paufast einn um nótt inn til Raufarhafnar. Nú er mér ekki kunnugt um sjómennskuferil Rósbergs eða hvort hann var í þessari Raufar- hafnarför á fljótandi fjöl eða hjólatík. Líklega hefur hann þó ekki verið á togaranum Júlíusi Havsteen ÞH-1 frá Húsavík sem var smíðað- ur í skipasmíðastöð Þ&E á Akranesi löngu síð- ar og undirritaður starfaði við örfáa mánuði af æsku minni. Svo langt man ég þó að Hallgrímur Magnússon sendi mig með bilaðan slípirokk út á rafmagnsverkstæði til Valgeirs Runólfssonar rokksa til heilsubótar og fór framá að það fylgdi honum vísa til baka. Að aflokinni viðgerð var ég aftur sendur eftir rokknum sem hafði verið með bilaðan rofa og fylgdi þá miði: Hallgrímur: Eðalstál ég í það setti, afskaplega kjaftinn gretti og hnoðaði allt með hamri fast. Þínum vona ég þrautum létti þú mátt koma á harðaspretti ef eitthvað skyldi aflagast. Júlíus Havsteen var frekar bilanagjarn sín fyrstu ár og sérstaklega minnir mig að vökva- kerfið hafi verið gjarnt á leiðindi. Um þetta leyti kom út bókin Þingeyskt loft eftir Jón Bjarnason frá Garðsvík. Eitt sinn er Júlíus lá við bryggju á Akranesi sér til heilsubótar sagði Valgeir: Þó að verkin virðist oft vera gerð með prýði þolir hún ekki þingeyskt loft þessi skipasmíði. Það eru nú orðin æðimörg ár sem hafa verið samfelldar þrengingar í landbúnaðinum. Í hæsta lagi örlítið misslæmar. Á sama hátt hefur ýmis- legt verið gert til aðstoðar bændum en auðvitað eru aldrei allir sammála um þær aðgerðir frek- ar en önnur (stjórnmála)mannanna verk. Eftir einhverja fundaherferð fyrir þónokkrum árum tók Stefán Jóhannesson saman ræðu sem hann taldi að einn af forystumönnum landbúnaðarins hefði gleymt að flytja: Jafnlaunastefnan hjá okkur hún er flott og hún á að framkvæmast þannig skal ég þér segja. Við hyglum þeim sem hafa það nokkuð gott en hinir sem eiga lítið verða að deyja. Eftir að hafa hlustað á þrjá þingeyska framá- menn landbúnaðarins flytja mál sitt varð þessi til hjá Stefáni: Þingeyingar ærið oft í sér láta heyra. Það er alltaf í þeim loft - en ósköp lítið meira. Svo bændum sem öðrum gengur hálfilla að lifa á loftinu einmata og gott að hugsa eitthvað um tölur og hagfræði svona meðfram. Ég veit að ég á að vita hver orti þessa en bara man það ekki. Það verður bara svo að vera: Alltaf hjá mér ástin vex ef ég fer að hátta. Þrisvar sinnum þrjátíuogsex -það eru hundrað og átta. Það er hinsvegar víst að Pétur Stefánsson er höfundur að þessari: Ég er bæði skarpur, skýr og skálda vísur ekki seinn, eins er víst að þrisvar þrír það eru tíu, mínus einn. Birgir Hartmannsson orti þessa að morgni dags um það leyti sem var að rofa til í minn- ingasúpunni: Í morgun ég vaknaði myglugrálegur í framan. Ég man að við vorum að drekka og skemmt´okk- ur saman. Það var óhamin gleði, ég veit ekkert hvað skeði. Óhnéti held ég það hafi nú samt verið gaman. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Það var óhamin gleði - ég veit ekkert hvað skeði!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.