Skessuhorn


Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 13 Norræn bókmenntavika – Dagur íslenskrar tungu Snorrastofa í Reykholti 12.–18. nóvember 2018 12. nóvember, mánudagur kl. 10 Morgunstund með börnum í bókhlöðunni Ingibjörg Kristleifsdóttir les fyrir yngstu nemendur á Kleppjárnsreykjum, sem koma í heimsókn 13. nóvember, þriðjudagur kl. 20:30 Fyrirlestrar í héraði Lestur af pappír og skjá Haukur Arnþórsson stjórnsýslufr. flytur Í fyrirlestrinum er farið yfir nýjar rannsóknarniðurstöður, bæði innlendar og erlendar um samanburð lesmiðla og áhrif snjalltækja á lestur og einbeitingu. Niðurstöðurnar hafa vakið athygli og gefa skemmtilega innsýn í yfirstandandi þróun. Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 15. nóvember, fimmtudagur kl. 20 Rökkurstund með fullorðnum í Prjóna-bóka-kaffi Sigurður Halldórsson les úr bókinni Íslenskir kóngar eftir Einar Má Guðmundsson Norræn bókmenntavika er verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrannalöndum. Haukur Arnþórsson Sigurður HalldórssonIngibjörg Kristleifsdóttir Sigríður Steinunn Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri atvinnu- mála hjá Akraneskaupstað. „Ég er mjög ánægð með ráðninguna og spennt að vinna t.d. með Sævari Frey bæjarstjóra,“ segir Sigríður Steinunn í samtali við Skessuhorn. Alls bárust tuttugu og sjö umsókn- ir um starfið. Sigríður Steinunn mun hefja störf 1. desember næst- komandi. Hún lauk við meistara- gráðu sína í rekstrarverkfræði í júní 2016 frá Danmarks Tekniske Uni- versitet. Eftir það starfaði hún hjá Uno-x Smøreolie sem verkefnaráð- gjafi og síðan hjá Falck Global Ass- istance, fyrirtæki sem sérhæfir sig í tryggingum. Verkefni hennar þar voru meðal annars bestun alþjóð- legu virðiskeðjunnar og endur- skoðun ferla með áherslu á kostnað og verðlagningu. Nú síðast starfaði Sigríður í tímabundnum verkefn- um fyrir Kaupfélag Skagfirðinga sem fjölluðu um fýsileika fjárfest- ingakosta. Sigríður Steinunn bjó í fjögur ár í Danmörku og er nýlega flutt aftur til Íslands. Sigríður Steinunn getur aðspurð ekki svarað hvaða áherslur verða í nýju starfi verkefnastjóra atvinnu- mála á Akranesi, segir ótímabært að tjá sig um það. „Það verður byrjað á að móta stefnu í atvinnumálum,“ segir hún í samtali við Skessuhorn. klj Verkefnastjóri atvinnumála hjá Akraneskaupstað Sigríður Steinunn Jónsdóttir er nýráðinn verkefnastjóri atvinnumála hjá Akranes- kaupstað og hefur störf 1. desember. Ljósm. akranes.is Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti nýverið stefnu í íþrótta- og tómstundamálum fyrir árin 2018-2025. Þar má finna fram- tíðarsýn, helstu markmið og áherslur í málaflokknum. „Skýr stefna tryggir að allir sem starfa að íþrótta- og tómstundamál- um stefni í sömu átt með það að markmiði að efla íþrótta- og tóm- stundastarf í sveitarfélaginu. Fjöl- breytt val í íþrótta- og tómstunda- starfi er mikilvægt hverju sam- félagi. Borgarbyggð hefur gegn- um árin stutt við uppbyggingu íþrótta- og tómstundaaðstöðu í sveitarfélaginu auk aðstöðu til ýmiss konar útivistar. Þá á sveitar- félagið á og rekur þrjú íþróttahús og fjórar sundlaugar. Gott sam- starf er við Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) sem tók virkan þátt í mótun stefnunnar,“ segir í tilkynningu. Íþrótta- og tómstundastefn- an var unnin á grunni tillagna og athugasemda sem komu fram á opnum íbúafundi um íþrótta- og tómstundamál sem stýrihópurinn stóð fyrir vorið 2018 og í samtöl- um við ýmsa hagsmunaaðila, m.a. nemendur í grunnskólum Borgar- byggðar. Hægt er að lesa stefnuna á upplýsingasíðu Borgarbyggðar. mm/ Ljósm. úr safni Skessuhorns. Samþykktu stefnu í íþrótta- og tómstundamálum Kennsluaðferðir FSN eru verkefnamiðaðar og námsmatið leiðsagnarmat. Fjarnemendum stendur til boða að mæta í tíma með dagskólanemendum í Grundarfirði eða á Patreksfirði. Kennarar aðstoða nemendur m.a. á Skype og í tölvupósti. Nemendum yngri en 18 ára stendur ekki til boða að gerast fjarnemendur við FSN. Allar frekari upplýsingar fást hjá námsráðgjafa agnes@fsn.is og aðstoðarskólameistara solrun@fsn.is og í síma 4308400. Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga Dagskóli Innritun fyrir nám í dagskóla á vorönn 2019 fer fram rafrænt á menntagatt.is eða á skrifstofu skólans dagana 1.-30. nóvember. Fjarnám Opið er fyrir umsóknir í fjarnám dagana 7.-30. nóvember. Námsbrautir í boði Stúdentsbrautir: Félags- og hugvísindabraut• Náttúru- og raunvísindabraut• Opin braut til stúdentsprófs• Framhaldsskólabrautir Framhaldsskólabraut 1• Framhaldsskólabraut 2• Starfsbraut Innritun á vorönn 2019 SK ES SU H O R N 2 01 8 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.