Skessuhorn


Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 201824 og við vorum bæði alveg heilluð,“ segir Heiðrún. „Á þessum tíma vorum við líka nýlega búin að fara á uppeldisnámskeið sem snýst um að ala börnin sín upp í leik og mæta þeim á jafningjagrundvelli. Þar átt- uðum við okkur á að þessi mikli hraði í daglegu lífi var ekki góður fyrir okkur sem foreldra, eða börn- in okkar.“ Við tók tímabil þar sem Heiðrún og Michael skoðuðu líf sitt vand- lega og úr varð að þau settu húsið sitt á sölu. „Húsið seldist um leið og við sögðum í kjölfarið upp störf- unum okkar, sem var mjög erfitt því við elskuðum bæði það sem við vor- um að gera. Við losuðum okkur við stóran hluta af innbúinu okkar og tókum upp þennan nýja lífsstíl, að hægja á okkur,“ segir Heiðrún. En hvað felst í hægum lífsstíl? „Hug- myndin er fyrst og fremst að hætta þessu endalausa kapphlaupi. Að leggja ekki alla áherslu á vinnuna sína og geta svo aldrei notið lífsins. Þetta snýst líka um að vera ekki að safna að sér hlutum sem við þurfum ekki. Um leið og maður losar sig við stóran hluta af dótinu sínu, sér mað- ur að hvað maður þarf í raun lítið. Ef við eigum minna eyðum við líka minna og þurfum því ekki að vinna jafn mikið. Það er líka minna sem þarf að ganga frá, taka til og þrífa og þar af leiðandi meiri tími til að njóta. Hver þarf að eiga troðfulla fataskápa af fötum eða fullt eldhús af allskonar áhöldum? Þetta eykur bara álagið á manni í daglega lífinu auk þess sem þessi mikla neysla er slæm fyrir umhverfið okkar,“ segir Heiðrún og brosir. Tóku við gistiheimilinu Kría Guesthouse Aðspurð hvernig það hafi verið að segja skilið við Kaupmannahöfn og flytja aftur heim segir Heiðrún það hafa verið erfitt en líka gott. „Ef ég hefði verið spurð að því hálfu ári áður en við tókum þessa ákvörð- un hvort við værum á leiðinni að flytja hefði ég bara hlegið og svar- að því neitandi. Þegar hraðinn er svona mikill, er ekki einu sinni tími til þess að staldra við og meta stöð- una. En á þessum tímapunkti fund- um við bara að við þurftum að stíga aðeins úr hamstrahjólinu og ná átt- um og sjá hvað það er sem við vilj- um í raun og veru. Um leið og við vorum komin hingað fundum við hvernig það hægðist strax á öllu og þá var ég líka viss um að ákvörðun- in hafi verið rétt. Það er ekki auð- velt að rífa heila fjölskyldu upp með rótum og flytja í annað land án þess að vita almennilega hvað tekur við,“ segir hún. Við heimkomu tóku þau Heiðrún og Michael við rekstri gistiheimilisins Kría Guesthouse sem foreldrar Heiðrúnar opnuðu sumarið 2012. „Fyrir utan að við ætluðum að taka við gistiheimilinu vissum við ekkert hvað við ætluð- um að gera.“ Heiðrún fékk fljótlega vinnu hjá Borgarneskirkju þar sem hún er kirkjuvörður og meðhjálp- ari auk þess sem hún sér um sunnu- dagaskólann og fermingafræðslu, en hún er með BA gráðu í guðfræði og MA gráðu í trúarlífsfélagfræði. „Eftir að hafa unnið undir miklu álagi og umvafin fólki í áratug er stundum skrýtið að vera komin í starf sem að miklu leiti felst í því að kveikja á kertum, setja blóm í vasa og þrífa,“ segir hún kímin. Michael vann fyrst um sinn á gistiheimilinu en í byrjun mánaðarins tók hann til starfa á bifvélaverkstæðinu Bílabæ í Borgarnesi. „Það var líka mikil breyting fyrir hann að fara úr hrað- anum í sinni vinnu yfir í að þrífa og búa um rúm og nú að gera við bíla,“ segir Heiðrún „En við finn- um að þessi nýju lífsstíll gerir okk- ur og börnunum okkar gott.“ bæt- ir hún við. Borgarnes borðar saman Heiðrún hefur í samstarfi við Rauða krossinn í Borgarfirði farið af stað með nýtt verkefni sem hún kall- ar „Borgarnes borðar saman“. Íbú- ar í Borgarnesi geti þá komið sam- an í Félagsbæ og borðað kvöldmat saman. „Í Kaupmannahöfn er mjög algengt að götur eða hverfi komi saman til að borða þó það sé ekkert sérstakt tilefni. Hér á Íslandi er fólk oft fast í því að það þurfi sérstakt tilefni til að hittast og mig langar að reyna að breyta því. Hugmyndin er að fá gestakokka til að taka að sér að elda. Það þarf ekki að vera mennt- aður kokkur heldur bara fólk sem kann að elda venjulegan heimilis- mat og svo komi fólk saman til að borða. Að mat loknum hjálpast fólk að við fráganginn áður en farið er heim um klukkan hálf átta. Þetta er engin veisla og ekkert tilstand, bara tækifæri til þess að setjast niður og spjalla saman. Við sjáum alls stað- ar, fólk standa og spjalla. Í búðinni, á bílastæðinu, eða á leið út í bíl. Samtalið endar svo gjarnan á: „Við þurfum endilega að fara að hittast!“ Mig langar einfaldlega til þess að skapa tækifæri fyrir fólk til að hitt- ast,“ útskýrir Heiðrún og bætir því við að þetta sé ætlað íbúum á öllum aldri. „Þú átt ekki að þurfa að finna pössun fyrir börnin heldur er ætl- unin að börnin komi með. Þú mátt koma með stórfjölskylduna eða koma einn, það eru allir velkomn- ir. Þetta er tilvalin vettvangur fyrir fólk að kynnast öðrum Borgnesing- um betur. Það er upplagt að bjóða nágrönnum þínum með, sem þú ert alltaf á leiðinni að bjóða í kaffi, eða vinnufélaga þínum sem þig langar að hitta utan vinnutíma en virðist aldrei hafa tíma til,“ segir Heiðrún. Fyrirhugað er að fyrsta máltíðin verði síðar í mánuðinum og mán- aðarlega eftir það. Áhugasamir geta haft samband við Heiðrúnu fyrir frekari upplýsingar. arg Á fimmtudag og föstudag í síð- ustu viku var Gunnar Ben, að- júnkt við Listaháskóla Íslands og hljómborðsleikari í hljómsveit- inni Skálmöld, með spunanám- skeið fyrir nemendur í Tónlist- arskólanum á Akranesi. Gunn- ar kenndi börnunum tónlistar- sköpun í gegnum leik og gleði. Blaðamaður Skessuhorns leit við á fimmtudeginum þar sem Gunn- ar var að kenna nemendum í 6. og 7. bekk hvernig þau gætu búið til sinn eigin takt. arg Gunnar Ben hélt námskeið Blaðamaður Skessuhorns fékk hlýj- ar móttökur í heimsókn hjá Heið- rúnu Bjarnadóttur Back í Borgar- nesi á föstudagsmorgun. Síðastlið- ið sumar flutti Heiðrún í Borgar- nes frá Kaupmannahöfn ásamt eig- inmanni sínum, Michael Back og tveimur börnum þeirra, Heklu Isa- bel sem er fimm ára og Erni Elíasi sem er á þriðja aldursári. Heiðrún er fædd og uppalin í Borgarnesi, dóttir hjónanna Margrétar Grét- arsdóttur og Bjarna Guðjónssonar. Hún flutti frá Borgarnesi til Akur- eyrar þegar hún hóf nám í mennta- skólanum þar. Síðan fór hún til Guatemala, bjó um tíma í Englandi og flutti loks til Danmerkur þar sem hún bjó síðustu ellefu ár, með viðkomu í Kína. Michael og Heið- rún voru búin að koma sér vel fyrir í Kaupmannahöfn, höfðu byggt sér fallegt hús í friðsælu hverfi og fjöl- skyldan öll þreifst vel í leik og starfi þegar Heiðrún rakst á bók sem átti eftir að breyta öllu. Voru ekki að njóta lífs- ins eins og þau vildu Í Danmörku vann Heiðrún með ungum flóttamönnum og innflytj- endum. „Við gripum þessa krakka þegar þeir fengu landvistarleyfi og hjálpuðum þeim að komast inn í samfélagið. Við kenndum þeim í raun allt grunnskólanámsefnið samhliða því að þeir lærðu dönsku, sem gaf þeim færi á að ljúka sam- ræmdum prófum jafnfætis dönsk- um ungmennum. Þetta var rosalega gefandi starf en líka mjög krefjandi, bæði fyrir okkur og þá. Undanfar- in ár þróaði ég svo verkefni sem hjálpaði innflytjendakonum að fá fasta vinnu í gegnum tungumála- og verknám,“ segir Heiðrún. „Þeg- ar ég kom heim í lok dags átti ég oft lítið eftir til að gefa mínum börn- um,“ bætir hún við. Michael starf- aði sem verkfræðingur hjá stóru fyrirtæki og ferðaðist mikið vegna vinnu sinnar. Það var því verulega farið að þrengja að þeim báðum andlega vegna álags. „Við unnum mikið og svo þegar heim var kom- ið vorum við uppgefin. Hraðinn var svo mikill og maður var alltaf í kapphlaupi. Þessir fáu klukkutímar sem við áttum með börnunum okk- ar á dag virtust oft fara í að annað okkar horfði á barnatímann með þau í fanginu, á meðan hitt sá um praktísku hlutina. Við vorum bæði í vinnu þar sem okkur leið vel, við áttum fallegt heimili, og við lifðum í raun góðu og áhyggjulausu lífi. En við vorum ekki að njóta fjölskyldu- lífsins og barnanna okkar eins og við vildum,“ segir Heiðrún. Hætta kapphlaupinu og njóta lífsins Eitt kvöldið fór Heiðrún að glugga í bókina Langsom Livsstil, sem myndi þýðast á íslensku sem Hæg- ur lífsstíll. Fljótlega eftir að hún byrjaði að lesa bókina fann hún að eitthvað var rangt við þeirra lífsstíl. „Ég bara varð að deila þessu með Michael svo ég bað um að fá að lesa smá upp úr bókinni fyrir hann. Ég las upp úr bókinni kvöld eftir kvöld Sagði skilið við stórborgarlífið og flutti í Borgarnes Rætt við Heiðrúnu Bjarnadóttur sem fékk nóg af hröðum lífsstíl og vildi hægja á Heiðrún Bjarnadóttir Back og Michael Back sögðu skilið við stórborgarlífið í Kaup- mannahöfn og fluttu í Borgarnes. Með þeim á myndinni eru börnin þeirra tvö, Hekla Isabel og Örn Elías. Frá heimili þeirra Heiðrúnar og Michael er einstaklega fallegt útsýni yfir Borgarnes. Heiðrún segir það mikil forréttindi að fá að ala börnin sín upp í svona miklu návígi við náttúruna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.