Skessuhorn


Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 201828 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Ágætu lesendur! Það er brýnna en nokkru sinni að vernda þau störf sem við Skagamenn höfum þó enn innanbæjar. Hvert einasta starf þarf að verja með kjafti og klóm, ekki síst kvennastörfin sem eru alltof fá. Setja þarf kraft í að laða að fyrirtæki smá og stór og reyna að fjölga fjölbreyttum kvennastörfum og hlutastörfum fyrir öryrkja. Ég vil óska nýráðnum verkefnastjóra atvinnumála hjá Akraneskaupstað, Sigríði Steinunni Jónsdóttur, til hamingju með starfið. Mikið verk er að vinna. Beita þarf öllum ráðum og ívilnunum til að halda í störfin og auðvelda fyrirtækjum róðurinn. Bæjaryfirvöld geta á margan hátt beitt sér. Þrýsta þarf á stjórnvöld að bæta umhverfi smærri fyrirtækja t.d. með því að lækka tryggingargjald svo um munar. Það er furðulegt að halda því svo háu í svo litlu atvinnu- leysi sem raun ber vitni. Koma þarf hreint fram með skráningu afla- heimilda en varla sporði er land- að hér af stærsta kvótaeigandanum HB-Granda. Það veldur því að eigi er gerlegt að sækja um byggðakvóta. Það er heiðarlegra að skipin séu af- skráð hér og byrjað verði frá grunni að byggja upp fiskveiðar og útgerð. Ekki síst í ljósi fjórðu iðnbylting- ar og þeim störfum sem hægt er að skapa. Ljósið í myrkrinu er flutning- ur Ísfisks á Akranes. Fyrirtækið er þó ofurselt því að kaupa fisk á mark- aði þar sem duttlungar stórútgerða ráða fiskverði. Brýnt er að styðja fyr- irtækið með ráðum og dáð svo fjölga megi störfum. Varðandi aðstöðumál hafnarinnar má minna á góð og fög- ur fyrirheit Faxaflóahafna um að gera Akraneshöfn að þróttmikilli fiskihöfn. Þar hefur hrapalega mis- tekist. Það vekur upp spurningu hvort Útgerðarfélagi Reykjavíkur standi til boða sömu kjör og boðin voru HB-Granda varðandi aðstöðu og hafnarmannvirki. Er hugsan- legt að laða fyrirtækið til okkar og auka umsvif í fiskvinnslu og tengd- um störfum. Gríðarmikilvægt er að leysa raf- orkumál síldarverksmiðjunnar og koma þar upp rafkatli sem allra, allra fyrst. Verksmiðjan er gullmoli við hrygningarstöðvar loðnunnar. Því eru nýlegar uppsagnir starfsmanna mikil vonbrigði og fyrirhyggjuleysi. Það var dapurlegt að lesa fréttir af fundi sambands sveitarfélaga í haust þar sem var lítið tekið á vanda sem steðjar að sjávarútvegi á Akranesi og Vesturlandi öllu. Smjörklípan um veiðigjald glepur sýn á meðan fyr- irtækin eru „grömsuð“ frá okkur og atvinnan flyst annað. Minna má á að þjóðfélagið var byggt upp án veiðigjalda eða rangláts kvótakerfis í sjávarútvegi. Útgerð er að deyja út á Akranesi og er það miður. Senda þarf skýr skilaboð til stjórnvalda að gölluðu kerfi þurfi að breyta og leggja veiðigjöld af. Frjálsar króka- veiðar er eitthvað sem bæjarstjórn Akraness ætti að beita sér fyrir. Verð- mætin af auðlindinni koma gegnum störfin og veltuna sem áður fyrr. Síðast en ekki síst þarf að vernda iðnaðarhverfi hér innanbæjar. Það gengur ekki að sífellt sé verið að ásælast lóðir sem ætlaðar eru und- ir iðnað, til íbúðabygginga. Sem dæmi má nefna Dalbrautarreit- inn, Ægisbraut og Sementsreitinn. Halda ætti hluta Sementsreits eftir til þess að stækka og bæta höfnina. Svona iðnaðarlóðir kosta milljarða, marga milljarða. Það er nauðsyn- legt að byggðin sé blönduð og fólk geti gengið eða ekið stuttan spöl til vinnu. Það er góð blanda með störf- um á Grundartanga og Reykjavík. Með því svefnbæjar „viðmóti“ sem margir hafa bent á að sé farið að ein- kenna bæinn okkar, er bæjarbragur- inn fátækari. Ekki gengur að hafa öll eggin í sömu körfunni. Menning, þekking og mannlíf tapast. Akranes getur verið framsækið nútíma sjáv- arþorp sem hlúir vel að fjölskyldum, atvinnu og mannlífi. Tökum hönd- um saman og gerum bæinn betri. Stefán Skafti Steinólfsson. Höf. er verkamaður. Verndum og sköpum störf innanbæjar Pennagrein Pennagrein Þann fyrsta desember næstkomandi eru liðin eins og kunnugt er 100 ár frá því Ísland varð fullvalda ríki. Þess stóra viðburðar er minnst á margvíslegan hátt um land allt á af- mælisárinu. Það er vel því á marg- an hátt hafa þau tímamót þegar Ís- land varð loks frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslag- anna þann 1. desember 1918 fallið nokkuð í skuggann fyrir endanlegri stofnun lýðveldisins á Þingvöllum þann 17. júní 1944. Í huga margra var fullveldið árið 1918 miklu stærri áfangi á leiðinni til sjálfstæðis þjóð- arinnar heldur en hin endanlega staðfesting á stofnun lýðveldins. Baráttan fyrir þessum áfanga hafði þá staðið í nær heila öld. Sjálfstæði þjóðar byggir á mörg- um stoðum. Þær eru bæði verald- legar og huglægar. Efnahagslegt sjálfstæði er ein hlið sjálfstæðisins. Að ráða eigin málum, hvort sem um er að ræða innri málefni eða ut- anríkismál er önnur hlið sjálfstæð- isins. Stjórnsýslan byggir á grunni lýðræðislegra kosninga. Það er ekki sjálfgefið. Menning, saga og tungu- mál eru á hinn bóginn huglægar stoðir sem undirstaða fyrir tilveru hverrar sjálfstæðrar þjóðar. Þær eru ekki síður mikilvægar heldur en hinar efnislegu. Menning, saga og tungumál eru á margan hátt límið sem heldur samfélaginu saman sem einni heild. Í Borgarbyggð hefur fullveldis- afmælisins verið minnst á marg- an hátt eins og er von og vísa í því mikla menningarhéraði. Safnahús Borgarfjarðar hefur t.d. staðið fyrir tónleikum sem voru hluti af afmæl- isdagskrá fullveldisins. Nú síðast var opnuð í safnahúsinu sýning um Hvítárbrúna í tilefni af því að 90 ár eru liðin frá því að hún var reist. Bygging brúarinnar varð gríðarlegt framfaraskref í héraðinu og leiddi af sér miklar samfélagsbreytingar. Borgfirðingurinn Helgi Bjarnason hafði safnað saman merkilegu efni í glæsilega og fróðlega sýningu. Laugardaginn 3. nóvember var opnuð í hátíðarsal Snorrastofu í Reykholti sýning um fullveldis- árið. Þar er fullveldisárinu 1918 í Borgarfirði lýst í máli og myndum. Brugðið er upp myndum af bæjum og búendum, mennt og menningu, lífsbaráttu og tómstundum Borg- firðinga. Fræðimaðurinn Óskar Guðmundsson flutti erindi sem bar nafnið „1918 - Borgfirðingurinn í heiminum og heimurinn í honum,“ og listamaðurinn Páll Guðmunds- son á Húsafelli flutti tónlist sína. Í þessu samhengi hvarflar hugur- inn að þeirri miklu og fjölbreyttu menningarstarfsemi sem fer fram ár út og ár inn í Reykholti. Stað- urinn stendur svo sannarlega und- ir nafni sem „Menningarsetur í héraði“. Það má segja að þar hafi verið safnað saman í einn brenni- punkt það lím sem að mínu mati er forsenda fyrir sjálfstæði hverrar þjóðar. Menning, saga og tungu- mál. Þegar horft er á staðinn ut- anfrá er það með ólíkindum hve öflug og fjölbreytileg starfsemi fer fram í Snorrastofu og í Reykholti. Þær bókmenntir sem ritaðar voru í Reykholti á söguöld eru söguarf- urinn. Þær eru bæði ákveðin und- irstaða að menningararfi þjóðar- innar en einnig eru þær síkvik upp- spretta margháttaðra viðburða sem menningarsetrið Snorrastofa hefur staðið fyrir misserum, árum og ára- tugum saman. Þar er söguarfurinn krufinn með hinum dýpstu rökum og umræðum helstu fræðimanna. Þar fer einnig fram marghátt- uð rannsóknastarfsemi sem teng- ist bókmenntarfinum. Í Reykholti eru haldnar hátíðir, fræðaráðstefn- ur, samverustundir íbúa í héraðinu, námskeið og margháttuð önnur menningar- og fræðastarfsemi sem glæðir héraðið lífi og styrkir sam- félagið. Ekki má gleyma tónlist- inni í Reykholti sem er kapítuli út af fyrir sig. Á fáum stöðum á land- inu er tónlistargyðjunni betur í hús komið en í því frábæra tónlistarhúsi sem kirkjan í Reykholti er. Tónlist- arhátíðir, kórar, hljómsveitir, ein- söngvarar og tónlistarfólk af hinum fjölbreytilegasta toga og uppruna leggja leið sína í Reykholt og miðla list sinni til samfélagsins. Nú er það ekki svo að Borgar- byggð sé fjölmennt sveitarfélag. Það er því með miklum ólíkindum hve mikla og fjölbreytta menning- arstarfsemi er að finna í Reykholti, Reykholtskirkju og Snorrastofu, árið um kring, ár eftir ár. Það er erf- itt að finna samjöfnuð þar um hér- lendis, þótt leitað sé til okkar fjöl- mennustu samfélaga. Lifandi áhugi íbúa í héraðinu góður vitnisburður um hvernig til hefur tekist og hve mikils samfélagið metur þá starf- semi sem þar er að finna. Að lokum má ekki gleyma því að Reykholts- kirkja er ein af höfuðkirkjum lands- ins. Hugurinn reikaði til Reykholts í tengslum við afmælisár fullveldis- ins og þá viðburði sem haldnir hafa verið í til að minnast þess og styrkja umræðu um fullveldi þjóðarinnnar. Í Reykholti eiga menningin, sagan og tungumálið, sem eru að mínu mati límið í sjálfstæði þjóðarinnar, gott athvarf sem hefur skilað ótrú- legum menningarverðmætum út í samfélagið. Því verður svo öflug menningarmiðstöð, eins og er að finna í Reykholti, seint ofmetin í hinu stóra samhengi sem er undir- staða að fullveldi og sjálfstæði þjóð- arinnar. Gunnlaugur A Júlíusson, sveitarstjóri. Reykholt í Borgarfirði. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson. Menningarsetur í Reykholti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.