Skessuhorn


Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 11 Fjáröflunartónleikar vegna stofnunar Minningarsjóðs Heimis Klemenzsonar *Minningarsjóður* Heimis Klemenzsonar reikn: 0370-13-906663 kt: 160854-7669 Reykholtskirkju Föstudaginn 16. nóvember kl. 20:30 Húsið opnar kl. 20:00 Miðaverð er 4.000 kr. 1.000 kr. fyrir 16 ára og yngri Allur ágóði tónleikanna rennur í minningarsjóð Heimis Klemenzsonar sem mun styrkja borgfirzka tónlistarmenn til tónlistarnáms Karlakórinn Söngbræður Soffía Björg Emma Eyþórsdóttir Agnes Björgvinsdóttir Heiðmar og Jakob Borgarfjarðardætur Halli Reynis Eyrún og Tinna Viðar og Barbara Ásta Marý Uppsveitin Jónína Erna Síðastliðið vor var stofnuð deild innan Félags kvenna í atvinnulíf- inu á Vesturlandi. Stofn- og kynn- ingarfundur var haldinn í Stykkis- hólmi í apríl og í maí var haldinn fyrsti félagsfundurinn í Landnáms- setrinu í Borgarnesi. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að spenn- andi viðburðir eru framundan hjá konum í atvinnulífi Vesturlands. „Vetrarstarfið er komið á fullt og verður blásið til fyrsta viðburð- ar 10. nóvember næstkomandi á Akranesi. Aðventufundur verður haldinn á Hellissandi og drög að dagskrá ársins 2019 eru í vinnslu. Starfssvæði félagsins nær frá Akra- nesi/Hvalfirði um Borgarbyggð, Snæfellsnes og inn í Dali. Við- burðir verða haldnir á öllu svæð- inu.“ Um 40 konur eru skráðar í FKA Vesturland og fjölgar stöð- ugt. „Við það að ganga í félagið býðst margskonar fræðsla fyr- ir konur í atvinnulífinu en FKA miðlar ýmsum fundum yfir net- ið auk þess sem allar FKA konur, hvar á landinu sem þær eru, eru velkomnar á alla viðburði félagsins og landsdeilda þess. FKA Vestur- land er þannig kjörinn vettvang- ur til að efla tengslanet og kynn- ast konum. Konur á Vesturlandi sem reka fyrirtæki, eru eigendur, leiðtogar eða stjórnendur eru vel- komnar í FKA Vesturland.“ Fyrsti viðburður vetrarins er heimsókn á Akranes laugardag- inn 10. nóvember nk. „Atvinnu- líf blómstrar á Akranesi og þar var nýlega stofnaður félagsskapur- inn Jókur sem konur á Skaganum halda úti. Auk þess að vera félags- konur í Jókum eru margar þeirra einnig félagskonur í FKA Vestur- land. Jókur hafa undirbúið spenn- andi dag á Akranesi fyrir konur í atvinnulífinu. Dagskráin hefst á Akranesi klukkan 14:00 og verð- ur boðið upp á rútuferðir frá Snæ- fellsnesi ef næg þátttaka verður. Nokkrar Jókur munu kynna fyr- irtæki sín og byrjum við á jóla- markaði á tjaldstæðinu á Akranesi, heimsækjum Ritara ehf, þar sem meðal annars verður boðið upp á hugvekju um núvitund. Kíkjum í Antik, gamla muni og allskonar, heimsækjum vinnustofur og að lokum verður kíkt við á Café Kaju sem er kaffihús með lífrænar vörur á Akranesi.“ Skráning fer fram á viðburði á fésbókarsíðu hjá Jókum og FKA Vesturland. Hlökkum til að sjá sem flestar FKA konur og Jókur þar sem við fáum tækifæri til að kynn- ast og deila reynslu af stjórnun og fyrirtækjarekstri,“ segir í tilkynn- ingu. mm Frá Félagi kvenna í atvinnulífinu á Vesturlandi Svipmynd frá heimsókn FKA Vesturland í Landnámssetrið í Borgarnesi sl. vor. S K E S S U H O R N 2 01 8 Kjötiðnaðarmaður! Sláturhús Vesturlands ehf. er að byggja upp starfsemi á sviði slátrunar og kjötvinnslu í Borgarnesi. Fyrirtækið leggur áherslu á sérstöðu, upprunamerktar gæðavörur og þjónustu við bændur sem selja afurðir sínar sjálfir. Okkur vantar öflugan starfsmann með reynslu og þekkingu á sviði kjötvinnslu til að annast þann þátt starfseminnar og þróa og þroska nýja hluti með okkur, bændunum og viðskiptavinum okkar. Umsóknarfrestur til 15. nóvember. Umsóknir óskast sendar á netfangið hjardarholt@vesturland.is eða í pósti á Sláturhús Vesturlands ehf. Brákarbraut 19, 310 Borgarnes. Nánari upplýsingar gefur Þorvaldur í síma 853-6464 www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.