Skessuhorn


Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 27 Pennagrein Sveitarfélagið Borgarbyggð er víð- feðmt, fjölkjarna sveitarfélag þar sem þarf að sameina sjónarmið margra ólíkra hópa þegar kemur að þjónustu við íbúa. Erfitt getur verið að viðhalda sama þjónustu- stigi fyrir alla íbúa en engu að síð- ur er það lágmarks krafa að veita lágmarksþjónustu þegar kemur að samgöngum og fjarskiptum fyrir alla íbúa. Á því hefur verið brota- löm í okkar annars ágæta samfé- lagi. Slík staða er til þess fallin að reyna að vinna í henni til þess að jafna stöðu íbúa en ekki auka enn á mismun milli þeirra. Það hefur hins vegar meirihlutanum í Borg- arbyggð tekist með nýframlögðum snjómokstursreglum fyrir dreifbýli Borgarbyggðar. Í kulda og trekki Segja má að íbúar sveitanna sitji eftir í kulda og trekki þegar kem- ur að hinum nýju reglum. Enn og aftur skal dregið úr þjónustu við íbúa dreifbýlisins. Í hinum nýju reglum meirihlutans á að fækka föstum snjómokstursferðum heim á sveitabæi. Reglan hefur verið sú að mokað hefur verið heim á bæi þar sem hafa verið skólabörn, þar sem pósturinn hefur þurft að fara og að endingu hefur verið mok- að fyrir mjólkurbíla heim á bæi þar sem stunduð er mjólkurfram- leiðsla. Nú ber svo við að í hin- um nýju reglum á að hætta á að moka heim á bæi þar sem mjólkur- bíll þarf að sækja mjólk til bænda. Bænda sem standa fyrir öflugum fyrirtækjarekstri á búum sínum og skapa verðmæti fyrir íbúa landsins. Ekki var látið þar við sitja, held- ur ákvað hinn ágæti meirihluti að ganga enn lengra og hætta líka snjómokstri vegna póstferða. Það er sem sagt ekki nóg að íbúar sveit- anna hafi þurft að taka á sig þjón- ustuskerðingu undanfarin ár vegna fækkunar póstferða, heldur ætlar nú meirihutinn að reyna að koma í veg fyrir að fólkið í sveitunum fái póst yfirhöfuð þegar vetur kon- ungur sýnir sýnar sterkustu hliðar. Innihaldslaus fagurgali Fyrir kosningar voru þeir flokkar sem mynda meirihlutann duglegir að lofa bót og betrun þegar kom að búsetujafnrétti til handa íbúum sveitanna. Sá fagurgali virðist hafa haldið rétt fram yfir kjördag, síð- an var sagan öll. Við í Framsókn munum ekki samþykkja þær til- lögur sem liggja fyrir sveitarstjórn varðandi snjómokstur. Það er grundvallaratriði fyrir íbúa sveit- anna að geta gengið að því vísu að fá póst þrátt fyrir válind veður og það er ekki boðlegt fyrir þá sem stunda atvinnurekstur til sveita að geta ekki komið afurðum sínum á markað sama hvernig viðrar. Mokum betur í Borgarbyggð. Kveðja, Davíð Sigurðsson. Höf. skipar annað sæti lista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð. Þjónustuskerðing í boði meirihlutans Kvenfélag Hellissands hélt vin- kvennafund í félagsheimilinu Röst síðastliðið mánudagskvöld. Buðu þær kvenfélagskonum í Kvenfélagi Ólafsvíkur og vinkonum þeirra að slást í hópinn. Vel var mætt en um 80 kvenfélagskonur og vinkonur þeirra mættu og áttu skemmtilegt kvöld. Boðið var upp á fiskisúpu, brauð og meðlæti ásamt kökum í eftirrétt. Þema kvöldsins var hatta- og/eða hárskraut og vakti það lukku. Kona kvöldsins var valin, gestur kvöldsins og verðlaun voru veitt fyrir hatt kvöldsins. Það voru þeir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson sem völdu hatt kvöldsins en þeir sáu um skemmti- atriði. Höfðu þeir með sér ferða- félaga, Pál Bergþórsson veður- fræðing, föður Bergþórs. Ræddu þeir Albert og Bergþór um borð- siði og ýmislegt tengt því að mæta í veislu. Sögðu þeir skemmtilega frá og vöktu mikla kátínu. Áður en þeir félagar kvöddu sáu þeir um að draga út í happadrætti sem þær stöllur í Kvenfélagi Hellissands stóðu fyrir. Voru vinningarnir veg- legir og vöktu lukku. Heppnaðist kvöldið hið besta. þa Kvenfélagskonur héldu vinkvennafund Síðari hluta síðasta kjörtímabils var í undirbúningi viðbygging og end- urbætur á Grunnskólanum í Borg- arnesi. Nú eru þær framkvæmdir hafnar og eru í fullum gangi, verk- ið gengur vel. Það er þó um þrem- ur vikum á eftir áætlun en vonir standa til að vinna það upp og hef- ur kostnaðaráætlun haldist nokk- urn veginn eða allt innan marka. Framkvæmdir við skólann munu standa til ársins 2021 samkvæmt núverandi framkvæmdaráætl- un Borgarbyggðar. Þetta er löngu tímabær framkvæmd, það að bæta aðstöðu nemenda og starfsfólks skólans. Það er einnig ánægjulegt að sjá hversu mikil jákvæðni, þol- inmæði og eftirvænting er í sam- félaginu öllu í tengslum við þetta stóra metnaðarfulla verkefni. Eiga allir hlutaðeigandi hrós skilið fyr- ir það. Í fjöldamörg ár hefur umræðan um húsnæði leikskólans Hnoðra- bóls verið hávær, nú loksins sér fyr- ir endan á því að talað sé um hlut- ina og að farið verði að framkvæma. Undirbúningur að verkefninu er í fullum gangi og standa vonir til að framkvæmdir hefjist snemma árs 2019 á nýju húsnæði fyrir leikskól- ann. Markmiðið er að hægt verði að koma starfseminni inn í hús- ið við lok næsta árs en þörfin fyr- ir leikskólapláss er mikil á svæðinu. Núna á haustmánðuðum 2018 er staðan sú að skólinn er fullsetin og biðlisti er við skólann sem ekki er hægt að anna. Þá er ótalið í hversu lélegu ásigkomulagi núverandi hús- næði skólans er þar sem ekki hefur verið lagt viðhlítandi fjármagn til viðhalds síðustu ár vegna fyrirhug- aðrar tilfærslu skólans. Ljósleiðaraverkefni Borgar- byggðar er eitt það stærsta á lands- vísu í ljósi þess hve dreifð byggðin er. Verkið var boðið út seinnipart sumars en Ríkiskaup sá um útboð- ið fyrir hönd sveitarfélagsins. Í síð- ustu viku var samþykkt á byggðar- áðsfundi að ganga til samninga við lægstbjóðanda, SH Leiðarann. Það er mikið gleðiefni að nú geti fram- kvæmdir hafist. Þessi þrjú stóru verkefni liggja fyrir og alveg ljóst að þau munu taka mikið fjármagn og tíma í sveitafélaginu en þau munu hins- vegar skila okkur, íbúum Borgar- byggðar, auknum lífsgæðum og betri þjónustu. Þetta er þó langt því frá það eina sem unnið er að. Frá því í haust hefur meirihlutinn í Borgarbyggð unnið að því að gera nýja húsnæð- isáætlun fyrir sveitarfélagið en í september var gerð verðkönnun um vinnslu hennar og gengið var til samninga við KPMG þann 4. októ- ber sl. Sú áætlun verður til mjög fljótlega. Einnig er Borgarbyggð eitt af þeim rúmlega 30 sveitarfé- lögum sem hefur sótt um að taka þátt í tilraunaverkefni með það að markmiði að fjölga nýbyggingum á landsbyggðinni og efla leigumark- aðinn í samstarfi við Íbúðalánasjóð. Framangreint verkefni var sérstak- lega tiltekið í grein oddvita Fram- sóknarflokksins í Borgarbyggð sem birtist í Skessuhorni þann 17. október síðastliðinn og bar heitið Værukæri meirihluti. Eins og sjá má af ofangreindu og fundargerð- um byggðarráðs hafa þessi mál ver- ið tíðrædd bæði í byggðarráði og á undirbúningsfundum en einnig gripið til viðeigandi aðgerða til að fleyta þeim áfram. Búið er að taka ákvörðun um að leggja til við sveitarstjórn að skipta upp umhverfis,- skipulags og landbúnaðarnefnd í annars vegar „Skipulagsnefnd“ og hins- vegar „Umhverfis- og landbún- aðarnefnd“. Einnig verður þriðja nefndin stofnuð; „Atvinnu- mark- aðs og menningarmálanefnd“ og er ætlað að gefa málefnum sem hafa verið hálfgerð olnbogabörn meiri tíma og metnað. Það á að efla umhverfis- og skipu- lagssvið Borgarbyggðar. Liður í því er að ráða inn í tímabundna stöðu aðstoðarmanns byggingarfulltrúa til að vinna á þeim fjölda mála sem hafa safnast upp á niðurskurðar- tímum, og eru dæmi um mál síðan um 2007 sem þarf að klára. Fjöldi mála eru að skerða tekjur sveita- félagsins með beinum hætti. Það er nefnilega ekki alltaf gott að spara aurinn en kasta krónunni. Til að auka enn frekar á bætta stjórnsýslu hefur verið óskað eft- ir tilboðum frá þar til bærum að- ilum til að vinna gæðahandbækur og verkferla fyrir hvert svið innan ráðhússins. Markmiðið með þeirri vinnu er að gera alla vinnu mark- vissari og til að hindra að verkefni falli milli skips og bryggju vegna þess að ekki var ljóst hver verkfer- illinn væri. Eins og þið sjáið kæru íbúar í Borgarbyggð þá er af nógu að taka og ýmis spennandi mál í pípunum. Hér er rétt svo stiklað á stærstu málunum sem snúa að breytingum sem unnið er að í sveitarfélaginu, á hveitibrauðsdögum nýs meirihluta í Borgarbyggð. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir Höf. er formaður byggðarráðs Borgarbyggðar Í fréttum er þetta helst - Borgarbyggð Pennagrein Heilbrigðismál eru mikið í um- ræðunni um þessar mundir, sem er ekki undarlegt þar sem gott heil- brigðiskerfi er lykillinn að góðu samfélagi. Á senni hluta síðustu aldar var heilbrigðiskerfið her á landi mjög gott. Þá var það algerlega rekið á vegum hins opinbera. Læknar, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk heilbrigðisgeirans voru þá öll opinberir ríkisstarfsmenn og fengu þá laun greidd beint frá ríkinu (að undan kildum tannlækn- um). Heilsugæslustöðvar voru í flest- um byggðakjörnum landsins og í þeim stærri yfirleitt í tengslum við sjúkrahús. Þeir læknar sem þar störfuðu voru heimilislækn- ar þ.e. sinntu almennri heilsu- gæslu á ákveðnu svæði. Þá var ekki óalgengt að læknar voru kvadd- ir í heimahús til að líta á sjúkling til ákvörðunar um framvindu að- gerða. Þetta þótti sjálfsagt og urðu læknar þá oft heimilisvinir fólks og ráðgefendur um heilbrigða lífs- hætti. Í dag er þetta gjörbreytt. Nú heyrir til undantekninga að læknir komi í hús til sjúklings. Í dag verð- ur sjúklingur sem þarf á lækni að halda að panta tíma og verður oft að bíða í vikur eða mánuði til að komast til hans. Þessi þróun átti sér stað af tvenns konar orsökum. Annars- vegar af niðurskurði stjórnvalda á fjármagni til heilsugæslustöðva og hinsvegar af þróun menntunar lækna til sérhæfingar á ákveðnum sviðum lækninga. Og nú er svo komið að sjúkling- ur verður sjálfur að ákveða til hvers- konar sérfræðings hann á að leita. Ef hann er með magakveisu til magasérfræðings, ef hann er með brjóstverki til hjartalæknis eða lungnasérfræðings og ef hann er með hausverk þá til heilasérfræð- ings. Og ef hann er bara slappur þá veit hann ekkert hvert hann á að fara. Þessi endaleysa varð til vegna misviturra manna úr læknastétt og af stjórnvöldum og hefur gert heil- brigðisþjónustuna margfalt flókn- ari og dýrari. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég heyrði að sérfræðilæknar vildu nú fara að starfa sem sjálf- stæðir verktakar. Almennt er sjálfstæður verktaki aðili sem býður í verk eða er beð- inn að vinna verk sem hann hefur kunnáttu til. Sé um útboð að ræða skoðar hann verkefnið og býður svo ákveðna upphæð fyrir fram- kvæmd þess. Nú eru oftast fleiri en einn sem gera tilboð og verður þá oftast sá sem lægst býður verktak- inn, þetta er algild regla sem sjálfs- stæðir verktakar verða að hlýta. Nú eru sérfræðilæknar eingöngu að fást við mannsskrokkinn (nema dýralæknar) og verða því sem sjál- stæðir verktakar að skoða verk- efnið (þ.e. skrokkinn) og gera síðan tilboð í það sem hann vill fá fyrir verkið þ.e. að laga meinsemdina. Sjúklingurinn skoðar síðan til- boðin og velur úr það sem hann telur hagstæðast fyrir sig. Verði kaupandi (sjúklingurinn) ósáttur við verktaka að verki loknu geta komið upp allskonar vandamál eins og títt er meðal sjálfstæðra verktaka. Að einkavæða heilbrigðiskerf- ið og setja það á markað eins og byggingaframkvæmdir er svoleiðis vitleysa að engu tali tekur. Hafsteinn Sigurbjörnsson Pennagrein Staða heilbrigðismála

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.