Skessuhorn


Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 201822 Körfuknattleiksdeild Skalla- gríms í Borgarnesi boðar til þjóðlegrar veislu og fölskva- lausrar gleði næstkomandi laugardagskvöld í Hjálmakletti í Borgarnesi. Á hlaðborði verður boðið upp á veislurétti ömmu, en meðal rétta hennar er sviða- sulta með tilheyrandi meðlæti, kjöt í karrý, steikt lifrarpylsa og blóðmör, hjörtu og lifur í brúnni sósu og fleira góðmeti. Matnum verður svo hægt að skola niður með léttum drykkjarveigum sem verða í boði gegn hóflegu gjaldi. Miði á tónleikana kostar einung- is þrjú þúsund krónur og gert ráð fyrir að skemmtun ljúki um mið- nætti, enda ganga ömmur þá oft til náða. Ræðumaður kvöldsins verður Guðni Ágústsson spéfugl og fyrr- um ráðherra, en veislustjórar Ás- mundar tveir, núverandi þing- menn. Auk þess verður sung- ið, leikið á nikku, happdrætti og uppboð, svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Ámunda Sigurðssonar hjá körfuknattleiksdeildinni er enn hægt að tryggja sér miða hjá leikmönnum og stjórn kkd. Skallagríms sem og í verslun Tækniborgar í Borgarnesi. Hús- ið verður opnað klukkan 19. Nú er því ekki um annað að ræða en bursta stellið, strauja skyrtuna, pússa skóna, þjálfa brosvöðv- ana og gera allt annað klárt fyrir laugardaginn. mm Ömmumatur, grín og glens á Skemmtikvöldi Skallagríms Nýir ábúendur hafa nú tekið við búskapnum á bænum Valþúfu á Fellsströnd í Dalasýslu. Það eru þau Sæþór Sindri Kristinsson og Rúna Blöndal sem hafa keypt jörð- ina og taka við búi af Hrefnu Ingi- bergsdóttur og Rúnari Jónassyni. Sæþór og Rúna eru bæði sveitafólk þó hvorugt þeirra hafi alist upp á sveitabæ. Sæþór er fæddur á Ísafirði en flutti í Búðardal 14 ára gamall og Rúna er Húnvetningur í húð og hár þó hún hafi flutt þaðan til Akraness fjögurra ára gömul. ,,Ég hef alltaf litið á mig sem Húnvetning enda hef ég alltaf verið með annan fót- inn þar. Fjölskyldan mín býr þar og ég hef alltaf tekið þátt í öllum helstu sveitastörfum, farið í sauð- burð og göngur,” segir Rúna. Sæ- þór fór fyrst í sveit á Breiðabólsstað á Fellsströnd, sem er næsti bær við Valþúfu, þegar hann var 14 ára. ,,Ég hef svo komið hingað öll haust síð- an og aðstoðað við öll helstu störf,” segir hann. Fellsströndin er Sæþóri því alls ekki ókunn. ,,Ég þekki alla hér í sveitinni og það hefur oft ver- ið grínast með það í gegnum árin að ég taki við búskapnum af þeim Rúnari og Hrefnu,” segir Sæþór. Grínið varð þó að alvöru síðastliðið vor þegar Rúnar og Hrefna ræddu það af alvöru við Sæþór og Rúnu að taka við. Ómetanleg aðstoð fyrri ábúanda Rúna og Sæþór kynntust á Akranesi árið 2012 þegar þau voru saman í Björgunarfélagi Akraness og tveim- ur árum síðar eignuðust þau dótt- ur en Rúna átti fyrir dóttur sem er fædd árið 2007. Á Akranesi vann Rúna sem vélvirki hjá Norðuráli og Sæþór sem smiður. ,,Ég er enn að vinna uppsagnarfrestinn og get því ekki flutt alveg í sveitina fyrr en 1. desember svo Rúna verður að sjá um þetta ein þangað til,” segir Sæþór og hlær þegar hann horfir á Rúnu sem er um þessar mundir ófrísk, en von er á þriðja barninu í heiminn í næsta mánuði. ,,Við erum svo lánssöm að þau Hrefna og Rúnar stungu okk- ur ekkert alveg af. Þau fluttu bara í bústað hér rétt fyrir neðan og ætla að hjálpa okkur þar til ég losna frá Skaganum,” segir Sæþór. ,,Það er líka ómetanlegt að hafa þau hér til að kenna okkur á allt, svona hluti sem maður fattar kannski ekki að spyrja að áður en maður tekur við búi. Þau eru svona að aðstoða okkur við að koma boltanum af stað áður en þau fara og við kunnum mjög vel að meta það,” bætir Rúna við. ,,En hvað er samt í raun og veru að vera ríkur?” Á Valþúfu eru um 640 ær á vetr- arfóðrun auk 30 nauta á misjöfn- um aldri. ,,Það fylgdu líka sex hest- ar með í kaupunum og svo hundur- inn Karen,” segir Rúna brosandi og bætir því við að þau hafi sjálf flutt einu hænu með sér að Valþúfu. ,,Það er hænan Blúbblúb sem yngri dóttir mín á og fékk senda hingað úr sveit- inni fyrir norðan.” Að vera fjárbóndi á Íslandi í dag er ekki arðbært starf en þau Rúna og Sæþór segjast halda í bjartsýnina. ,,Við gerum okkur fulla grein fyr- ir því að þetta er kannski ekki það skynsamlegasta sem maður gerir ef maður ætlar að verða ríkur, eða hvað er samt í raun og veru að vera ríkur? Við hugsuðum þetta strax þannig að annað okkar myndi vinna að hluta til í öðru og Sæþór fer líklega að smíða sjálfstætt,” segir Rúna. ,,Við höfum allavega heyrt að það er nóg að gera í því hér í sveitinni,” bætir Sæþór þá við. Aðspurð hvort það komi til greina að fara í ferðaþjón- ustu, eins og margir bændur hafa gert til að auka tekjurnar, svara þau því neitandi. ,,Okkur langar ekk- ert í ferðaþjónustu,” segir Sæþór. ,,Ég myndi mikið frekar vilja horfa til þess að selja beint frá býli, og þá leggja áherslu á að markaðssetja afurðirnar okkar. Ég held að fjár- bændur gætu gert meira af slíku, til dæmis með því að markaðssetja ær- kjötið betur. Við ætlum þó að byrja á að klára heilt rekstrarár áður en við tökum ákvörðun um framhald- ið,” segir Rúna. Sammála um að grípa tækifæri ef það kæmi ,,Það er í raun frekar fyndið að við Sæþór skulum hafa tekið sam- an því það hefur verið draum- ur okkar beggja að verða bændur, eða kannski draumórar öllu held- ur,” segir Rúna og hlær. ,,Við höf- um alltaf verið alveg sammála um að ef tækifærið kæmi myndum við stökkva á það. En maður fer ekki á fasteignasölu og finnur sér jörð til að kaupa, ekki nema þú eigir marg- ar milljónir í banka,” segir Rúna. Sem var ekki reyndin hjá þeim tveimur. ,,Við vorum jú svo lánsöm að við keyptum hús á Akranesi fyrir nokkru síðan og gerðum það upp. Við fengum húsið tiltölulega ódýrt því það var svo illa farið að innan. Við höfum svo lagt í það blóð, svita og tár og gátum því selt það á tölu- vert meiri pening. Þannig feng- um við smá eigið fé til að geta svo keypt hér. Ég held að þú getir ekk- ert bara stokkið beint í svona kaup nema vinna þig upp í það. Þetta krefst þess líka að maður lifi í sam- ræmi við það sem ætlar sér að gera. Við höfum alltaf verð frekar nægju- söm og verið dugleg að láta hlut- ina okkar duga en ekki kaupa meira en við þurfum. Það hefur líka skil- að sér,” segir Sæþór. ,,En mikilvæg- asti þátturinn er auðvitað hvað við vorum heppin með seljendur. Þau Rúnar og Hrefna eru að selja okkur bú í fullum rekstri. Það er til kvóti fyrir öllu, húsin eru góð, tækin eru góð og það eru engar stórar fram- kvæmdir sem við þurfum að ráð- ast beint í. Einnig skiptir máli að það verð sem við kaupum jörðina á, fundum við út í sameiningu þann- ig að það væri sanngjarnt fyrir alla,“ bætir Rúna við. Þurfa ekki að vera sítengd ,,Við upplifum okkur mjög vel- komin hér í Dalina og það er alveg ómetanlegt,” segir Rúna aðspurð hvernig sé að vera flutt í sveitina. ,,Það eru bara allir svo dásamlegir hér, jafnvel fólk sem ég þekki ekk- ert. Það eru margir búnir að bjóða fram aðstoð ef eitthvað er að því fólk veit að ég er ófrísk og Sæ- þór ekki fluttur til okkar. Eitt gott dæmi um dásamlegt fólk hér í sveit- inni er Sveinn skólabílstjóri. Yngri dóttir okkar vildi sko ekki skipta um leikskóla. Þegar Sveinn heyrði af því greip hann hana hér einn dag- inn og bauð henni að skoða skóla- bílinn, sem hún var auðvitað til í. Hann sýndi henni bílstólinn sem hún myndi nota og leyfði henni að velja sér sæti og svona. Hún var al- sæl og algjörlega tilbúin að fara í skólabílinn bara strax,” segir Rúna og hlær. En í Dalabyggð fara bæði börn á grunnskólaaldri og leik- skólaaldri með skólabíl í skólann í Búðardal. ,,Það eina sem er dálítið erfitt að venjast hér er hversu lélegt símasambandið er,” segir Sæþór. ,,En við erum með fínt net. Það vill nú líka til að við erum frekar sveitó og getum því alveg lifað án þess að vera sítengd,” bætir Rúna kím- in við. Undir bændum komið að hafa sanngjörn kynslóðaskipti Aðspurð segjast þau bæði mjög já- kvæð fyrir framtíðinni og vonast til að geta orðið fjárbændur á Valþúfu næstu áratugina. ,,Það eina sem ég óttast er að næstu bæir hér í kring leggist í eyði,” segir Sæþór. ,,En það er undir bændum komið að hafa kynslóðaskipti sanngjörn og þá hef ég fulla trú á að búskapurinn gangi áfram á flestum bæjum, það er margt ungt fólk sem vill hefja búskap,” segir hann og bætir því við að bændur mættu taka Hrefnu og Rúnar sér til fyrirmyndar í þeim efnum. ,,Ef bændur hætta að búa á réttum tíma og eru tilbúnir að selja yngra fólki á sanngjörnu verði þá hef ég engar áhyggjur af fram- tíð landbúnaðarins,” segir Sæþór. ,,Kannski vitum við ekkert hvað við erum að tala um og það var bara algjört bull hjá okkur að fara út í þetta, en við verðum bara að standa og falla með því. Ég vil mun frek- ar sjá eftir því að hafa látið á þetta reyna heldur en að sjá eftir því að hafa ekki þorað að prófa,” seg- ir Rúna. ,,En við erum bjartsýn,” bæta þau svo við að endingu. arg Öllu gríni fylgir alvara Rætt við Sæþór og Rúnu sem eru nýir ábúendur á Valþúfu í Dölum Rúna Blöndal og Sæþór Sindri Kristinsson hafa tekið við búskapnum á Valþúfu á Fellsströnd.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.