Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 1
Ábúendaskipti eru ekki sér-
lega tíð um þessar mundir
í sveitum landsins. Á bæn-
um Valþúfu á Fellsströnd
í Dölum hafa nýir ábú-
endur nú keypt jörðina og
tekið við búskap. Það eru
þau Sæþór Sindri Kristins-
son og Rúna Blöndal sem
söðluðu um, seldu húsið
sitt á Akranesi, keyptu sér
jörð og taka við búi af þeim
Hrefnu Ingibergsdóttur
og Rúnari Jónassyni, sem
veita unga fólkinu ýmsa að-
stoð við fyrstu skrefin í bú-
skapnum. Í viðtali við þau
Sæþór og Rúnu í Skessu-
horni í dag kemur fram
að þau eru bæði sveitafólk
þó hvorugt þeirra hafi alist
upp á sveitabæ.
Sjá bls. 22
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 45. tbl. 21. árg. 7. nóvember 2018 - kr. 750 í lausasölu
arionbanki.is
Það tekur aðeins örfáar mínútur
að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka.
Af því að okkar lausnir snúast um
tíma og þægindi.
Þægilegri
bankaþjónusta
gefur þér tíma
Nýtt!
Fæst án lyfseðils
Eru bólgur og verkir
að hrjá þig?
30%
afslátt
ur
Okkar glæsilega
og holla
sími 437-1600
hádegishlaðborð
Bjóðum ykkur
velkomin alla daga frá
kl. 11:30 til 14:30
Jólahádegishlaðborð í
desember, sjá á landnam.is
Borðapantanir
landnam@landnam.is
og síma 437-1600
20 ÁR
Þegar haustið leggst yfir og daginn tekur að stytta eru tjaldútilegur ekki ofarlega í huga margra en það á ekki við um nokkra galvaska skáta úr Grundarfirði. Berserkja-
skátar voru einmitt í einni slíkri útilegu um liðna helgi undir öruggri leiðsögn Aðalsteins Þorvaldssonar og Mörtu Magnúsdóttur skátahöfðingja Íslands. Á fimmtudags-
kvöld var haldið inn í Kolgrafafjarðarbotn og slegið upp stóru tjaldi undir stjörnubjörtum himni á meðan norðurljósin dönsuðu fyrir ofan. Þar var gist fyrstu nóttina í
tjaldi og var hitastigið vel undir frostmarki. Á föstudagsmorgninum var pakkað saman og haldið í gönguferð yfir Tröllaháls og yfir í Hraunsfjörð. Þaðan var gengið að
skálanum við Selvallavatn þar sem gist var aðra nótt. Á laugardeginum var svo pakkað saman og haldið heim reynslunni ríkari eftir frábæra ævintýraferð þar sem ófáir
kílómetrarnir voru lagðir að baki og stórir persónulegir sigrar unnir hjá þessum dugmiklu krökkum.
Á myndinni er hópurinn á föstudagsmorguninn áður en tjöldin voru tekin niður. F.v. Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi Íslands, Gunnar Jökull Sigurðsson, Kristján Freyr
Tómasson, Gabríel Ómar Hermannsson, Aðalsteinn Þorvaldsson, Margrét Helga Guðmundsdóttir, Íris Birta Heiðarsdóttir og Harpa Dögg Heiðarsdóttir. Ljósm. tfk
Hrönn Ásgeirsdóttir, fé-
lagsráðgjafi á Akranesi,
hlaut á dögunum verð-
laun Ís-Forsa, samtaka
um rannsóknir í félags-
vísindum, fyrir fram-
úrskarandi framlag til
rannsókna á sviði félags-
vísinda á meistarastigi.
Verðlaunaritgerð Hrann-
ar heitir: „Það sem ekki
varð“ og fjallar um upp-
lifun og reynslu foreldra
af stuðningi og þjónustu í
kjölfar barnsmissis. Rann-
sóknarefnið er henni mikið hjart-
ans mál, því Hrönn þekkir barns-
missi af eigin raun. Dóttir hennar,
Lovísa Hrund Svavarsdóttir, lést í
apríl 2016 þegar ölvaður ökumað-
ur keyrði á hana þar sem hún var á
leið heim frá vinnu á Akrafjallsvegi.
Lovísa var aðeins 17 ára gömul.
Reynsla Hrannar varð kveikj-
an að rannsókninni og niðurstöð-
urnar eru vægast sagt sláandi. „Það
sem kom út úr minni rannsókn var
eiginlega allt það versta sem maður
gat ímyndað sér,“ segir Hrönn.
Sjá bls. 16-17.
„Það sem ekki varð“ Ungt fólk í búskap