Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 20186
Endurnýja
sýningarbún-
aðinn í Bíó-
höllinni
AKRANES: Sýningarvél-
in í Bíóhöllinni á Akranesi
bilaði síðastliðið sumar. Því
hefur ekki verið boðið upp
á bíósýningar á Akranesi frá
þeim tíma. Bæjarráð Akra-
ness samþykkti á fundi sín-
um 25. október síðastliðinn
að veita 8,1 milljón króna
til kaupa á nýjum sýning-
arbúnaði í Bíóhöllina. Bæj-
arráð vísaði ákvörðuninni
til bæjarstjórnar til endan-
legrar staðfestingar.
-klj
Innleyst
greiðslumark
frá fimm búum
LANDIÐ: Á fjórða og síð-
asta innlausnardegi þessa
árs fyrir greiðslumark
mjólkur þann 1. nóvem-
ber sl. var greiðslumark
fimm búa innleyst og 116
framleiðendur lögðu inn
kauptilboð. Innlausnar-
virði greiðslumarks mjólk-
ur er 122 krónur á lítra
á árinu 2018 og annast
Matvælastofnun innlausn
greiðslumarks. Á innlausn-
ardeginum nú var innleyst
greiðslumark á 175.850
lítrum af mjólk að upp-
hæð 21.453.700 krónur.
Matvælastofnun úthlutaði
43.963 lítrum úr forgangs-
potti 1, 10% umframfram-
leiðslupotti, 43.963 lítrum
úr forgangshópi 2, nýliða-
hópi, og loks 87.924 lítrum
úr almennum potti.
-mm
Leggja til að
gengið verði að
lægsta boði
BORGARBYGGÐ: Eins
og frem hefur komið voru
opnuð tilboð um lagningu
ljósleiðara í dreifbýli Borg-
arbyggðar hjá Ríkiskaup-
um 9. október sl. Á fundi
byggðarráðs síðastliðinn
fimmtudag lagði Gunn-
laugur A Júlíusson sveit-
arstjóri fram minnisblað
þar sem farið er yfir nið-
urstöður Ríkiskaupa á mati
á framkomnum tilboðum.
Byggðarráð samþykkti að
leggja það til að sveitar-
stjórn samþykki að taka til-
boði SH leiðarans, lægs-
tbjóðandi í verkið. Tilboð
SH leiðarans hljóðaði upp
á 774.861.244 krónur.
-mm
Hvetja til
nýyrðasmíði
LANDIÐ: Degi íslenskr-
ar tungu, fæðingardegi Jón-
asar Hallgrímssonar, verð-
ur fagnað í tuttugasta og
þriðja skipti föstudaginn 16.
nóvember nk. Dagurinn hef-
ur fest sig í sessi sem sérstak-
ur hátíðisdagur íslenskunn-
ar og er þá kjörið tækifæri til
að fagna því sem vel er gert
og minna á mikilvægi tungu-
málsins. Í ár verður opn-
uð ný upplýsingasíða þeg-
ar Nýyrðabankinn fer í loft-
ið. Markmið síðunnar er að
hvetja til aukinnar nýyrða-
smíði og skapandi notkunar
tungumálsins. Nýyrðabank-
inn verður opinn á vefslóð-
inni www.nyyrði.arnastofn-
un.is og getur hver sem er
skráð þar inn tillögur að nýj-
um orðum. -mm
Betri orðræða á
hliðarlínunni
LANDIÐ: Breyta þarf orð-
ræðunni í íþróttum til að
byggja upp jákvætt and-
rúmsloft. Þetta segir dr. Við-
ar Halldórsson, dósent í fé-
lagsfræði við Háskóla Ís-
lands. Hann mælir með því
að fólk hætti að nota orð eins
og „klúður“ og „mistök“ og
skipti þeim út fyrir „tilraun-
ir“. Viðar var á meðal fyrir-
lesara á ráðstefnunni Jákvæð
íþróttamenning sem ÍSÍ og
UMFÍ héldu undir merkjum
verkefnisins Sýnum karakter
í síðustu viku. -mm
Fyrir kirkjuþingi sem hófst á laugar-
daginn liggur tillaga um að Saurbæj-
arprestakall og prestssetrið í Saurbæ
á Hvalfjarðarströnd verði lagt niður
þegar frá næstu mánaðamótum og
búsetuskylda prests jafnframt aflögð
á staðnum. Tillöguna flytur Stefán
Jónsson kirkjuráðsmaður. Lagt er
til að Saurbæjarsókn, Innra-Hólms-
sókn og Leirársókn verði sameinað-
ar Garðaprestakalli á Akranesi meðal
annars til að starfsálag presta í samein-
aðri sókn verði jafnað. Eins og greint
var frá í Skessuhorni fyrr á þessu ári
hafa staðið yfir viðgerðir á prestsbú-
staðnum í Saurbæ vegna myglu sem
greinst hefur í húsinu sökum raka.
Grunur lék á að viðgerðir á húsinu
hefðu ekki komið í veg fyrir myglu
og flutti sóknarprestur og fjölskylda
ekki inn í húsið að nýju eftir viðgerð-
ir og hafa haldið til í Kópavogi und-
anfarna mánuði. Í tillögu til kirkju-
þings er einmitt meginástæða tillög-
unnar sögð vera kostnaðarsamar við-
gerðir á prestsbústaðnum vegna raka
og myglu sem ekki sjái fyrir endann
á. Bætist sá kostnaður við húsaleigu í
Kópavogi vegna tímabundinnar bú-
setu sóknarprests þar sem og ferða-
kostnaðar.
Í greinargerð með tillögunni segir
m.a. að á kirkjuþingi 2012 hafi ver-
ið lögð fram tillaga um sameiningu
Garða- og Saurbæjarprestakalla.
Var tillagan endurflutt á kirkjuþingi
2013, en dregin til baka. Á biskupa-
fundi fyrr á þessu ári var lögð fram
tillaga um sameiningu prestakall-
anna og lagt til að þrír prestar yrðu
starfandi í sameinaðri sókn sem teldi
hátt í átta þúsund íbúa. Gengið er út
frá því í tillögunni sem liggur fyrir
kirkjuþingi að hlutaðeigandi sóknar-
presti verði áfram tryggt prestsemb-
ætti á því svæði sem Saurbæjarpresta-
kall nær til, með því að fá skipun sem
prestur í hinu stækkaða prestakalli.
Forkastanleg
vinnubrögð
Samkvæmt heimildum Skessu-
horns hefur ekki verið leitað sam-
ráðs við sóknarnefndir í Saurbæj-
arprestakalli vegna flutnings til-
lögunnar, né heldur hlutaðeig-
andi sóknarprest. Það staðfest-
ir séra Kristinn Jens Sigurþórs-
son í viðtali við fréttavefinn ruv.is
á föstudag. Hann segir að ekkert
hafi verið rætt við hann um málið,
ekki verið kallað eftir umsögnum
um málið heima í héraði og mál-
ið ekki farið fyrir safnaðarnefnd-
ir og sóknarnefndir eins og hefð-
bundið er þegar um tillögur varð-
andi prestakallaskipan er að ræða.
Vegna fréttar RUV hafa sóknar-
börn í Saurbæjarprestakalli þegar
tekið undir gagnrýni séra Kristins
Jens á Þjóðkirkjuna vegna sam-
ráðsleysis, meðal annars Harald-
ur Benediktsson bóndi á Vestra-
Reyni og fyrsti þingmaður NV
kjördæmis, sem skrifar: „Vinnu-
brögð, aðferðafræði og framganga
yfirvalda þjóðkirkjunnar eru í
þessu máli forkastanleg.“
mm
Leggja til afnám prestakalls
og búsetuskyldu í Saurbæ
Prestssetrið á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.