Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 46. tbl. 21. árg. 14. nóvember 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma Nýtt! Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 30% afslátt ur Njótum skammdegisins saman Verið velkomin í töfrandi umhverfi Kaffi Kyrrðar, fáið hlýju í hjartað, ljós í hugann og næringu í líkamann Blómasetrið Ka Kyrrð Borgarnesi 20 ÁR Það getur stundum tekið á að standa á bakkanum og hvetja liðsfélaga sína, þegar hart er tekist á í lauginni. Ungmenni úr Sundfélagi Akraness gerðu góða ferð á Íslandsmeistaramót í 25 metra laug sem fram fór í Ásvallalaug um liðna helgi. Liðið setti persónlegar bætingar í 44 sundgreinum og voru 15 sinnum í úrslitasundi á mótinu. Nánar um mótið á bls. 20. Ljósm. SSÍ/Golli. Í september síðastliðnum tók ríkis- saksóknari þá afstöðu til kæru Skorra- dalshrepps að endurskoðuð verði ákvörðun Lögreglustjórans á Vest- urlandi um að hætta rannsókn máls er snýr að losun Orku náttúrunnar á inntakslóni Andkílsárvirkjunar vorið 2017. Sú aðgerð leiddi til þess að þús- undir rúmmetra af botnseti barst nið- ur í Andakílsá og spillti veiðistöðum árinnar vorið 2017. Niðurstaða ríkis- saksóknara er sú að fella úr gildi þá ákvörðun Lögreglustjórans á Vestur- landi frá 8. maí 2018, að hætta rann- sókn málsins. Í bréfi sem Jón Hauk- ur Hauksson, aðstoðarsaksóknari hjá embætti Lögreglustjórans á Vestur- landi, skrifaði Skorradalshreppi f.h. embættisins er greint frá að við rann- sókn lögreglu hafi verið tekin skýrsla af einum starfsmanni Orku náttúr- unnar, en sá hinn sami stýrði úrheyp- ingunni úr lóninu. Þá eru í bréfinu tilgreind nokkur rök fyrir því að lög- regla hætti rannsókn málsins. Ekki lá fyrir refsikrafa frá landeigendum og veiðiréttarhöfum. Þá hafi vafi leikið á að vatnstæming úr uppistöðulóninu hafi verið leyfisskyld. Taldi lögreglan jafnframt að miðað við gögn máls- ins að erfitt væri að sýna fram á refsi- verða háttsemi og að „frekari rann- sókn muni líklega ekki breyta sönn- unarstöðu málsins í veigamiklum at- riðum,“ eins og það er orðað. Þessari túlkun embættis Lögreglu- stjórans á Vesturlandi er ríkissak- sóknari ósammála og beinir þeim til- mælum til embættisins að hefja rann- sókn málsins að nýju. Við ákvörðun ríkissaksóknara er m.a. vísað til þess að í 154. grein vatnalaga sé skýrt sér- refsilagaákvæði þar sem kveðið er á um að brot gegn þeim lögum varði refsingu og að dæma megi jafnt lög- aðila sem einstakling til greiðslu sekta fyrir brot á lögunum. Kæru Skorradalshrepps á hendur Orku náttúrunni um óleyfisframkvæmd- ir við inntakslónið skal lögregla því taka til rannsóknar að nýju og kæra hreppsins stendur því áfram. Í upp- runalegri kæru Skorradalshrepps stendur orðrétt: „Sveitarfélagið ger- ir þá kröfu að fyrirtækið, auk þeirra starfsmanna þess sem gerst hafa sek- ir um saknæma háttsemi, verði látnir svara til saka.“ Hjá embætti Lögreglunnar á Vest- urlandi fengust þær upplýsingar á mánudaginn að málið hafi nú verið tekið upp að nýju. „Við munum að sjálfsögðu fara eftir ákvörðun ríkis- saksóknara og rannsaka málið að nýju. Sú rannsókn er þegar hafin,“ staðfesti Jón Haukur Hauksson í samtali við Skessuhorn. mm Lögreglu ber að rannsaka tæmingu á lóni Andakílsárvirkjunar Þessi mynd var tekin í maí 2017 og sýnir hvernig áin hafði brotið sig niður í botn uppistöðulónsins í gegnum uppsöfnuð setlög. Tók hún með sér þúsundis rúmmetra af aur sem fyllti alla veiðistaði árinnar neðan við virkjun. Engin laxveiði hefur verið í ánni síðan.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.