Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 20188 Maður og byssa í skottinu VESTURLAND: Lög- reglan á Vesturlandi stöðv- aði för ökumanns í Borg- arfirði síðastliðinn föstu- dag. Reyndist hann vera með aukafarþega í skotti bifreiðarinnar sem hann ók. Í skottinu fannst einn- ig haglabyssa. Lagt var hald á vopnið, sem var ekki í eigu neins í bílnum. Sjö voru teknir fyrir notkun farsíma án handfrjáls bún- aðar undir stýri í vikunni sem leið. Í öllum tilfellum voru það hraðamyndavél- ar sem leiddu í ljós að öku- menn voru í símanum und- ir stýri. Þeir voru því allir gripnir í símanum við of hraðan akstur. Tveir voru stöðvaðir grunaðir um ölv- unarakstur í umdæmi lög- reglunnar á Vesturlandi um síðustu helgi. Staðfest er að annar þeirra ók und- ir áhrifum en beðið er eft- ir niðurstöðu úr blóðprufu í tilfelli hins ökumanns- ins. Að öðrum kosti eru fá tíðindi í dagbók lögreglu, utan þeirra sem sagt er frá í öðrum fréttum í Skessu- horni vikunnar. -kgk Kaupa karakerfi frá Skaganum 3X AKRANES: Rækjuverk- smiðjan Kampi ehf. á Ísa- firði skrifaði nýverið und- ir samning um kaup á kara- kerfi frá Skaganum 3X. Ávinningur af kerfi sem þessu er mikill þar sem það eykur afköst og sjálfvirkni verksmiðjunnar og notk- un lyftara minnkar því til muna sem og batnar með- höndlun á hráefni og kör- um. Rækjuverksmiðjum hérlendis hefur fækkað á undanförnum árum og eru nú aðeins fjórar hér á landi í fullum rekstri. Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar rækju- veiði og rækjuvinnsla var mun stærri þáttur í sjávar- útveginum á Íslandi. „Það er því virkilega ánægjulegt að Kampi ehf. skuli fara í fjárfestingu sem þessa sem eykur öryggi og sjálfvirkni í vinnslunni til muna,“ seg- ir í fréttatilkynningu frá Skaganum 3X. -mm Hross tekin úr vörslu eigenda SUÐURLAND: Matvæla- stofnun tók tvær hryssur og folöld þeirra úr vörslu hesta- eiganda á Suðurlandi í vik- unni sem leið. Þetta er í ann- að skipti á hálfu ári sem sami eigandi er sviptur sömu hross- um. Ástæða vörslusviptingar- innar er ófullnægjandi aðbún- aður hrossanna. Um folöld og mjólkandi hryssur var að ræða sem haldið var í beitarlausu gerði þar sem ekki var trygg- ur aðgangur að vatni. Einnig var slysahætta í gerðinu. Um endurtekið brot var að ræða og skoðar Matvælastofnun nú frekari aðgerðir gagnvart um- ráðamanni hrossanna. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 3.-9. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 6.267 kg. Mestur afli: Ísak AK: 4.090 kg í tveimur róðrum. Arnarstapi: 3 bátar. Heildarlöndun: 36.690 kg. Mestur afli: Álfur SH: 14.771 kg í þremur róðrum. Grundarfjörður: 4 bátar. Heildarlöndun: 153.770 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.672 kg í einni löndun. Ólafsvík: 11 bátar. Heildarlöndun: 146.672 kg. Mestur afli: Guðbjörg GK: 32.668 kg í þremur löndunum. Rif: 10 bátar. Heildarlöndun: 111.645 kg. Mestur afli: Stakkhamar SH: 24.657 kg í þremur róðrum. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 76.060 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 25.100 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hringur SH - GRU: 66.672 kg. 6. nóvember. 2. Helgi SH - GRU: 45.304 kg. 5. nóvember. 3. Farsæll SH - GRU: 39.676 kg. 6. nóvember. 4. Rifsari SH - RIF: 17.562 kg. 6. nóvember. 5. Guðbjörg GK - ÓLA: 13.028 kg. 8. nóvember. -kgk Íbúar í Hlíðarbæ í Hvalfjarðar- sveit gátu ekki hellt upp á morg- unkaffið sitt í síðustu viku vegna þurrks í krönunum. Orsökin var þó ekki skortur á vatni heldur bilun í dælu sem dælir neysluvatni í geyma fyrir ofan Hlíðarbæ. Að sögn Mar- teins Njálssonar, umsjónarmanns fasteigna hjá Hvalfjarðarsveit, var brugðist við um leið og bilunarinn- ar varð vart. „Það er búið að laga þetta núna og við erum búin að fá rafvirkja til að skoða dæluna en það virtist ekkert vera að sem getur út- skýrt af hverju dælan datt út,“ seg- ir Marteinn. Hvalfjarðarsveit hefur fest kaup á vöktunarbúnaði sem mun von- andi verða til þess að hægt verði að bregðast fyrr við ef dælan bil- ar. „Búnaðurinn er kominn en nú á bara eftir að setja hann upp. Þessi búnaður lætur mig þá vita í sérstöku öryggissímanúmeri ef það verð- ur bilun svo ég geti brugðist strax við. En í Hlíðarbæ er neysluvatn- ið bara háð rafmagni vegna þess að við þurfum að notast við dælur. Og eins og með allan slíkan búnað get- ur alltaf orðið bilun eða rafmagn dottið út. Við getum því ekki tryggt að þetta komi ekki fyrir aftur en við getum orðið fljótari að bregðast við með nýja vöktunarbúnaðinum. Þá verður vonandi hægt að grípa inn í áður en íbúarnir verða varir við að vatnið sé horfið úr krönunum,“ segir Marteinn. arg Vatnsskort í Hlíðarbæ má rekja til bilunar í dælu Liðið Myllarnir úr Myllubakka- skóla í Reykjanesbæ bar sigur úr býtum í hinni árlegu tækni- og hönnunarkeppni First Lego League sem fram fór í Háskóla- bíói á laugardag. Liðið vann sér um leið þátttökurétt í norrænni keppni First Lego League. Há- skóli Íslands hefur staðið fyr- ir tækni- og hönnunarkeppninni í rúman áratug en markmið hennar er að efla færni ungs fólks á sviði tækni og vísinda með því að leggja fyrir þau spennandi verkefni sem örva nýsköpun og skapandi hugs- un, byggja upp sjálfstraust og efla samskiptahæfni. Tuttugu lið víða af landinu mættu til leiks og voru þátttakend- ur hátt í 200 talsins. Liðin höfðu unnið ötullega að undirbúningi í allt haust og mættu þrautþjálfuð til keppni. Hún skiptist í fjóra megin- hluta. Í fyrsta lagi áttu keppendur að forrita vélmenni úr tölvustýrðu Legói sem ætlað var að leysa til- tekna þraut sem tengist þema árs- ins sem að þessu sinni var himin- geimurinn. Þá áttu keppendur að vinna sjálfstætt rannsóknarverk- efni sem einnig tengdist geimnum. Enn fremur þurftu liðin að gera grein fyrir því hvernig þau for- rituðu vélmennin sem þau mættu með í keppnina og síðast en ekki síst horfði dómnefnd til liðsheild- ar. Þátttaka í keppninni reyndi því á margs konar hæfni og þekkingu grunnskólanemanna. Þegar dómnefnd hafði metið alla þessa þætti hjá liðunum stóðu Myllarnir, lið Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ, uppi sem sigurvegari en það er skipað níu nemendum úr skólanum. Liðið sigraði einnig í vélmennakapphlaupi keppninn- ar. Besta liðsheildin kom í hlut Galaxia Paradizo úr Grunnskóla Hornafjarðar, besta rannsókna- verkefnið var Gravity úr Garða- skóla í Garðabæ og besta hönnun og forritun vélmennis var Oxygen úr Grunnskóla Hornafjarðar. mm Tækni- og hönnunarkeppni meðal grunnskólabarna Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, skrifaði í síðustu viku undir sex reglugerðir sem allar snúa að því að bæta þjón- ustu við fatlaða og tryggja aukið eft- irlit með aðbúnaði á heimilum og stofnunum sem þjóna fötluðum. Markmið þeirra er að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til að njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Setning reglugerðanna eru viðbragð við könnunum og fréttum undan- farinna ára þar sem alvarlegar brota- lamir hafa komið í ljós varðandi að- búnað fatlaðs fólks. Unnið hefur ver- ið að reglugerðunum í ráðuneytinu um nokkra hríð og haft samráð við fjölda hagsmunaaðila sem áttu full- trúa í nokkrum af þeim starfshópum sem skipaðir voru til að taka þátt í vinnunni. Alls tóku 46 utanaðkom- andi fulltrúar frá ýmsum samtökum þátt í störfum hópanna, þar á með- al frá Þroskahjálp, Öryrkjabandalagi Íslands, NPA-miðstöðinni og Átaki, félagi fólks með þroskahömlun. Reglugerðirnar eru settar í kjöl- far nýrra laga um þjónustu við fatl- að fólk með langvarandi stuðnings- þarfir sem tóku gildi 1. október síð- astliðinn. Þær reglugerðir sem ráð- herra undirritar í dag eru eftirfar- andi: Reglugerð um biðlista, forgangs- röðun og úrræði á biðtíma eftir þjónustu. Reglugerð um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra þjónustu- og rekstrar- aðila sem veita þjónustu við fatlað fólk. Reglugerð um starfsemi og að- búnað á skammtímadvalarstöðum. Reglugerð um búsetu fyrir börn með miklar þroska- og geðraskan- ir. Reglugerð um eftirlit og eftir- fylgni vegna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglugerð um breytingu á reglu- gerð um húsnæðisúrræði fyrir fatl- að fólk, nr. 370/2016. mm Bæta á réttindi og eftirlit með aðbúnaði fatlaðs fólks

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.