Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 201822 hönnun og handverki og er af ýmsu að taka. Sjöfn, Gerður og Eygló fást allar við textíl, Bryndís við grafík og teikningu og Ingigerður við leir- og myndlist. Flestar í hópnum höfðu áður tekið þátt í Gallerí Urmul, sem var starfrækt í sama húsi þar til í árs- lok 2016. Þeim langaði hins vegar að prófa annað fyrirkomulag en að standa saman að galleríi. „Hugmyndin með galleríi er allt önnur, þar tekur handverksfólks sig fyrst og fremst saman um að selja vörurnar sínar. En okkur langaði að vera með sameiginlega vinnu- stofu og geta mætt þangað þegar hentar hverri og einni, án þess að vera bundin af fyrirfram ákveðn- um tímum,“ segir Sjöfn. „Þannig erum við líka sýnilegri, ekki hver í sínu horni,“ bætir Eygló við. „Tím- inn nýtist líka betur á svona vinnu- stofu en í galleríi. Í staðinn fyrir að vera með vinnustofuna heima, búa þar til vöruna, fara með hana í gall- eríið og standa síðan í afgreiðslunni þar, þá er tíminn sem ekki er verið að afgreiða einfaldlega nýttur í vinn- una,“ segir Ingigerður. „Síðan finnst okkur líka skemmtilegra að bjóða fólki að koma og skoða þar sem varan verður til, fylgjast með okk- ur vinna og spjalla í rólegheitum við okkur,“ segir Sjöfn. „Það er óvenju- legt fyrir fólk að koma á vinnustofur og margir hafa rekið hér inn nefið af einskærri forvitni. Það þykir mér skemmtilegt,“ og hinar taka und- ir það. „Hingað hafa margir komið og heimsótt okkur þessa mánuði frá því við komum okkur fyrir. Allir eru glaðir og ánægðir að sjá starfsemi aftur í húsinu,“ segir Ingigerður. Enginn fastur opnunartími er á vinnustofum listakvennanna. Hins vegar eru allir velkomnir ef einhver er á staðnum. „Reglan er bara sú að ef það er dregið frá glugganum, þá er opið. Þá er að minnsta kosti ein okkar á staðnum og öllum velkomið að líta við,“ segja þær. Góður hópur Handverkskonurnar komu sér fyrir á vinnustofunum síðsumars, en að- dragandinn að því var langur. „Fyr- ir bráðum tveimur árum síðan byrj- uðum við Eygló að leita að skemmti- legum hópi til að standa saman að vinnustofum og hentugu hús- næði,“ segir Gerður. „Við skoðuð- um örugglega tíu staði áður en við komum hingað,“ segir Eygló. „Að lokum ákváðum við að koma hingað, þessi hópur og erum ánægðar hérna. Þetta er mjög góður hópur og þó Sjöfn sé nærri helmingi yngri en við hinar þá náum við allar vel saman, þykir vænt um hvora aðra og njót- um þess að vera hérna saman,“ seg- ir Gerður og hinar taka undir það. „Samstaðan í hópnum er góð og við fáum hvatningu og höfum stuðning af hvorri annarri. Sjálf var ég að spá í að hætta áður en þetta kom til, var orðin leið á að vera alltaf ein á minni heimavinnustofu,“ segir Sjöfn. „Það er gaman að vinna í sínu með fólki sem hefur þetta sameiginlega áhuga- mál sem hönnun er, geta rætt um það og unnið að sínu í kringum aðra hönnuði,“ segir Ingigerður. Jólavertíðin undirbúin Þessa dagana vinna listakonurnar hörðum höndum að undirbúningi jólavertíðarinnar. „Það er ástæða til að benda þeim sem þurfa að láta gera við föt fyrir jólin á að koma með fötin sín fyrir jól,“ segir Gerður og hinar hlæja við. „Það er ekki nóg að koma með föt á Þorláksmessu ef þau eiga að vera tilbúin fyrir hátíðirnar,“ bætir hún við. „Einnig er ástæða til að panta alla gjafavöru tímanlega, sérstaklega ef fólk er með sérpant- anir eins og til dæmis skreyttar bæk- ur eða annað slíkt. Þá er vissara að panta fyrr en síðar til að gjafirnar komist nú örugglega í jólapakkann,“ segir Bryndís. Í aðdraganda hátíðanna hyggj- ast þær vera með jólaopnun, nokkra laugardaga í desember. „Það hefur þó ekki verið ákveðið nákvæmlega hvaða daga, en við munum auglýsa það þegar nær dregur,“ segja þær. „Þegar fram líða stundir sjáum við fyrir okkur að geta haldið námskeið hér í húsinu, en það verður þó aldrei fyrr en eftir áramót,“ segir Gerður. „En við tökum á móti hópum. Ef saumaklúbbar eða aðrir smærri hóp- ar hafa áhuga á að koma til okkar, skoða og njóta í rólegheitum þá má alltaf hafa samband,“ segir Eygló. „Annars gildir bara að allir eru vel- komnir ef það er dregið frá. Við hvetjum alla til að líta við hjá okk- ur, skoða vörurnar, spjalla við okk- ur og njóta sín í rólegheitum og láta sér líða vel,“ segja listakonurnar við Kirkjubraut að endingu. kgk/ Ljósm. ki. Félag í eigu stofnenda Íslenska gámafélagsins, stjórnarformanns- ins Jóns Þóris Frantzsonar og Ólafs Thordersen, hefur fest kaup á meiri- hluta hlutafjár í félaginu og dóttur- félagi þess, Vélamiðstöðvarinnar. Kaupverðið er trúnaðarmál. Sölu- ferli Íslenska gámafélagsins hófst í sumar þegar boðnir voru til sölu allir hlutir í félaginu í eigu eignar- haldsfélagsins Gufuness og fram- takssjóðsins Auðar I slf. Hjá Íslenska gámafélaginu og dótturfélögum þess starfa um 300 manns, en aðalstarfsemi Íslenska gámafélagsins er almenn sorphirða og útleiga á gámum, bifreiðum og tækjum. Velta félagsins er tæpir fimm milljarðar króna, en heildar- eignir þess námu 5,5 milljörðum í lok árs 2017. Viðskiptavinir eru um 4.500 talsins og samanstanda af 2.800 fyrirtækjum og stofnunum, 1.700 einstaklingum og 23 sveitar- félögum. Fyrirtækið er m.a. með starfsemi í Grundarfirði, Stykkis- hólmi og Borgarnesi. Jón Þórir Frantzson hefur tekið aftur við sem forstjóri félagsins og Ólafur Thordarsen við stöðu að- stoðarforstjóra, en hann var áður framkvæmdastjóri þjónustusviðs Ís- lenska gámafélagsins. Eftir viðskipt- in eru þeir Jón Þórir Frantzson og Ólafur Thordersen jafnframt stærstu einstöku hluthafar félagsins. „Þessi niðurstaða er mér mikið ánægjuefni og má kannski segja að fyrirtækið sé komið aftur heim, í hendur okkar sem stóðu að stofnun þess á sínum tíma. Ég hlakka til að halda áfram því góða og mikilvæga starfi sem unnið er hjá Íslenska gámafélag- inu og vinna að frekari framgangi og uppbyggingu félagsins, með því góða fólki sem hér starfar,“ segir Jón Þórir Frantzson í tilkynningu. mm Jón Þórir Frantzson forstjóri (t.v) og Ólafur Thordersen aðstoðarforstjóri Íslenska gámafélagsins. Íslenska gámafélagið selt fyrri eigendum Þær Bryndís Siemsen, Eygló Gunn- arsdóttir, Gerður Guðrúnar, Ingi- gerður Guðmundsdóttir og Sjöfn Magnúsdóttir halda saman úti vinnustofu að Kirkjubraut 54 á Akra- nesi. Þar sinna þær listsköpun sinni, Líflegar listakonur við Kirkjubraut á Akranesi „Ef það er dregið frá, þá er opið og allir velkomnir“ Sjöfn Magnúsdóttir kjólasveinn við vinnuborðið sitt. Gerður Guðrúnar við föt sem hún hannar og saumar. Listakonurnar á vinnustofunni við Kirkjubraut. F.v. Sjöfn Magnúsdóttir, Eygló Gunnarsdóttir, Bryndís Siemsen, Gerðru Guðrúnar og Ingigerður Guðmundsdóttir. Bryndís fæst við hvers konar grafík og teikningu og hefur m.a. verið að þrykkja barnamyndir. Ingigerður leir- og myndlistarkona. Eygló Gunnarsdóttir fæst einkum við textíl.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.