Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 201828 Sigmundur Dav- íð ákvað að rísa úr fylgsni sínu og koma með smá realtalk á flokksráðsfundi Mið- flokksins á Akureyri fyrr í þessum mán- uði. Það sem ég tók úr þeirri ræðu, sem orsakaði það að þing- maður Sjálfstæðis- flokksins kallaði hann sjálfhverfa lyddu, var ekki hversu mikill eldklerkur hann er í augum flokksmanna Miðflokksins. Hann er eitthvað annað. Þegar ég var búinn að hugsa vel og lengi um hliðstæður Sigmund- ar í heimssögunni small það loksins. Hann er eins og diet- útgáfan af Cato eldri. Þú veist sá sem sagði alltaf eftir ræður sínar í öldungarráði Rómar: „Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.“ Geggjaður. Líkindin eru sláandi. Cato kom úr fjölskyldu alþýðufólks sem hafði hlotið nokkurn frama, grísk áhrif á rómverska menningu voru Cato eitur í beinum. Hann kynnist Va- lerius Flaccusi sem hafði miklar mætur á honum. Flutti til Rómar og gerðist að lokum ræðismaður. Sigmundur kemur úr fjölskyldu al- þýðufólks sem hafði hlotið nokk- urn frama, erlend áhrif á íslenska menningu eru Sigmundi eitur í beinum. Hann kynnist Tryggva Agnarssyni sem hefur miklar mæt- ur á honum (hann stofnar Mið- flokkinn og gefur Sigmundi). Líkt og Cato elskaði landbúnað ger- ir Sigmundur það líka. Róm var í hnignun á þessum tíma að mati Cato og ekki hjálpuðu ófærir stjórnmálamenn til með það, sama segir Sigmundur og hans fólk. Ég gæti haldið áfram með hve líkind- in á milli Sigmundar og skikkju- sveipaða ræðismannsins Cato en blaðið þarf að hafa pláss fyrir aðrar fréttir og pistla. Við skulum bara segja að sagan eigi það til að end- urtaka sig. Að lokum. Ein af mínum sak- bitnu sælum er að bíða eftir helginni á instagram sem DV tek- ur saman. Mér er reyndar skít- sama um alla áhrifavaldana þar sem virðast ekki gera neitt annað en að lyfta, standa á strönd/fjalls- toppi/auglýsa föt og borða ekkert annað en brunch og auglýsa smo- othies. Ég bíð eftir myndunum hans Rúriks því ég verð að viður- kenna að þegar hann tekur hárið sitt upp í snúð og setur upp Wa- yfarer-inn sinn í 66° úlpunni sinni þá kikna ég í hnjánum. Þær hlið- stæður sem mér dettur í hug til að lýsa áhrifamiklum líkamsburð- um hans eru bara að finna í grískri goðafræði; Narcissus, Achilles og Adonis. Ég kýs að líkja hon- um við Adonis, hann var elskhugi Afródítu. Hann var yfirgengilega myndarlegur maður sem elskaður var af guð. Líkt og Rúrik er elsk- aður af meirihluta kvenpenings, ég meina karlpenings heimsins. Ann- að eins eintak hefur ekki sést síð- an Olaf Mellberg stjórnaði vörn- inni með örugglega vöxnu skeggi sínu og bláum augum. Allavega, ég fæ ekki nóg af instagramminu hans Rúriks. Hvort sem hann er á sundlaugarbakkanum eða í viðtali með slegið hár. Borgnesingar ættu að monta sig meira af því að eiga hlut í honum. Kveðja Axel Freyr Eiríksson Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Af sjálfhverfum lyddum og fegurðardýrkun PISTILL Hið árlega Árgangamót ÍA var haldið í áttunda sinn síðastliðinn laugardag. Eins og kunnugt er etja þar kappi lið árganga sem hafa æft knattspyrnu með ÍA í gegnum tíð- ina. Þátttaka í mótinu var góð að vanda. Að þessu sinni voru 23 lið skráð til leiks í öllum flokkum, eða samtals 234 leikmenn. Liðin skiptust í tíu liða ungliðadeild, níu liða lávarðadeild og fjögurra liða kvennadeild. Árgangur 1983 bar sigur úr být- um í ungliðadeildinni eftir sigur á árgangi 1986. Í lávarðadeild- inni var það árgangur 1974 sem lagði árgang 1973 í spennandi úr- slitaleik og nýliðarnir í árgöngum 1989-1993 sigruðu kvennadeild- ina eftir hnífjafna keppni við ár- ganga 1984-1986. Að kvöldi dags tók við kvöld- skemmtun árgangamótsins og dansleikur þar sem keppendur dönsuðu fram á rauða nótt, sumir stífari en aðrir eftir átök dagsins. kgk/ Ljósm. gbh. Árgangamót ÍA var haldið á laugardaginn Farið framhjá markverðinum. Sumum gekk vel en öðrum ekki. Hlaðið í skot. Axel Freyr Eiríksson var líklega best klæddi keppandinn á mótinu. Nýliðarnir í árgangi 1989-1993 komu sáu og sigruðu í kvennadeildinni. Valdi Kriss lætur vaða. Ekki í fyrsta skiptið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.