Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 201812 Sveitarfélagið Dalabyggð boðaði til íbúafundar í Dalabúð þriðju- dagskvöld síðustu viku. Á dag- skrá fundarins var eitt mál, Laug- ar í Sælingsdal, staða og framtíð. Fundinum stýrði Páll S Brynjars- son, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Fyrir- komulag fundarins var þannig að allir sjö fulltrúar í sveitarstjórn lýstu í upphafi afstöðu sinni til sölu fasteigna á Laugum og skýrðu stöðu málsins, en eftir það var orðið gefið laust þannig að íbúar gætu tjáð sína skoðun og varpað fram fyrirspurnum. Fjölmargir af um 130 gestum á fundinum stigu í pontu. Heilt yfir var fundurinn gagnlegur og málefnalegur þrátt fyrir að fólk hefði ákveðnar skoð- anir með eða á móti sölu fasteigna á fyrrum skólastaðnum. Engu að síður er ljóst að eftir fundinn ligg- ur skýrar fyrir en áður hver af- staða bæði sveitarstjórnar og íbúa er í málinu. Sala reynd Aðdragandi að máli því sem var til umræðu á rætur á síðasta kjör- tímabili. Þáverandi sveitarstjórn samþykkti að bjóða til sölu fast- eignir sem tengjast fyrrum starf- semi skólahalds á Laugum og freista þess að sveitarfélagið gæti með því móti komið þeim í hend- ur einkaaðila til atvinnusköpun- ar. Um leið færðist þungur rekst- ur staðarins af sveitarsjóði. Flest- ir íbúar litu þannig á að andvirði sölunnar yrði nýtt til uppbygging- ar nýrra íþróttamannvirkja í Búð- ardal, nærri grunn- og leikskóla. Almenn skoðun íbúa er að slík uppbygging sé aðkallandi. Fyrri sveitarstjórn mat það svo að ekki væri hægt að setja uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal á dagskrá án þess að afla til þess fjár með eignasölu. Í stuttu máli voru mannvirki á Laugum og síðar einnig jörðin Sælingsdalstunga ásamt vatnsrétt- indum, boðin til sölu. Fyrst fyrir um hálfan milljarð króna, en síðar var óskað tilboða, þegar ljóst þótti að tilboðin voru ekki að streyma inn. Eitt tilboð barst frá fyrirtæk- inu Arnarlóni ehf. og var í því far- ið fram á að hluti kaupverðs yrði með svokallaðri seljendaábyrgð og miðað við að Dalabyggð lánaði hluta kaupverð eða greiðslum yrði seinkað gegn veði. Skömmu fyr- ir síðustu kosningar var farið um sveitarfélagið með undirskrifta- lista þar sem því var mótmælt að sveitarfélagið veitti slíkt seljen- dalán eða gengist í ábyrgðir. Þá er túlkað sem svo að óheimilt sé fyr- ir sveitarfélagið að selja jarðhita- réttindinn og kom það fram í áliti Orkustofnunar dagsett 15. ágúst síðastliðinn. Á fundum sveitar- stjórnar í apríl og aftur í júlí kom síðan í ljós að af sölu fasteigna á Laugum yrði ekki og var tilboðs- gjafa tilkynnt það með formlegum hætti eftir fund sveitarstjórnar 12. júlí. Þungur rekstur Fram kom í máli fjölmargra sem til máls tóku á fundinum í Dala- búð að rekstrarlega sé óhagkvæmt fyrir Dalabyggð að eiga og reka mannvirkin á Laugum miðað við núverandi notkun og eignarhald. Verulega skorti auk þess á að við- hlýtandi viðhald gæti átt sér stað á mannvirkjum. Sveitarfélagið greiði því bæði með eignum og getur ekki haldið verðgildi þeirra við. Fram kom að meirihluti sveit- arstjórnar og þorri þeirra íbúa sem til máls tóku að fólk er fylgj- andi því að haldið verði áfram með þreifingar um sölu Lauga, en þó þannig að heitavatnsréttindi verði undanskilin. Um jörðina Sælings- dalstungu töldu nokkrir fundar- menn að ætti að kappkosta að selja til búrekstrar fremur en að hún fylgdi með í einum pakka til kaup- enda sem ætluðu sér að reka ferða- þjónustu á Laugum. Tvö samhangandi mál Svo var að heyra á hluta sveitar- stjórnar að ekki væri útséð með sölu mannvirkja á Laugum til fyr- irtækisins Arnarlóns, en það skal ítrekað að um það er ekki sam- hljómur í sveitarstjórninni. Þær viðræður hafi vissulega siglt í strand í sumar af þeim ástæðum sem nefndar hafa verið um vatns- réttindi og söluábyrgðir. Flest- ir sem tjáðu sig á fundinum, jafnt sveitarstjórnarfólk sem almenn- ir íbúar, telja mjög aðkallandi að byrjað verði að undirbúa bygg- ingu íþróttamannvirkja í Búðar- dal. Það beinlínis dragi úr mögu- leikum að nýir íbúar vilji setjist að á svæðinu að aðstöðu skort- ir til íþrótta- og tómstundastarfs. Þá rýri það einnig búsetuskilyrði fólks á öllum aldri. Sú framkvæmd að byggja nýtt íþróttahús hafi hins vegar verið sett í samhengi með sölu fasteigna á Laugum enda hef- ur sveitarfélagið ekki fjárhagslegt bolmagn til slíkrar fjárfestingar án þess að getað losað um aðrar eignir. Eyjólfur Ingvi oddviti kvað reyndar skýrt á um það að hann setti byggingu íþróttahúss ekki í samhengi við sölu Lauga, þetta væru tvö aðskilin mál, þótt í huga einhverra væru þau spyrt sam- an. Sjálfur kvaðst hann sem odd- viti ekki styðja það að hafin verði bygging nýs íþróttahúss í Búðar- dal nema sveitarsjóður losaði um peninga í öðrum eignum áður. Komið að ákvörðun Sem fyrr segir kváðu fjölmarg- ir íbúar sér hljóðs á fundinum. Jóhann Sæmundsson rakti sögu uppbyggingar á Laugum og skóla- halds þar. Byggingu íþróttahúss, sundlaugar og byggðasafni var komið fyrir í húsakynnum. Sveinn Gestsson taldi rétt að falast eft- ir því við ríkið að Dalabyggð fái húsnæði fyrrum Húsmæðraskól- ans á Staðarfelli og að byggðasafn- inu verði komið þar fyrir. Bætti Sveinn því við að rétt væri að fara fram á tvö til þrjú hundruð millj- ónir króna í meðgjöf til þess verk- efnis. Trausti Bjarnason á Á spurði sveitarstjórn út í kostnað við rekst- ur Lauga og hvaða áhrif sú niður- staða hefði á rekstur sveitarfélags- ins. Taldi hann nauðsynlegt að vita þær tölur til að íbúar gætu mynd- að sér skoðun um sölu Lauga. Í svari Kristjáns Sturlusonar sveit- arstjóra kom fram að Dalabyggð á um 73% í Dalagistingu. Fram kom að rekstrarkostnaður hefði verið um 60 milljónir króna sam- anlagt síðustu fjögur árin og upp í þann kostnað kæmu um 11 millj- ónir í tekjur. Trausti á Á og margir fleiri sem til máls tóku sögðu skýrt að dýrast væri fyrir sveitarfélagið að gera engar breytingar. Komið væri að því að taka verði afstöðu til framtíðar Lauga. Valdís Gunnarsdóttir birti tölur um íbúaþróun í Dalabyggð, sem verið hefur neikvæð síðustu árin. Augljóslega þyrfti að fara í átak og með tiltækum ráðum snúa þeirra þróun við og benti hún á að bygg- ing íþróttahúss væri eitt að því sem yrði að ráðast í. Fylgjandi óbreyttri starfsemi á Laugum Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir frá Efri-Múla í Saurbæ tók til varna fyrir áframhaldandi eignarhaldi Dalabyggðar á Laugum. Óttaðist hún hvað gæti gerst ef staðurinn yrði seldur. Sagði hún starf ung- mennabúðanna mikilvægt fyrir héraðið og ekki síður landið allt. Þar dveldu að jafnaði 1500-1800 unglingar á hverju ári og að á þessu ári færi sá fjöldi í 2200. Alls hefðu 25 þúsund ungmenni dval- ið á Laugum í gegnum tíðina og slíkt væri góð kynning á héraðinu. Laugar í núverandi mynd væru mikilvægur vinnustaður í sveitar- félaginu og þar fengi ungt fólk úr héraðinu tækifæri og kæmi heim til starfa að framhaldsnámi loknu. Nefndi hún einnig þá hugmynd að starfrækja lýðháskóla á Laugum á sumrin. Þar væri auk þess heitt vatn sem hægt væri að nýta t.d. til garðyrkju. Vísaði Elísabet að end- ingu til 2. greinar siðareglna sveit- arstjórnar þar sem segir að sveitar- stjórnarfulltrúar þurfi ætíð að hafa almannahagsmuni í huga. Betra að bjóða á sanngjörnu verði Steinunn Matthíasdóttir rakti í innleggi sínu þá reynslu sem hefði fengist þegar skólamannvirki á Laugarbakka í Miðfirði voru seld gegn vægu gjaldi. Þar hefði kaup- endum tekist í ljósi lágs kaupverðs að gera mannvirki upp af myndar- skap þannig að þar þrífst nú hót- elrekstur vel. Taldi hún það sama gæta gerst ef mannvirki á Laugum yrði verðlögð sanngjarnt. Hvatti hún til þess að haldið yrði áfram viðræðum við Arnarlón um kaup á mannvirkjunum. Gagnrýndi hún jafnframt að sumir sem hefðu beitt sér fyrir íbúakosningu um sölu Lauga fyrir kosningar í vor hefðu verið á annarri skoðun eftir kosn- ingar. Ragnheiður Pálsdóttir, sem sæti á í sveitarstjórn, svaraði þeirri gagnrýni á þann hátt að hún væri fylgjandi sölu fasteigna á Laugum en ítrekaði að vanda yrði til verka. Var hún ekki tilbúin að setja í íbúa- kosningu óljósar tillögur sem e.t.v. stæðust ekki lagatæknileg atriði. Meðal annars hefði komið fram að sveitarfélaginu væri ekki heimilt að selja heitavatnsréttindin. Óraunhæfar væntingar Fyrir fundinn lá það í loftinu að gremju hefur gætt í garð sveitar- stjórnar vegna þess hversu mál þetta hefur dregist. Sú gremja er mögulega mest vegna væntinga um hátt söluandvirði fasteigna á Laugum, væntinga sem ekki stóð- ust með tilliti til eftirspurnar. Í hugum hins almenna íbúa, sem og fyrrum sveitarstjórnar, átti að byggja nýtt íþróttahús fyrir sölu- andvirði fasteigna á Laugum og má segja að fólk hafi verið búið að ráðstafa í huganum þeim fjármun- um áður en þeir voru í hendi. Forvarnargildi íþróttamannvirkja Anna Sigríður Grétarsdóttir rakti mikilvægi þess að komið verði upp íþróttamannvirkjum í Búðar- dal, ekki síst vegna þess forvarnar- gildis sem góð aðstaða hefur fyrir unga fólkið. Heilbrigðir lífshætt- ir byggist á að sú aðstaða verði byggð upp og hreyfingarleysi væri í dag helsta ógnunin við lýðheilsu. Góð íþróttaaðstaða væri til dæmis öflugt mótvægi við þá vá sem felst í alltof mikilli skjánotkun ungs fólks. Taldi hún þetta mun stærra mál fyrir sveitarfélagið að leysa, stærra en sala fasteigna á Laugum, þótt vissulega hangi þessi tvö mál saman í huga flestra. Fjölmargir fleiri tóku til máls sem of langt mál yrði að rekja. Meðal annarra Rúna Blöndal sem nýflutt er í sveitina úr þéttbýlinu á Akranesi. Fannst henni jákvætt hversu elskulegar móttökur hún hafi fengið hjá íbúum og þakkaði Málefni Lauga rædd á íbúafundi Um 130 manns sóttu íbúafundinn í Dalabúð. Í ræðustól er Jóhann Sæmundsson aldursforsetinn á fundinum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.