Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 15 Lau�arda�inn 24. nóvember 2018 o� hefst kl. 12:00 Lo�alandi, Reykholtsdal Silfursti�amót – 48 spil Kaffihlaðborð í hléi að hætti kvenféla�sins Verðlaun: 1. sæti – 35.000 kr. 2. sæti – 25.000 kr. 3. sæti – �jafabréf í tvímennin� á Rvk. Brid�e festival 2019 13. sæti – �jafabréf í jólatvímennin� Brid�eféla�s Hafnarfjarðar 2018 24. sæti – �jafabréf í jólatvímennin� Brid�eféla�s Hafnarfjarðar 2018 Útdráttarverðlaun fyrir einstaklin�a (fyrir þá sem ekki hafa unnið til verðlauna) Gjafabréf: Hótel Húsafell, Víð�elmir, Landsámssetrið, Icelandair Hótel Hamar o� Íslandshótel ÞORSTEINSMÓTIÐ Í BRIDGE Þátttöku�jald er 8.000 kr. á parið Ath. �reiða þarf með reiðufé. Skránin� á: BRIDGE.IS (viðburðada�atal) í síðasta la�i 22. nóvember Steini á Hömrum Þorsteinn Pétursson kennari (1930-2017) hafði mikla unun af spilamennsku. Aðalle�a spilaði hann lomber o� brid�e o� varð m.a. Íslandsmeistari í tvímennin�i eldri spilara árið 1994. Hann starf- aði mikið að féla�smálum o� var m.a. formaður Brid�eféla�s Bor�arfjarðar. Hann ásamt fleirum beitti sér fyrir því að brid�e yrði kennt í héraðinu, börnum sem fullorðnum, o� átti drjú�an þátt í að Brid�eféla� Bor�arfjarðar var o� er eitt fjölmenn- asta brid�eféla� landsins. SK ES SU H O R N 2 01 8 Vísur - Til minnin�ar um Þorstein Pétursson Í hrifningu geng ég hingað inn og hugsa um minning eina. Hjartanlega hláturinn, sem hljómaði á Steina. Kristján Björn Snorrason (2017) Þrautagóður Þorsteinn var, þá hann ái í vanda. Séður, slyngur af estum bar, með spilin milli handa. Þórður Þórðarson (2018) OPIÐ Í VETUR ÞRIÐJUDAGA: 11.30 - 13 17 - 20 MIÐVIKUDAGA: 17 - 20 FIMMTUDAGA: 11.30 - 13 17 - 20 FÖSTUDAGA: 17 - 20 Til að tryggja rétta skráningu og bæta eftirlit með heimagist- ingu í landinu var Heimagisting- arvakt efld með sérstakri fjárveit- ingu ferðamálaráðherra síðasta sumar. Heimagistingarvaktin hef- ur þegar skilað umtalsverðum ár- angri. „Heimagistingarvaktin er starfrækt á vegum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sem hefur nú þegar samþykkt 1.860 skráningar á heimagistingu á þessu ári en á öllu síðasta ári var fjöldinn 1.059. Frá miðjum september hefur Heima- gistingarvaktin framkvæmt 136 vettvangsheimsóknir á höfuðborg- arsvæðinu, Suðurlandi og á Suð- urnesjum í kjölfar upplýsinga sem fram hafa komið í ábendinga- og frumkvæðiseftirliti með óskráðri skammtímaleigu,“ segir í tilkynn- ingu frá ráðuneyti ferðamála. Sam- kvæmt því er þessi herferð ekki haf- in í öðrum landshlutum. „Á þessum tíma hefur lögregla stöðvað starfsemi þriggja rekstr- arleyfisskyldra gististaða á höfuð- borgarsvæðinu og óskað hefur ver- ið eftir lögreglurannsókn og eftir atvikum lokun á átta rekstrarleyf- isskyldum gististöðum utan höf- uðborgarsvæðisins. Þá hefur 18 málum verið formlega lokið með álagningu stjórnvaldssekta og tugir mála eru til meðferðar vegna brota á skráningarskyldu sem verður að óbreyttu lokið með stjórnvalds- sektum. Heildarupphæð fyrirhug- aðra og álagðra stjórnvaldssekta vegna umræddra mála nemur um 40 milljónum króna.“ Þórdís Kolbrún R Gylfadótt- ir ráðherra ferðamála segir að það sé allra hagur að farið sé að lögum við útleigu heimagistingar. „Það er gleðilegt að átaksverkefni í heima- gistingarvakt hefur nú þegar skilað tilætluðum árangri,“ segir hún. mm Heimagistingar- vaktin „böstar“ óskráða gistiþjónustu Í ár hefur því verið fagnað með ýmsu móti að 100 ár eru liðin frá að hornsteinn var lagður að skóla- starfi við Háskólann á Bifröst en árið 1918 var stofnaður í Reykja- vík Samvinnuskólinn sem Háskól- inn á Bifröst á rætur sínar að rekja til. Starfsemi hófst í desember en skólasetningin hafði þá dregist nokkuð vegna spænsku veikinnar sem geisaði í Reykjavík. Jónas Jóns- son frá Hriflu var fyrsti skólastjóri Samvinnuskólans og skilgreindi hann skólann sem foringjaskóla og mótaði hann eftir fyrirmynd Ru- skin College í Oxford þar sem Jón- as hafði sjálfur verið við nám. Í dag er skólinn viðskiptaháskóli sem hefur það hlutverk að mennta ábyrgt forystufólk í atvinnulífinu og samfélaginu og útskrifa leiðtoga sem bera hag starfsmanna sinna og umhverfis fyrir brjósti. Fjöl- breytt nám er í boði við viðskipta- deild og félagsvísinda- og lagadeild og er Háskólinn á Bifröst í farar- broddi í fjarnámi meðal íslenskra háskóla. Stundar megin þorri nem- enda fjarnám við skólann en býr að því að sækja vinnuhelgar í hinu fal- lega umhverfi á Bifröst í Norðurár- dal þangað sem skólinn var fluttur sumarið 1955. Mánudaginn 3. desember næst- komandi verður botninn sleginn í afmælisárið með veglegri dagskrá á Bifröst. Formaður stjórnar skólans og Vilhjálmur Egilsson rektor taka á móti forseta Íslands klukkan 13 en formleg dagskrá hefst klukkan Boðið til aldarafmælis á Bifröst 13:40 og stendur til klukkan 15 en að því loknu verður boðið til kaffi- samsætis á Hótel Bifröst. Sama dag verður opnuð ljósmyndasýning- in Samvinnuhús þar sem til sýnis verða m.a. ljósmyndir, gamlar og nýjar af öllum húsum og bygging- um, þar sem Samvinnuskólinn var til húsa fram að árinu 1982. Sýn- ingin verður auglýst nánar síðar. „Gestir og gangandi eru boðnir hjartanlega velkomnir á afmælis- fögnuðinn þann 3. desember næst- komandi og mættu gestir gjarnan boða koma sínu á Facebook við- burði hátíðarinnar eða á netfangið bifrost@bifrost.is,“ segir í tilkynn- ingu. mm/fréttatilk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.