Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 201824 Síðastliðinn föstudag var því fagn- að að tíu ár eru liðin frá því fyrir- tækið Ritari ehf. var stofnað á Akra- nesi. Viðskiptavinum og velunn- urum var boðið í heimsókn til að kynna sér starfsemina og samfagna með hópi starfsfólks. Ritari sérhæf- ir sig í heildarlausnum í skrifstofu- rekstri, hvort sem það er á sviði símsvörunar, bókana, bókhalds, út- hringiþjónustu eða annarra þátta sem hagkvæmt getur verið að út- vista úr eigin rekstri. Viðskiptavin- ir geta því verið sjúkranuddari eða lögfræðingur, stórfyrirtæki, stofnun eða einyrkjafyrirtæki. Eðli slíkrar skrifstofuþjónustu er að hún getur verið stödd hvar sem góða ljósleið- aratengingu er að hafa. Í dag eru tugir fyrirtækja um allt land í við- skiptum við Ritara og starfsmenn eru tólf. Stofnendur Ritara voru hjón- in Eyjólfur Rúnar Stefánsson og Arndís Halla Jóhannesdóttir, auk Reynis Georgssonar og Dagnýjar Halldórsdóttur. Ári áður höfðu þau ráðist í kaup á skrifstofuhúsnæði við Stillholt sem innréttað var sem skrifstofuhótel með sex sjálfstæðum vinnustöðvum með húsgögnum, símkerfi, nettengingu og öðrum búnaði sem slíkum rekstri fylgir. Eyjólfur sá að gott væri að forrita búnað sem miðlað gæti símtölum og annarri þjónustu og voru fyrstu verkefni Ritara á sviði úthringinga í símasölu. Þannig má segja að tölvu- grúsk við forritun hafi leitt til þess hugbúnaðar sem enn í dag er lyk- illinn að þjónustu Ritara. Síðar áttu eftir að bætast við þjónustuþættir á borð við bókanir og tímapantanir í tengslum við símsvörunina og síð- ar bókhald, heimasíðugerð, umsjón með rekstri húsfélaga og sitthvað fleira. Fyrirtækið óx og dafnaði á næstu árum og bættist í hluthafahópinn. Árið 2011 bættist Ingibjörg Valdi- marsdóttir í hóp hluthafa og tók við framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Fyrir tæpum tveimur árum kaupir loks EIH ehf., fyrirtæki í eigu Ingi- bjargar og Eggerts Herbertsson- ar eiginmanns hennar, allt hlutafé í Ritara. Samhliða þessum rekstri reka þau einnig Stay West, fyrirtæki á sviði hótelrekstrar á Vesturlandi. Að sögn Ingibjargar gengur rekst- ur Ritara prýðilega og segir hún tækifærin á þessu sviði þjónustu nær óþrjótandi. Fyrirtækið er nú til húsa í nýlegu skrifstofuhúsnæði við Esju- braut 49 en í sama húsi er auk þess Tölvuþjónustan til húsa. „Fram- tíðarsýn Ritara er að vera leiðandi í lausnum í rekstri fyrirtækja og bjóða viðskiptavinum okkar upp á afburðarþjónustu, sem að vísu fer öll fram í sýndarumhverfi, en það þýðir að rekstur fyrirtækisins sem kaupir af okkur þjónustuna fer fram óháð stað og tíma starfseminnar. Við getum leyst öll rekstrartengd verkefni viðskiptavina okkar beint frá skrifstofunni okkar og þurfum ekki endilega að vera á staðnum til að geta leyst verkefnin á faglegan hátt. Því má segja að við hjálpum viðskiptavinum okkar að sinna öll- um stundum þeim störfum sem til- heyra þeirra kjarnastarfsemi og við sjáum um hitt. Með því móti auk- um við framleiðni fyrirtækjanna því Ritari dregur úr kostnaði viðskipta- vina með því að auðvelda þeim að sníða sér stakk eftir vexti og kaupa sérfræðiþjónustu í skrifstofurekstri eftir þörfum,“ segir Ingibjörg. mm Tíu ára afmæli Ritara á Akranesi Það getur reynst hagkvæmt að útvista skrifstofurekstrinum og hlúa í staðinn að kjarnastarfseminni Starfsmenn Ritara í afmælisfagnaðinum síðastliðinn föstudag. Stofnendur Ritara voru hjónin Eyjólfur Rúnar Stefánsson og Arndís Halla Jó- hannesdóttir, sem lést fyrr á þessu ári eftir erfið veikindi. Hér er Eyjólfur ásamt hjónunum Reyni Georgssyni og Dagnýju Halldórsdóttur, sem einnig voru stofnendur Ritara. Rakel Eyjólfsdóttir og María Einarsdóttir sungu fyrir afmælisgesti. Mæðgur sem báðar hafa starfað hjá Ritara. Jóhanna L. Jónsdóttir og Ingibjörg Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri. Þegar hringt er í eitthvað af fyrirtækjum sem Ritari þjónar, færist hringingin til þjónustufulltrúa Ritara sem svarar og leiðbeinir viðskiptavininum áfram, bókar t.d. tíma eða hringir upp ákveðinn starfsmann. Inga Jóna Pálsdóttir er hér að afgreiða erindi. Halla Sigríður Bragadóttir tekur símtal. Handan við vegg í húsnæði Ritara er Tölvuþjónustan rekin, en eignatengsl eru milli fyrirtækjanna að hluta. F.v. Eggert Herbertsson, Valdimar Þór Guðmundsson og Eyjólfur Rúnar Stefánsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.