Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 201826 Í tilefni af þjóðhátíðardegi Pól- lands og 100 ára sjálfstæði þjóð- arinnar var haldin pólsk menning- arhátíð í Samkomuhúsi Grundar- fjarðar laugardaginn 11. nóvem- ber. Það voru Grundarfjarðarbær og pólskir íbúar í Grundarfirði sem stóðu fyrir hátíðinni en þar var sýning um Pólland, pólsk tón- list fékk að hljóma, andlitsmálning fyrir börn og pólskir þjóðarrétt- ir voru á boðstólnum. Það voru margir sem lögðu leið sína á há- tíðina sem heppnaðist afar vel. tfk Það er nokkuð ljóst að þegar við horfum til framtíðar þá erum við öll sammála um að íþróttaaðstaða er nauðsynleg fyrir unga jafnt sem aldna í Dalabyggð. Við megum samt ekki gleyma því að áhuga- málin geta verið fleiri en íþróttir og passa uppá að gera ávallt okkar besta til þess að muna eftir öllum. Við ættum að hugsa stórt til framtíðar og taka frá lóð í nýju deiliskipulagi fyrir íþróttahús af flottustu gerð ásamt sundlaug. Staðan í dag er þannig að ef við ætlum að byggja og reka íþrótta- hús í dag þá munum við ekki geta lagt af mörkum gagnvart öðr- um áhugamálum eins og t.d. að reka tónlistarskóla en tónlistar- nám hefur ekki verið í boði fyrir eldra fólk en grunnskólanemend- ur. Hestamennska (sem er reynd- ar líka íþrótt) en hestamannafélag- ið Glaður er með hvorki meira né minna en 154 félaga og telst stórt í ekki stærra samfélagi. Ég hef verið að hugsa þessi mál mikið út frá því hvernig við getum gert eitthvað fyrir alla eða allavega sem flesta. Gætum við byrjað á því að taka þá innviði sem þegar eru fyrir hendi og reyna að bæta þá og að- laga að þörfinni sem við stöndum frammi fyrir í dag? Getum við nýtt Dalabúð betur? Getum við sett dúk sem hentar til íþróttaiðkunar á gólfið í salnum í Dalabúð, nýtt kjallarann betur og komið upp viðunandi aðstöðu búningsklefa og lagað þetta hús- næði betur að þörfum okkar þar til við höfum efni á að byggja og reka íþróttahús í Búðardal. Getur Dalabyggð orðið hluthafi í Nesodda gegn því að einangra Nesoddahöllina og setja upp sal- ernisaðstöðu? Ef við gerðum það þá sé ég fyr- ir mér að þar væri hægt að gera ýmislegt fleira en gert er á hest- baki. Til dæmis væri hægt að vera með frjálsíþróttaæfingar, fótbolta, strandblak, skátastarf, eldri borg- arar gætu gengið innan dyra ýmist í Nesodda eða Dalabúð, það mætti jafnvel halda tónlistarviðburði og ótal margt annað sem félögum og einstaklingum dettur í hug. Ennþá er ekki búið að ákveða hvaða umræðuefni verða tekin fyr- ir á íbúaþinginu sem ákveðið hefur verið að halda. Hvort sem þú ert sammála þess- um hugmyndum eða bara alls ekki, væri ekki bara gott að nota íbúa- þing til að finna lausn á vöntun á íþróttaaðstöðu í Búðardal? Ragnheiður Pálsdóttir Höf. er í sveitarstjórn Dalabyggðar. Hugmynd sem skapaðist eftir umræður á íbúafundi 6. nóvember 2018 Pennagrein Laugardaginn 17. nóvember nk. verða sannkallaðir stórtónleikar í Vinaminni á Akranesi. Þar koma fram þau Kristinn Sigmunds- son bassasöngvari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni eru meðal annars ljóðasöngvar eftir Robert Schu- mann og Franz Schubert, ítalskar antik-aríur og íslensk sönglög eft- ir Atla Heimi Sveinsson. Aðgangs- eyrir er kr. 3.000 en Kalmansvin- ir greiða kr. 2.500. Miðasala er við inngang en hægt er að kaupa miða í forsölu í Vinaminni, föstudaginn 16. nóvember, milli kl. 10 og 16. Það er listafélagið Kalman sem stendur fyrir tónleikunum sem hefjast kl. 16. -fréttatilkynning Kristinn og Anna Guðný á tónleikum í Vinaminni Pennagrein Í bókun meirihluta Borgarbyggðar á sveitarstjórnarfundi 8. nóvember s.l. koma fram þau rök sem lögð eru til grundvallar viðmiðunarreglna um snjómokstur í Borgarbyggð. Það hefur ekki gengið nægilega vel að anna snjómokstri í dreifbýli þeg- ar að þörfin hefur verið mikil og því er nauðsynlegt að skerpa á hlutverki sveitarfélagsins er kemur að snjó- mokstri. Það er fyrst og fremst að sinna lögboðinni skyldu sinni eins og að tryggja aðgengi að skóla, að sorphirða geti átt sér stað og hægt sé að sinna félagsþjónustu. Markmið viðmiðunar- reglna og tilurð breytinga Árið 2016 voru gerðar viðmiðun- arreglur um snjómokstur í sveit- arfélaginu og hafa þær verið að- gengilegar á heimasíðu Borgar- byggðar. Upprunalega markmiðið með viðmiðunarreglum um snjó- mokstur var tilraun til þess að sam- ræma þjónustu í sveitarfélaginu og ítreka þjónustu snjómoksturs- fulltrúa. Einnig var leitast við að koma skipulagi á fyrirkomulagið til að skýra boðleiðirnar og að íbúum væri ljóst, t.d. í hvern ætti að hringja vegna snjómoksturs á viðkomandi svæði en það eru snjómoksturs- fulltrúar. Snjómokstursfulltrúar eru aðilar á nærsvæði sem þekkja við- komandi svæði vel. Þeirra hlutverk er að kalla út snjómokstursverktaka þegar þörf er á og vera í sambandi við Vegagerðina þar sem um helm- ingamokstur er að ræða. Síðastliðið vor funduðu snjó- mokstursfulltrúar í Borgarbyggð með sveitarstjóra og verkefnastjóra umhverfismála þar sem farið var yfir reynslu vetrarins og ræddar voru þær áskoranir sem blöstu við í störfum þeirra. Sú staða var uppi að snjómokstursfulltrúum bárust ótal símhringingar frá ósáttum íbúum sem töldu á sér brotið þar sem illa væri staðið að snjómokstri. Raunin var sú að erfitt var að anna mokstri allsstaðar þegar að þörfin var hvað mest. Sem dæmi má nefna símtöl frá fyrirtækjum og íbúum sem ósk- uðu eftir snjómokstri daglega heim að húsi, auk krafna um mokstur á plönum við heimahús og fyrirtæki. Þessi reynsla varð til þess að ákveð- ið var að skýra viðmiðunarreglur um snjómokstur enn betur og skil- greina nánar hvaða mokstri sveitar- félaginu beri að sinna og hverjum ekki. Skýra þurfti hvað fellur und- ir lögbundna þjónustu á vegum sveitarfélagsins og hvernig er hægt að halda aðgengi óskertu að þeirri þjónustu sem sveitarfélaginu ber að sjá íbúum fyrir. Málið hefur fengið töluverða um- fjöllun inn í umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd nú á haust- mánuðum þar sem allir kjörnir full- trúar gátu komið með athugasemdir og ábendingar varðandi fyrirliggj- andi breytingar. Viðmiðunarregl- urnar voru sendar inn til staðfest- ingar sveitarstjórnar á októberfundi en þaðan vísað aftur inn í byggðar- ráð að beiðni fulltrúa Framsóknar- flokks sem á ekki sæti í áðurnefndri nefnd. Byggðarráð Borgarbyggðar fjallaði sérstaklega um hvaða breyt- ingar sveitarstjórnarfulltrúar vildu að yrðu gerðar og brugðist var við þeim. Þrátt fyrir þennan feril máls- ins kusu framsóknarmenn á móti reglunum þegar að þær komu fyrir sveitarstjórn á síðasta fundi. Jafnræði og forgangsröðun Gagnrýni framsóknarmanna lýtur að- allega að því að mokstur vegna ein- stakra atvinnugreina sé ekki getið í við- miðunarreglum. Þau sjónarmið sem ráða för við endurskoðun reglnanna eru meðal annars að atvinnurekstur í sveitarfélaginu er mjög fjölbreyttur og ber sveitarfélaginu að gæta jafnræðis í störfum sínum en því telur meirihlut- inn að ekki sé stætt á því að hygla til- teknum atvinnugreinum umfram aðr- ar í viðmiðunarreglum sveitarfélagins. Ef þjónusta ætti allan atvinnurekstur með snjómokstri alla daga þá hefur það umtalsverðan kostnaðarauka í för með sér fyrir sveitarsjóð. Því eru sett- ar reglur sem ganga jafnt yfir alla þar sem lögbundnar skyldur sveitarfélags- ins eru í forgrunni. Varðandi mokstur í þéttbýli Borg- arbyggðar þá er að sama skapi og í dreifbýlinu skilgreint betur hvaða mokstursleiðir það eru sem sveitar- félaginu ber að sinna. Þar eru götur flokkaðar niður og þeim forgangs- raðað. Til dæmis eru húsagötur ekki mokaðar nema að þær séu við það að verða ófærar. Ekki eru mokuð bíla- stæði hjá einstaklingum eða á vegum einstakra fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt. Þá er rétt að halda því til haga að snjómokstur er mjög dýr þjónusta og því er það bein skylda kjörinna full- trúa að skilgreina vel hvernig að þjón- ustunni er staðið og setja mörk þar um. Markmið með settum viðmið- unarreglum er að hafa yfirsýn og gæta jafnræðis. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir Höfundur er formaður umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefndar í Borgarbyggð. Snjókorn í augum Framsóknarmanna? Þjóðhátíðardegi Póllands fagnað í Grundarfirði Pólskir íbúar ásamt hluta af menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar sem stóð að hátíðinni. Andlitsmálningin var vinsæl meðal yngri gesta á hátíðinni. Þarna er verið að lita fána Póllands eftir kúnstarinnar reglum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.