Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 19 „Það er svolítið lagt upp með að þetta sé eitthvað sem grípur,“ seg- ir Sveinn Arnar Sæmundsson, org- anisti og kórstjóri í Akraneskirkju, um lögin sem verða á nýjum diski sem Kór Akraneskirkju ætlar að gefa út fyrir jólin. Kórinn tók upp plötu í síðustu viku. Þrjú kvöld og fleiri klukkutímar fóru í að fín- pússa lögin og áætlað er að halda útgáfutónleika 15. desember. Tólf lög verða á plötunni; veraldleg og andleg, íslensk og írsk þjóðlög og íslensk dægurlög. Blaðamaður Skessuhorns fékk að kíkja við þeg- ar upptökur fóru fram síðastliðið fimmtudagskvöldi. Upptökurnar hófust kvöldið áður og söng kórinn til klukkan ellefu um kvöldið. Ekki jólatónlist Rétt fyrir klukkan sjö á öðru upp- tökukvöldi fara kórfélagar að tín- ast inn. Undirspilararnir æfa sinn hluta þegar blaðamaður kemur inn í Vinaminni. Jón Rafnsson leikur á kontrabassa og Viðar Guðmunds- son á píanóið. Einnig kemur Krist- ín Sigurjónsdóttir, fiðluleikari og meðlimur í kórnum, að undirleik á plötunni. Eyjólfur Rúnar Stefáns- son spilar á gítar í einu laganna og Halldór Hallgrímsson fer með ein- söng í öðru lagi. „Þetta er ekki jólatónlist þótt platan komi út rétt fyrir jólin,“ segir Sveinn Arnar og bendir á að það séu til dæmis þrjú lög eftir Benny Anderson úr ABBA á plöt- unni. Einnig verður frumflutt nýtt lag eftir Valgeir Guðjónsson Stuð- mann. „Vonandi kemst það á disk- inn,“ segir Sveinn Arnar og út- skýrir að lagið hafi ekki komið til kórsins fyrr en fyrir tveimur vik- um. „Þetta var ekki planað, það var bara ákveðið í síðustu viku að þetta yrði gert.“ „Við vonum bara að Skagamenn og nærsveitungar taki vel í þetta, því tónlistin er mjög hlustenda- væn. Margir textar eru eftir Skaga- fólk, þá þýddir og aðlagaðir,“ seg- ir Sveinn Arnar og telur upp Guð- mund Kristjánsson, Jón Gunnar Axelsson, Sigurbjörgu Þrastardótt- ur, Halldór Hallgrímsson og Jón- ínu Björgu Magnúsdóttur sem höf- unda texta á plötunni. Sjóaðir upptökustjórar Kórfélagar heilsast þegar þeir tín- ast inn í salinn. Andrúmsloftið er afslappað, fólk ræskir sig, hóstar og spjallar saman. Sumir sitja í hóp- um og humma lagið saman. Aðr- ir hafa ekki haft tíma til að borða kvöldmat og sporðrenna súkkul- aðistykki með malti úr glerflösku. Upptökustjórar eru Håkan Ekman og Dalamaðurinn Eyþór Ingi Jóns- son. Eyþór er organisti við Akur- eyrarkirkju og Håkan er upptöku- stjóri. Sveinn Arnar segir að þeir hafi stundað nám saman í kirkju- tónlist í Svíþjóð, svo farið í sitt- hvora áttina eftir námið. Eyþór hélt áfram að læra kirkjutónlist en Håkan lærði upptökustjórnun. Þeir hafa áður unnið saman að upptök- um á Íslandi. „Håkan hefur tek- ið upp nokkra diska fyrir Eyþór og svo hefur hann líka tekið upp Schola Cantorum kórinn í Hall- grímskirkju,“ segir Sveinn Arnar. „Ég fæ þá svolítið frjálsar hendur til að gera það sem ég þarf að gera. Eyþór er með eyrun og lætur okk- ur vita ef það er eitthvað sem þarf að laga.“ Og þegar líður að töku, þá skilur blaðamaður hvað Sveinn Arnar á við. Þurfa að færa út kvíarnar Kór Akraneskirkju hefur verið með fjölda tónleika síðustu ár og ekki síst vakið athygli fyrir frum- lega tónleika utan kirkjunnar, þar sem sungin eru veraldleg lög. „Við syngjum við messur og erum ekki með mikið af veraldlegri tónlist þar, en kórinn er líka sjálfstæð ein- ing. Okkur er frjálst að gera hvað sem er og við höfum gert það sem okkur sýnist,“ segir Sveinn Arn- ar og bætir við að kórinn þurfi að færa út kvíarnar með því að spila mismunandi tegund af tónlist til að ná til fólks. Rafmagnað andrúmsloft En nú fara upptökurnar að byrja. Sveinn Arnar gengur fyrir hóp- inn sem hefur safnast í sæti í öðr- um enda salarins. Hann hóar þeim saman, leiðbeinir og síðan byrja kórfélagar að syngja og fara í einu og öllu eftir leiðbeiningum Sveins Arnars, eða svo hljómar það fyrir blaðamanni. Eftir nokkur rennsli í gegnum fallegt og milt lag fer kórinn að koma sér fyrir á pöllun- um í kringum flygilinn og kontra- bassann. Eyþór kemur fyrir hóp- inn og hrósar félögum hans fyr- ir góða frammistöðu kvöldið áður, þegar kórinn söng sleitulaust í fjóra klukkutíma. „Ef þetta gengur eins vel og í gær verður þetta ekk- ert mál. Þetta er rosalega mjúkur og fallegur kór,“ segir hann. „En passið þreytuna.“ Hann heldur áfram að gefa þeim leiðbeiningar og er svo horfinn út úr salnum og skyndilega er loftið í salnum raf- magnað. Hurðinni úr salnum er læst og þögn færist yfir. Eyþór kallar í kallkerfi að hann og Håkan séu tilbúnir. „Hou- ston kallar tunglið,“ segir hann í gríni og uppsker nokkurn hlátur. Það er spenna í salnum. Nokkrir hósta, stynja, ræskja sig, en þeg- ar Sveinn Arnar lyftir höndunum fær hann fulla athygli allra í saln- um og dauðaþögn færist yfir. Svo stjórnar Sveinn Arnar kórnum inn í allt annað lag en blaðamað- ur hafði hlustað á æft áður. Þegar laginu er lokið verður aftur dauða- þögn og beðið eftir að heyra eitt- hvað frá yfirvaldinu í kallkerfinu. Dómurinn kemur nokkrum sek- úndum síðar, það þarf að laga hitt og þetta og kórinn syngur parta af laginu í klukkutíma. Annað kvöldið í röð lauk upptökum ekki fyrr en um rétt tæplega ellefu um kvöldið. klj Límtré-CLT-Stálgrind | Strúktúr ehf | www.struktur.is | struktur@struktur.is | Stangarhyl 7 | 110 Reykjavík | Sími: 588 6640 & 860 0264 | HÚS - BITAR - ÞÖK - KLÆÐNINGAR Komdu með teikninguna eða við teiknum fyrir þig. Taka upp plötu í Vinaminni Fylgst með upptökum þegar Kór Akraneskirkju tekur upp tólf laga plötu Þegar Sveinn Arnar rétti upp hendurnar varð dauðaþögn og eftir hans bendingu byrjuðu allir að syngja. Kirkjukórsfélagar hlustuðu af einbeitingu á Svein Arnar á meðan hann útskýrði tónfall og áherslur. Sveinn Arnar er hvatamaður að því að kirkjukórinn syngur ekki einungis kirkjuleg lög. Kontrabassaleikarinn Jón Rafsson leikur undir á plötunni. Hann var byrjaður að æfa undirspilið þegar blaðamaður kom á upptökustað. Viðar Guðmundsson leikur undir á píanó. Við æfingarnar stóð fólk eða sat, en þegar kom að upptökunum sjálfum voru allir mun agaðri. Upptökustjórar eru Eyþór Ingi Jónsson og Håkan Ekman.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.