Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 23 Stórsöngvarinn Eyþór Ingi Gunn- laugsson heldur hátíðartónleika um allt land á aðventunni. Hátíð- artónleikaröðin hefst á Húsavík fyrsta sunnudag í aðventu en að þeim loknum leggur hann í ferða- lag um Vesturland. Hann syng- ur í Akraneskirkju miðvikudaginn 5. desember, Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík 6. desember og Borgar- neskirkju 7. desember. Auk þess að vera landsþekktur söngvari hefur Eyþór getið sér gott orð sem eftirherma. Hátíðartón- leikarnir eru létt, hugljúf og jólaleg kvöldstund þar sem Eyþór kemur fram einn síns liðs, með gítarinn, píanóið og röddina að vopni. „Ég hef lagt það í vana minn að reyna að hafa stemninguna létta og heim- ilislega, spjalla á milli laga og hafa þetta allt saman á léttu nótunum. Síðan er aldrei að vita nema ég bregði mér í líki einhverra lands- þekktra einstaklinga,“ segir Eyþór í samtali við Skessuhorn. Kórar úr heimabyggð verða sér- stakir gestir á hátíðartónleikunum og munu taka lagið með Eyþóri. Karlakórinn Kári úr Grundarfirði mun syngja með honum í Klifi, Kammerkór Akraneskirkju á tón- leikunum á Akranesi og Freyju- kórinn úr Borgarfirði á tónleikun- um í Borgarnesi. Eyþór segir allt- af skemmtilegt að syngja með nýj- um kórum, heimsækja nýja staði og hitta fólk. „Þetta hafa verið ofboðs- lega skemmtilegir konsertar. Mér finnst gaman að ferðast um landið og koma við á fallegum stöðum hér og þar, stöðum sem maður hefur suma hverja aldrei heimsótt áður. Það er einstakt og gefandi. Eftir tónleikana gef ég mér jafnan tíma til að spjalla við fólk og þakka fyr- ir mig. Það er sérstaklega skemmti- legt. Suma gesti hittir maður ár eftir ár en aðra í fyrsta sinn,“ seg- ir hann og hvetur fólk til að næla sér í miða sem fyrst. „Það er allt að því uppselt á tónleikana í Akranes- kirkju en ennþá eru til miðar á tón- leikana í Ólafsvík og Borgarnesi,“ segir Eyþór að endingu. kgk Eyþór Ingi heldur hátíðartónleika á Vesturlandi Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Tónlistarkennarar úr Tónlistar- skóla Borgarfjarðar fóru í náms- ferð til Kanarí dagana 29. október til 5. nóvember sl. Forsagan að því að ákveðið var að heimsækja þessa eyju er sú að Theodóra Þorsteins- dóttir skólastjóri og fjölskylda henn- ar héldu tónleika á Kanarí um jólin fyrir tveimur árum og unnu þá með þarlendum píanóleikara. Eftirfarandi er frásögn Theodóru af ferðinni: Í höfuðborg Gran Canaria, Las Palmas, er mjög góður tónlistarskóli, Conservatorio Superior de Música de Canarias (CSMC). Þar fer fram kennsla allt frá byrjendastigi til há- skólastigs. Fyrir hádegi er kennt á framhalds- og háskólastigi en eftir hádegi eru yngri börn á grunn- og miðstigi í námi. Á mánudeginum var skipulögð heimsókn í CSMC þar sem skólinn var skoðaður undir leiðsögn José María Curbelo González og einnig fengu kennararnir að hlýða á tón- leika með nemendum á háskólastigi. Mjög fróðlegt og áhugavert. Það er greinilegt að tónlistarnám innfæddra er metnaðarfullt og nemendurnir fá mjög góða tónlistarkennslu. Einn- ig fengu kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar rými til að æfa fyrir fyrirhugaða tónleika hópsins. Eftir heimsóknina til CSMS var staldrað við menningarhús borgar- innar, Auditorio Alfredo Kraus, en það er nefnt eftir tenórnum Alfredo Kraus, sem var frægastur fyrir „háu C“ -in sín og var einmitt frá Kanar- íeyjum. Einnig var komið við í hin- um merka Dal hellanna eða Barr- anco de Guayadeque og skoðaðir hellar sem búið hefur verið í frá tím- um frumbyggjanna. Tíminn var nýttur til æfinga, far- ið á Kabarettsýningu á Café del Mar, ekið um eyjuna, safnið MECIV Mu- seo etnográfico heimsótt og kom- ið við hjá hinum fræga kletti Roqe Nublo. Á sunnudeginum var farið til fjallaþorpsins Valleseco. Í sveitarfé- laginu Valleseco búa ámóta margir og í Borgarbyggð, þó svo að það sé eingöngu 22 ferkílómetrar að stærð en Borgarbyggð um 4.900 km2. Um fjörutíu nemendur stunda nám við Escuela de músic de Valleseco (tón- listarskólann í Valleseco) og kennar- arnir eru fimm. Skólinn var skoðað- ur og síðan voru sameiginlegir tón- leikar í menningarhúsinu Auditorio Dr. Juan Díaz Rodríguez þar sem Íslendingarnir fluttu og kynntu ís- lenska tónlist. Flutt voru íslensk þjóðlög og lög eftir Jón Múla Árna- son, Megas, Sigurð Þórðarson, Sig- valda Kaldalóns og Þórarinn Guð- mundsson. Einnig var flutt frum- samið lag eftir Ólaf Flosason á óbó og píanó og kórlag eftir Birnu Þor- steinsdóttur. Kanaríski píanóleikar- inn José María Curbelo Gonzáles lék með í nokkrum lögum. Tónleikarn- ir tókust vel og virtust heimamenn kunna vel að meta íslenska tónlist. Hafði einn tónleikagestur á orði að konan sín hefði grátið nánast allan tímann því tónlistin hefði verið svo falleg. Síðan lék skólahljómsveit tón- listarskólans í Valleseco nokkur lög. Íslendingunum var einkar vel tekið og rætt um að hér væri ef til vill að hefjast samstarf milli þessara tveggja skóla. Sýndu heimamenn áhuga á að heimsækja okkar slóðir. Það má með sanni segja að eyjan Gran Canaria hafi upp á margt fleira að bjóða en sól og sand. Kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar fóru heim fróðari um tónlist og tón- listarfólk þessarar eyju suður í höf- um. Þarna er fjölbreytt menning og metnaðarfullt tónlistarstarf. tþ Tónlistarkennarar á ferð um Kanarí Hópurinn í Tónlistarskólanum í Las Palmas. Hópurinn ásamt hluta nemenda og kennara tónlistarskólans í Valleseco. Fórnarlamba umferðarslysa á Ís- landi verður minnst á alþjóðleg- um minningardegi sunnudaginn 18. nóvember. Minningarathöfn verður við þyrlupallinn við bráða- móttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík kl. 16 en þetta verð- ur í sjöunda sinn sem minningar- dagurinn er haldinn hér á landi. Hliðstæð athöfn fer fram víða um heim undir merkjum Samein- uðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þess- ari minningu. Um það bil 4.000 einstakling- ar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum. Enn fleiri takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af þess- um völdum. Segja má að allir upp- lifi með einum eða öðrum hætti afleiðingar umferðarslysa. Vart er til sá einstaklingur sem þekkir ekki einhvern sem lent hefur í alvarlegu slysi í umferðinni. Allir eru velkomnir að taka þátt í minningarathöfninni við þyrlupall bráðamóttökunnar í Fossvogi sem hefst kl. 16. Boðað verður til einn- ar mínutu þagnar kl. 16:15 og eru allir sem eiga þess kost hvattir til að taka þátt í því. Á þessum degi er vert að leiða hugann að minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni og íhuga þá ábyrgð sem hver og einn ber. Dagurinn er ekki aðeins tileink- aður minningu látinna í umferð- inni heldur hefur skapast sú venja hér á landi að heiðra starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. Þeim eru færðar þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf þeirra. Gert er ráð fyrir að ein af þyrlum Land- helgisgæslunnar lendi á þyrlupalli bráðamóttökunnar rétt fyrir at- höfnina og verður ökutækjum við- bragðsaðila stillt upp við þyrluna. Má þar nefna lögreglubíla og bif- hjól, sjúkrabíla, slökkviliðsbíla, björgunarsveitarbíla og fleiri. Í er- indum dagsins verður lögð sérstök áhersla á þann stóra hóp aðstand- enda sem eiga um sárt að binda. mm Fórnarlamba umferðarslysa minnst

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.