Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 25 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessu- horni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukk- an 15:00 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Lausnin í þessari viku var: „Vinátta“. Vinningshafi er: Torfi Guð- laugsson, Hvammi í Hvítársíðu, 311 Borgarnesi. Máls- háttur Klafi Hreyf- ing Liðugur Smá- alda Askur Langan gang Máttur Öku- maður Rölt Óða- mála Tölur Tönn Slæm Ókunn Keyrði Reið Sóma- kær Bindi Eins um Ö Hylur Ónæði Skin Leiði Nöldur Félagi Ástar- óður Mun Áfella Spann Bjástur 7 Góð Elska Rödd Leikni Tölur Kækur Neyttu Innyfli Vafi Loka Mjög Annars 2 Beint Ögn Smeik 4 Trjóna Heill Áfall Dreitill Lötur Tvíhlj. Villt Grípa 9 Þræta Algeng- ur Samþ. Hál Sk.st. Sýl Skvamp Vesæl Hætta Spil Kl. 15 Duft Líkur Núna Röð Svara Grannur Merki Bil Hindr- un Grunar Risa Óttast Kall Yfirlið Suss Kvað Ernir 6 Suddi Runur Auglit Glopra Struns Ekki Tvíhlj. Söluop Rós Fúsk Þröng Þaut Tvenna Rasar Leiðsla Skortur 5 Hug- aður Rétt 8 Samið Gelt Þar til 1 Hlut- verk Grá Lítil Ískra Áar Hyggja Frá 3 Pípan Skip Lota Væta Safi Indæl- ar 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 F U U N G V I Ð I A G N Ý L A L R Æ Ð A N R A R Ó A R T A U T H N O S S A T R Ó V Á S F Á T H R T I N N I L E G T Í D R E P A N A U Ð S Y N T V Ö I L L E I R Ð J Á A L T A N T Á R A R A Ð G U M H N U S A K U U R Ð H A R S T A T T I R Ó G Á A Ú R Ð A N S Ó A Ö L D R E E R N A K K U R Á A Ó N L I I Ð A U M L M V A N E F O R F A U S P A Ð A I L F R E G N R A K A R I K A U S R Ó S T U R S Æ Ó G R Á Ð A A T R Á S Æ Ð V I N Á T T AL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Heilsupistill Steinunnar Evu Muniði eftir sögunni af hjónunum sem fóru að rífast eftir 50 ára frið- samt hjónaband? Orð óx af orði og loks segir konan, „Hvernig getur þú sagt þetta við mig, ég sem hef alltaf gefið þér sporðstykkið, upp- áhaldið mitt, öll okkar hjónabands- ár?“ Karlinn svarar, „Sporðstykk- ið, mér finnst ekkert varið í það en ég hef alltaf gefið þér hausinn sem mér finnst algert sælgæti.“ Þetta á að vera gamansaga en er samt svo hræðilega sorgleg. Fólk sem af misskilinni góðmennsku fer á mis við það sem þeim þykir best í marga áratugi. Misskilning sem auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir ef þau hefðu talað heiðarlega saman fyrr. Raunveruleg góðmennska hefði verið að ætla hinu hið besta og vera einlæg varðandi eigin þarfir og mörk. Söguhjónin hafa þvert á móti ætlað hvort öðru að gramsa til sín besta partinn en ekki opn- að sig með sína löngun í ákveðinn part af fiskinum með þeim afleið- ingum að þau átu „vonda hlutann“ í hálfa öld. Þau voru ekki að lifa MEIRA. Að lifa meira Það að tala heiðarlega um hvað það er sem er í lagi og ekki í lagi í samskiptum er gott bæði fyrir þig og aðra í kringum þig. Þetta kall- ar Brene Brown að lifa MEIRA (e. living BIG): Setja Mörk, tala af EInlægni og sýna RAusn. Rausn- in merkir það að ætla fólki góð- an ásetning eða vilja. Einlægni er að tala af heilindum og heiðar- leika líka þegar það er óþægilegt og mörk er gríðalega mikilvægt að setja og passa að þau séu í takt við þau gildi sem okkur eru mikilvæg- ust. Við þolum oft verst það fólk sem ekki virðir mörkin okkar, t.d. fólk sem truflar okkur þegar við erum í flæði í vinnunni, biður okkur um viðvik þegar við erum undir miklu álagi, eða tekur efni sem við höf- um búið til og notar sem sitt. Í stað þess að trúa því að fólk sé viljandi að vanvirða okkur, tíma okkar eða afurðir er hagnýtara að vera sjálf/ ur skýr með hvað sé í lagi. „Ég get því miður ekki hjálpað þér núna.“ „Þegar ég er að klára önninna sem kennari þarf ég næði til að ein- beita mér.“ Eða „Það efni sem er á heimasíðunni minni má nota til einkanota en ekki dreifa eða selja“ og svo framvegis. Hvað ef fólk er að gera sitt besta? Ef þú vilt prófa að lifa MEIRA get- urðu spurt þig þessar spurningar: Hugsaðu um einhverja manneskju sem pirrar þig til dæmis á vinnu- staðnum. Gefðu þér næst að við- komandi sé að gera sitt allra besta miðað við getu, hæfni og aðstæð- ur sínar, einmitt núna. Hvernig breytir það upplifun þinni af að- stæðunum? Skýrt er vinsemd (óskýrt er óvinsemd) Það að tala ekki um það sem er í ólagi í samskiptum hvort heldur er vinahóps eða samstarfsfólks er mjög kröftug leið til að eyðileggja tengslin á alveg sama hátt og hjá hjónunum í byrjun. Ef allir aðilar eru að stilla sig til að halda frið- inn er ekkert líklegra en að einmitt það moli traustið sem þarf að vera á milli til að tengslin haldist góð. Steinunn Eva Þórðardóttir Það að lifa MEIRA er að vera sjálfum sér trú/r, setja mörk og ætla fólki hið besta Verkefnið „Kynnum kindina“ bar sig- ur úr býtum í fyrstu keppni Lamba- þons sem fram fór á Hvanneyri um liðna helgi. Keppt var um bestu hug- myndina til að auka verðmætasköp- un í virðiskeðju sauðfjár. „Kynnum kindina“ gengur út á að kynna kind- ur sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn og gefa þeim kost á að upplifa með auðveldum hætti ýmis störf í sveit- um landsins sem tengjast sauðfé. Sigurliðið skipuðu Arnþór Ævars- son, Magnea Jónasdóttir og Kári Gunnarsson og hlutu þau 200 þús- und í verðlaun. Sigurliðið hefur jafn- framt komið hugmyndavinnunni skrefi lengra þar sem enskt vinnu- heiti „Sheepadvisor“ var nefnt sem möguleg leið til að komast nær er- lendum gestum lands og þjóðar með þær upplýsingar sem kynna þarf fyr- ir erlendum ferðamönnum, hvor svo sem þær snúast um hvar má bragða á réttum sem unnir eru úr sauðfjáraf- urðum, hvar vörur úr íslenskri ull eru seldar, hvaða viðburðir eru á döfinni sem viðkoma sauðfjárrækt eða hvað annað sem þurfa þykir. Alls kepptu sex lið í keppninni, sem var hnífjöfn. „Mikil hugmynda- auðgi einkenndi keppendur og voru margar hugmyndir um áframhald- andi þróun og samstarf á lofti við lok keppninnar,“ segir í tilkynningu Matís sem stóð fyrir keppninni í sam- starfi við Landbúnaðarháskóla Ís- lands, Háskólann á Bifröst, Land- græðsluna, Ráðgjafamiðstöð land- búnaðarins, Matvælastofnun, Lands- samtök sauðfjárbænda, Samtök ungra bænda, Háskóla Íslands og Icelandic Lamb. Dómnefnd í keppninni skip- uðu Guðjón Þorkelsson formað- ur, Arnar Bjarnason, Bryndís Geirs- dóttir, Gunnfríður Hreiðarsdóttir og Ragnheiður Héðinsdóttir. mm Kynnum kindina sigraði fyrsta Lambaþonið Fulltrúar verkefnisins Kynnum kindina; Magnea Jónasdóttir og Arnþór Ævarsson. Ljósm. Matís.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.