Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 201810 Þjóðskrá Íslands hefur frá árinu 2009 unnið að endurskoðun á að- ferðafræði fasteignamats fyrir all- ar tegundir eigna til að endur- spegla betur markaðsverð fasteigna á hverjum tíma en unnt var með eldri aðferðum. Árið 2009 var tek- in upp ný aðferðafræði fyrir íbúðar- eignir og árið 2014 voru nýjar að- ferðir teknar upp við mat á versl- unar- og skrifstofuhúsnæði og létt- um iðnaðareignum. Á þessu ári var fasteignamat sumarhúsa endur- skoðað og leiddi það til verulegr- ar hækkunar fasteignagjalda á flest- um svæðum landsins. Nýtt mat fyr- ir sumarbústaði byggist á þinglýst- um kaupsamningum, en í tilkynn- ingu Þjóðskrár sem send var út á síðasta ári segir að samskonar að- ferðarfræði hafi verið beitt og not- uð var fyrir íbúðarhúsnæði. Á þessu ári hækkaði því heildarfasteigna- mat sumarbústaða og sumarbústað- alóða á landinu, sem alls eru ríflega 19 þúsund talsins, úr 167 milljörð- um króna í 231 milljarð króna eða um 38,7%. Við þessa nýju matsað- ferð Þjóðskrár hækkaði fasteigna- mat 90,2% sumarbústaða en lækkar hjá 9,8% húseigenda. Þessi hækk- un þýðir í mörgum tilfellum tuga prósenta hækkun fasteignagjalda milli ára, eins og eigandi sumar- húss í Skorradal lýsti fyrir blaða- manni. Samkvæmt lauslegri könn- un sem unnin var fyrir Skessuhorn eru dæmi um að fasteignamat sum- arhúsa í Skorradal hafi lækkað um nokkur prósent, en mat annarra húsa hækkað um á fimmta tug pró- senta milli ára. Mynduð ný markaðssvæði Matsbreytingar Þjóðskrár eru mjög mismunandi eftir landshlutum, samkvæmt tilkynningu sem stofn- unin sendi frá sér í lok síðasta árs. Algengasta hækkun er 39,7%. Þó svo að matsbreytingar séu mikl- ar í prósentum talið þá eru 70% eigna að hækka um innan við fjórar milljónir kr. og 80% minna en um sex milljónir kr. Staðsetning ræður miklu um verðmæti sumarbústaða. Þannig metur Þjóðskrá fjarlægð frá golfvöllum, háspennulínum og að nálægð við vatn skipti miklu máli fyrir fasteignamatið. Fyrir fasteigna- matið voru mynduð ný markaðs- svæði fyrir sumarhúsabyggðir. Í fast- eignamatinu 2018 eru verðmætustu sumarhúsabyggðir landsins á Suður- landi. Dýrasta svæðið er Þingvellir, þar á eftir kemur Kiðjaberg og loks við Álftavatn. Í Skorradalshreppi eru 622 sumarhús og hækkaði fasteigna- mat þar um 25,7% að jafnaði. Ein- ungis í Kjósarhreppi og Reykhóla- hreppi er meiri hækkun fasteigna- mats milli ára. Mat fyrir óbyggðar lóðir og lönd í Skorradal hækkaði um 59% milli ára. Í hreppnum eru 292 slíkar eignir. „Ætlaði að eiga þar áhyggjulaust ævikvöld“ Í Skorradal hefur það tíðkast um árabil að innheimta fasteigna- gjöld af eigendum sumarhúsa með greiðsluseðlum sem sendir eru út í nóvember og desember. Innheimta svo seint á árinu var að beiðni fé- lags sumarhúsaeigenda sem taldi þetta fyrirkomulag til bóta þar sem félagsmenn hefðu þá lokið greiðslu fasteignagjalda af íbúðarhúsnæði sínu. Þrátt fyrir að öllum fasteigna- eigendum ætti að vera ljós hækk- unin, þá býtur þessi mikla hækk- un fasteignagjalda verulega hjá sumum þegar greiðsluseðlar ber- ast í heimabankann. Húseigandi og eldri borgari sem hafði sam- band við ritstjórn segist nú vera að fá í fangið 38% hækkun milli ára og segist varla ráða við að halda hús- eigninni eftir svo mikla hækkun. Hann kveðst hafa byggt hús sitt fyrir ellefu árum og hafði hugsað sér að eiga áhyggjulaust ævikvöld í sveitinni. „En nú er skattlagningin orðin slík að ég veit ekki hvort líf- eyririnn dugar til að njóta lífsins í Skorradal,“ segir hann. Sveitarstjórn Skorradalshrepps ákvað álagningarprósentu fast- eignaskatt á fundi 1. mars á þessu ári. Þar var samþykkt að álagn- ingarhlutfall fasteignagjalda yrði fyrir A-stofn 0,46% (sumarhús) og fyrir B- og C-tofn 1,28%. Þar með lækkaði hreppsnefnd álagn- ingarprósentu sumarhúsa úr 0,5 í 0,46% og átti lækkunin að koma til móts við þá miklu hækkun sem Þjóðskrá hafði gert á fasteignamati sumarhúsa í hreppnum. mm Hækkun fasteignamats sumarbústaða býtur verulega í fyrir eigendur Þjóðskrá byggir nýtt fasteignamat sumarbústaða m.a. á nálægð við golfvelli, vötn og fjarlægð frá háspennulínum. Ljósm. úr safni Skessuhorns og horft yfir sumarhúsabyggð á Indriðastöðum. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á síðasta fundi að fela bæjarstjóra, í samráði við oddvita allra lista, að ganga til samninga við Gunnhildi Gunnarsdóttur og Gísla Pálsson, íþróttafræðinga í Stykkis- hólmi, um umsjón með heilsuefl- ingu íbúa bæjarfélagsins 60 ára og eldri veturinn 2018 til 2019. Samn- ingur þess efnis var undirritaður 6. nóvember síðastliðinn. Felur hann í sér fjölþætta heilsurækt sem sam- anstendur af þjálfun, undirbúningi, eftirfylgni og mælingum. „Þekking um mikilvægi hreyf- ingar og meðvitundar um heilsu er sífellt að aukast. Til þess að sem flestir njóti lífsgæða er mikilvægt að huga betur að heilsueflingu og lýðheilsu og eru eldri borgarar þar engin undantekning. Með reglu- legri hreyfingu viðheldur einstak- lingurinn líkamlegu hreysti, lík- amlegri og andlegri vellíðan ásamt því að draga úr líkum á heilsufars- legum kvillum. Þessi jákvæðu áhrif skapa svo meira sjálfstæði sem felst m.a. í því að nauðsyn umönnunar og aðstoðar er frestað. Því verður einstaklingurinn betur í stakk bú- inn til að takast á við mismunandi kröfur daglegra athafna,“ segir Jak- ob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri á vef Stykkishólmsbæjar. Í heilsueflingu eldri borgara er gert ráð fyrir að notaðir verði ár- angursmælikvarðar og ýmsar ein- staklingsmiðaðar mælingar við upp- haf verkefnisins, svo sem göngu- hraði, gripstyrkur og jafnvægi. Mikilvægt þykir að nota slíka mæli- kvarða til að meta megi árangur og þróun á getu einstaklinga. Fyrir- komulag æfinganna verður kynnt Aftanskini, félagi eldri borgara í Stykkishólmi. Auk þess munu þjálf- arar fara yfir helstu þætti heilsuefl- ingar með þátttakendum þegar æf- ingarnar hefjast. Ásamt þessu er gert ráð fyrir að þátttakendum standi til boða að sitja að minnsta kosti fjögur nám- skeið og fyrirlestra, tvo fyrir áramót og tvo eftir áramót, þar sem fjallað verður um hreyfingu og sjúkdóma, næringu, mataræði, markmiðasetn- ingu og lífstílsbreytingu. Þá mun bæjarfélagið fjárfesta í tækjum sem notuð verða við æfingar og mæl- ingar. „Margt getur haft jákvæð áhrif á lífsgæði okkar en regluleg og markviss hreyfing leikur þar án efa aðalhlutverk, bæði hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Ég vil því hvetja íbúa Stykkishólmsbæjar 60 ára og eldri til þess að kynna sér þetta nýja verkefni nánar og taka skref að auknum lífsgæðum á efri árum. Í ljósi þess að um nýtt verk- efni er að ræða stendur til boða að mæta fyrstu vikuna (fjórir tímar) til kynningar án þess að greiða þurfi þátttökugjald,“ segir bæjarstjórinn. Nánari upplýsingar um þátttöku- gjald, skráningu og tímasetning- ar er að finna á vef Stykkishólms- bæjar. kgk Samið um heilsurækt eldri borgara í Stykkishólmi Frá undirritun samninganna. F.v. Gunnhildur Gunnarsdóttir íþróttafræðingur, Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri og Gísli Pálsson íþróttafræðingur. Ljósm. stykkishólmur.is.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.