Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 20182 Fjöliðjan á Akranesi hefur tekið að sér að taka í sundur veglykla sem áskrifendur í Hvalfjarðargöng hafa skilað inn frá því gjaldtöku lauk í haust. Inni í hverjum lykli er raf- hlaða og tölvukubbur sem þarf að fjarlægja svo hægt sé að endurvinna þá íhluti sem eru í veglyklunum. Þegar Skessuhorn kíkti við í Fjöl- iðjunni síðastliðinn fimmtudag var Máni Jóhannsson á fullu að rífa í sundur lyklana. Ekki er um létt verk að ræða en það þarf töluvert afl til að spenna hulstrin utan um lyklana í sundur. „Ég spenni þá upp með skrúfjárni og tek svo innan úr skel- inni. Batteríin fara í sér körfu, tölv- urnar hér í kassann og svo skeljarn- ar sjálfar í sinn kassa. Batteríin og skeljarnar fara svo í endurvinnslu,“ útskýrir Máni fyrir blaðamanni og bætir því við að líklega verði eitt- hvað gert við tölvurnar líka. Inni í geymslu hjá Fjöliðjunni standa stórir staflar af kössum fullir af veglyklum sem bíða þess að vera rifnir í sundur. Mun þetta verk- efni því taka einhvern tíma en þar sem ekkert liggur á getur starfsfólk stokkið í þetta verk inn á milli þeg- ar tími gefst til. arg Nú erum við að síga inn í myrkasta tímabil ársins hér á norðurhjara ver- aldar. Á meðan lítillar sólar gæt- ir minnkar framleiðsla D vítamíns í húðinni og því ástæða til að taka inn D vítamín í hóflegu magni. Það stuðl- ar m.a. að vexti og viðhaldi beina en skortur á D vítamíni getur vald- ið beinþynningu, beinmeyru, vöðv- arýrnun og tannskemmdum í full- orðnum en beinkröm og vansköpun beina vegna kalkskorts í börnum. Austan- og norðaustanátt, 8-13 m/s á morgun og slidda eða rigning með köflum á sunnanverðu landinu. Dá- lítil snjókoma fyrir austan. Hiti um og undir frostmarki, en 0 til 4 stig sunn- an heiða. Gengur í hvassa suðaust- anátt á föstudag með rigningu á Suður- og Vesturlandi. Hlýnandi veð- ur. Á laugardag og sunnudag er út- lit fyrir sunnanátt, vætusamt og hlýtt veður, en þurrt á norðausturhluta landsins. Útlit fyrir svipað veðru á mánudag en kólnar um tíma. Þarftu að hafa fyrir því að komast í kjólinn fyrir jólin?“ Þannig hljóðaði spurning síðustu viku á vef Skessu- horns. „Nei, smellpassa í allt“ sögðu flestir, eða 45%. „Á ekki sérstök jóla- föt“ sögðu 27%, „Já gæti þurft að missa einhver kíló“ sögðu 23% en „veit það ekki ennþá“ sögðu 8%. Í næstu viku er spurt: Hefur þú gert þér upp veikindi til að fá frí í vinnu eða skóla? Nágranni kom húsráðanda til að- stoðar þegar eldur kviknaði í húsi við Vesturgötu á Akranesi á föstudags- kvöld. Þessi góði granni er Vestlend- ingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Fannst látinn á Spáni AKRANES: Skagamaður- inn Jóhann Gíslason, sem saknað hefur verið á Spáni síðan í júlí í sumar, fannst látinn þar í landi í síðustu viku. Spænska lög- reglan hefur staðfest það og aðstandendur hans verið látn- ir vita. Ekki liggja fyrir vís- bendingar um að andlát Jó- hanns hafi borið að með sak- næmum hætti. Jóhann flaug til Alicante 8. júlí og tilkynnti fjölskylda hans um hvarf hans tæpri viku síðar, enda hafði hann verið vanur að vera í nær daglegu sambandi við sitt fólk. -mm Banaslys í umferðinni BORGARFJ: Banaslys varð á sjöunda tímanum síðastlið- ið sunnudagskvöld á Borgar- fjarðarbraut. Bifreið á suður- leið valt nokkrar veltur í sneið- inni rétt norðan við brúna yfir Flókadalsá. Ökumaður, sem var einn í bifreiðini, var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu á Landspítala þar sem hann var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað. Fjöl- mennt lið viðbragðsaðila var kallað út vegna slyssins, en meðal annars þurfti að beita klippum slökkviliðs á bílinn til að ná ökumanninum út. Unn- ið er að rannsókn á tildrögum slyssins. Rannsóknardeild lög- reglunnar á Vesturlandi fékk strax um kvöldið til liðs við sig rannsóknarnefnd umferð- arslysa og tæknideild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæð- inu. Maðurinn var erlend- ur en starfsmaður á svínabúi í Hálsasveit. -mm Hafna hækkunarbeiðni LANDIÐ: Póst- og fjarskipta- stofnun hefur birt ákvörð- un sína nr. 21/2018, þar sem stofnunin hafnar erindi Ís- landspósts ohf. um 8% hækk- un á gjaldskrá félagsins innan einkaréttar. Í ákvörðun stofn- unarinnar kemur m.a. fram að krafa félagsins um 8% hækk- un, sem byggðist á magn- minnkun, sé hærri en sem nemur tekjutapi félagsins af þeirri magnminnkun sem er- indi félagsins byggir á. -mm Óhapp í göngunum HVALFJ: Umferðaróhapp varð í Hvalfjarðargöngunum á tólfta tímanum að kvöldi síð- asta fimmtudags. Tvær bif- reiðar voru óökufærar á eftir. Bílstjórar komust þó nokkuð vel frá slysinu, að því er seg- ir í dagbók lögreglu, en annar þeirra kvartaði yfir eymslum í hálsi. -mm Bilun kom nýlega upp í flugleið- sögubúnaði einnar þriggja þyrlna Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF. Þyrlan má því ekki fara í blind- flug. Komi upp neyðarástand úti á sjó að nóttu til getur Landhelgis- gæslan því ekki brugðist við. Haft var eftir Sigurði Heiðari Wiium, yfirflugstjóra Landhelgisgæslunnar í Morgunblaðinu í síðustu viku að nauðsynlegt sé að hafa þyrlu sem sé hæf í blindflug til að geta farið í út- köll á sjó í myrkri. Þjónusta Land- helgisgæslunnar mótist af því hvaða vélar sé hægt að nota hverju sinni. Þjónustan á landi og sjó sé ekki skert að degi til en hendur Land- helgisgæslunnar séu bundnar eftir að skyggja tekur. Til stendur að endurnýja þyrlu- flota Landhelgisgæslunnar á næsta ári. Þangað til það verður gert þarf að viðhalda gömlu vélunum. Verið sé að leita að varahlut í TF-LÍF, en það gangi illa vegna þess hve bún- aðurinn er orðinn gamall í þyrl- unni. Erfiðara sé að fá varahluti í eldri vélar og leitin geti tekið lang- an tíma. Sigurður segir að ef þyrl- urnar væru nýrri þá væri mun auð- veldara að fá varahluti. klj Þyrlan biluð og má ekki fljúga blindflug Fjarskiptasjóður hefur nú auglýst eftir umsóknum um styrki í átaks- verkefninu Ísland ljóstengt fyr- ir árið 2019. Umsóknarferli vegna ársins 2019 skiptist í A, B og C hluta. Stefnt er að undirritun síð- ustu samninga á grundvelli verk- efnisins vorið 2020 og er tekið á móti umsögnum vegna A hluta til 23. nóvember nk. Á vef Stjórnar- ráðsins kemur fram að verkefnið sé eitt af lykilverkefnum í byggðaáætl- un stjórnvalda með það að mark- miði að byggja upp ljósleiðarakerfi utan markaðssvæða í dreifbýli um allt land. Búið er að ljúka við land- stór svæði, en mörg eru þó eftir. Til að mynda er ekki lokið ljósleiðara- væðingu í Dölum og Borgarfirði. Einnig kemur fram að sveitarfé- lögum standi nú einnig til boða að sækja um samvinnustyrki sem val- kost við umsókn á grundvelli sam- keppnisfyrirkomulags. mm Umsóknir í lokahnykk ljósleiðaraverkefnis Plægt fyrir ljósleiðara á Erpsstöðum í Dölum. Ljósm. úr safni: Dalaveitur. Starfsfólk Fjöliðjunnar tekur veglyklana í sundur Máni Jóhannsson var ekki lengi að rífa í sundur veglyklana. Stórir staflar af kössum fullir af veglyklum sem bíða þess að vera teknir í sundur. Í hverjum pappakassa eru um 150 lyklar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.