Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 18

Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 18
Jeppar og fjórhjóla- drifsbílar. Afgreiðum bílana á flugvellinum. Þjónusta allan sólarhringinn. BÍLAIilGMI ÖRN Hvannavöllum 11, Akureyri Sími (96) 24838/24535 Orri Yigfússon, stjórn Eignarhaldsfélagsins, stjórn Stöð 2, mjúki maðurinn samningalipri fylkinga kaupsýslumanna um hylli sjónvarpsglápara. MJUKI MAÐURINN Orri Vigfússon steig fram í sviðsljósið í vet- ur þegar hann tók forystu fyrir hópi manna, sem hóf alþjóðlegar samningaumleitanir um kaup á úthafslaxveiðikvóta Færeyinga og Grænlendinga. Orri er sagður slyngur samn- ingamaður, heiðarlegur og sanngjarn en þó fastur fyrir. Þær samkomulagstilraunir munu þó hafa verið barnaleikur hjá því hlutverki sem Orri gegndi í að bera klæði á vopnin milli Stöðvarinnar og Eignarhaldsfélagsins og höfðu næstum orðið til að hluti innborgaðs hlutafjár yrði sóttur með fógetavaldi í íslands- banka. Einnig ber mönnum saman að Orri hafi átt drjúgan hlut að máli í samkomulaginu frá 4. maí, þar sem ákveðið var að snúa af braut innbyrðis samkeppni og sameina krafta einkaframtaksins til harðrar samkeppni við Ríkisútvarpið með tveimur sjónvarpsrásum og tveimur útvarpsrásum. Sem sagt án Orra stæði enn yfir borgarastyrjöld milli stríðandi HARÐI MAÐURINN Jón Óttar Ragnarsson lýsti Gísla V. Einars- syni nýlega í viðtali sem hinum dæmigerða, sanngjarna en grjótharða bankamanni, sem hefði það eitt að leiðarljósi að gæta hagsmuna hluthafa, sparifjáreigenda og annarra við- skiptavina Verslunarbankans. Það er hins vegar með ólíkindum hvað öllum þeim, sem HEIMSMYND ræddi við, liggur kalt orð til Gísla. Þeir kölluðu hann jafnan fullu nafni Gísla Valentínus Einarsson með sérstaklega háðslegri áherslu á Valentínus, svo sem til að undirstrika að framkoma hans þyldi ekki beinlínis samanburð við hinn mikla hjarta- knúsara kvikmyndanna Valentino. Menn orð- uðu það gjarnan svo að hann bæri kápuna á báðum öxlum og léki tveim skjöldum og setti jafnan eigin hagsmuni ofar hagsmunum þeirra, sem valið hefðu hann til trúnaðar- starfa fyrir sig. Gísli var fulltrúi Verslunar- bankans við sameiningu einkabankanna þriggja og Útvegsbankans, og maður sem ná- ið fylgdist með því ferli fullyrti, að ef Ásmundur Stefánsson frá Alþýðuban- kanum og Brynjólfur Bjarnason frá Iðnaðarbankanum hefðu ekki náð svo vel saman á grunni gamals kunningsskapar og samstarfs frá þeim tíma er þeir voru fulltrúar ASÍ og Vinnuveitendasambandsins, hefði sameining bankanna farið út um þúfur vegna framferðis Gísla. í báðum hópunum, sem leituðu eftir kaupum á Stöðinni, komu fram grunsemdir um að Gísli hefði ætlað sjálfum sér stóran hlut í framtíðarskipan Stöðvarinnar, til dæmis stól stjórnarformanns. Við lá að harka Gísla í innheimtu skulda Verslunarbankans, sem engin veð voru fyrir, leiddi til þess að hlutafé Stöðvarinnar yrði sótt með fógetavaldi í fs- landsbanka. Rök Gísla fyrir því að Eignarhaldsfélagið gengi að tilboði, sem hefði gefið fyrri eigendum meirihluta í Stöðinni eru sögð þau, að Verslunar- bankinn væri engum skuldbundinn, nægir kaupendur hefðu verið að fyrirtæk- inu þótt þeir hefðu ekki komið til, og þeir þannig engan veginn bjargað bank- anum á nokkurn hátt. Samið hefði verið um gagnkvæman forkaupsrétt og nýj- um eigendum þannig í lófa lagið að halda meirihlutanum með því að hósta upp 100 milljónum í viðbót og losa bankann úr þeim 90 milljón króna ábyrgðum, sem hlutabréfunum fylgdu. Fyrir áramót hafði Gísli gefið í skyn að til væri kaupandi, sem keypti Stöðina á einu bretti fyrir 600 milljónir og er talið að átt hafi verið við Herluf Clausen, sem þó hefur neitað því. HEIMSMYND bauð Gísla viðtal, en hann hafnaði því. Gísli V. Einarsson. Borin illa sagan. Var hann að vernda „litla manninn" og smáfyrirtækin fyrir stórum fjármagnseigendum? 18 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.