Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 12
SAM
SAMEINAST
KORPUS
ýverið efndu
eigendur Sam-
útgáfunnar og
prentmyndagerðarinn-
ar Korpus til hófs í til-
efni af samruna þess-
ara tveggja fyrirtækja
og er aðsetur hins nýja
fyrirtækis í Armúla.
Sam-útgáfan gefur út
fjölda blaða. Um 300
manns mættu til hófs-
ins og gæddu sér á létt-
um veitingum.B
Þórarinn J. Magnússon
einn eigenda Sam-ðtgáf-
unnar skálar við gesti sína.
Þráinn tyrir daga sína sem formaður Rithöfundasambandsins.
ÞRÁINN OG FYRSTA
EMBÆ TTISVER KIÐ
rithöfundasamband íslands hafði móttöku
fyrir ameríska kvenrithöfunda fyrir nokkr-
urn vikum en þær höfðu óskað eftir að hitta
íslenska rithöfunda í ferðinni. Móttakan
var fyrsta embættisverk nýkjörins formanns
Rithöfundasambandsins, Þráins tertelssona
sem hélt ræðu lil heiðurs amerísku konunum.
Hann sagði frá Guðríði Þorbjarnardóttur. ís-
lenskri konu sem var í siglingum til Vínlands með
manni sínum Þorfinni karlsefni. Guðríður fæddi
barn í Ameríku. Löngu, löngu síðar gerðist Guðríð-
ur svo fræg, sagði Þráinn, að hún gekk til Rómar.
Hún var ein af hundruð kaþólskum pílagrímum sem
gengu niður alla Evrópu til hinnar helgu borgar til
að biðja um sáluhjálp. Það var ætlast til þess að píla-
grímarnir legðu einhverja dýrmæta gjöf að stalli
kross sem mikil helgi fór af í páfagarði. Þegar Guð-
ríður gamla lagði frarn sína gjöl' urðu rnargir lang-
leitir í kringum hana. Gjöf Guðríðar til guðs síns
voru pínulitlar mokkasínur sem indíánar í Norður-
Ameríku höfðu gert handa litla barninu hennar. Það
liðu margar aldir áður en slíkur skófatnaður sást aft-
ur í Evrópu.
Þessa sögu sagði Þráinn um íslensku miðaldakon-
una sem tengdist bæði Ameríku og Evrópu í löngu
og ævintýralegu lífi sínu. Hann bætti því við að sag-
an af Guðríði hefði ekki verið í sínu námsefni þegar
hann var í skóla og reynslu kvenna hal'i svo sem
ekkert verið flaggað hvorki í sögu né bókmenntum í
þá daga. „But the times are changing", sagði Þráinn
og kvað það vera fagnaðarefni að fyrsta embættis-
verk hans væri að bjóða þessar hressu konur og rit-
höfunda velkomna.
Nýjasta karlmannatískan:
STYTTRI
BUXUR
að eru stuttbuxur
en hér verður að
halda gullna reglu
í heiðri, þeir sem fara í
stuttbuxur verða að passa
upp á það að þær séu
aldrei styttri en sem nem-
ur lengd „lillans.“
City shorts, eru þess-
ar stuttbuxur kallaðar
núna því þær eiga að
þjóna sama hlutverki og
síðbuxur við flest tæki-
færi. Þetta eru ekki buxur
ætlaðar sumarfríi eða sól-
arströnd, heldur má nota
þær í vinnuna, bankann,
hanastélið og á listsýning-
ar. Fyrir strákana sem
skipa jafnréttisnefndina er
þetta góð hugmynd. Finn-
ist karlmönnum þeir
komnir í fjötra staðlaðra
hugmynda um karl-
mennskuímyndina geta
þeir með þessum hætti
aftur leyft sér að vera
drengir.B
12 HEIMSMYND