Heimsmynd - 01.07.1992, Qupperneq 28

Heimsmynd - 01.07.1992, Qupperneq 28
BÓKMENNTIR SKRIFAÐ TIL AÐ LIFA um irnar Sautján amerískir rithöfundar frá samtökunum The International Womerís Writing Guild, voru hér á ferðinni 23.-27. maí. Fararstjóri þeirra var Sunneva Þrándardóttir sem tók á móti rithöfundunum á föstudaginn í morgunsárið og fór með þær beint af flugvellin- um í Bláa lónið. Seinni part dagsins var svo haldin óformleg móttaka fyrir þær í Menning- arstofnun Bandaríkj- anna. Dagný Kristjánsdótt- ir, bókmenntafræðing- ur, sagði þeim frá ís- lenskum kvennabók- menntum. Hún talaði miðaldabókmennt- við íslend- ingar erum svo stoltir af, enginn veit hver skrifaði þær af því að þær eru nafnlausar. Þegar hinir lærðu menn byrjuðu að rannsaka þessar bókmenntir gengu þeir út frá því að textarnir væru allir eftir karla - en svo einfalt er málið ekki. Síðustu árin hafa femínískir fræði- menn eins og Helga Kress komið með mjög spennandi kenningar um hlutdeild kvenna í miðaldabókmenntunum og Dagný taldi há- punkt þessarar endurskoðunar á menningararf- inum vera Gunnlaðar sögu Svövu Jakobsdótt- ur. Fríða Sigurðardóttir hefur líka leitað til for- tíðarinnar í leit að rödd formæðranna í Meðan nóttin líður en auk þessarar endurskoðunar á sögunni má segja að fjölbreytnin ríki í íslensk- um kvennabókmenntum í dag og erfitt að benda á ríkjandi einkenni önnur en leit og spurningar. Þórunn Valdimarsdóttir, rithöfundur og sagnfræðingur, sagðist ætla að vera persónuleg af því að allt sem hún hefði séð frá þessum kvennasamtökum væri svo persónu- legt. Hún sagðist persónulega ekki vera femín- isti; hún hefði átt sterka mömmu og tvær sterk- ar ömmur og aldrei dottið í hug annað en kon- ur gætu orðið það sem þeim sýndist. Sjálf hafi hún ætlað að verða rithöfundur eða alþingis- maður þegar hún yrði stór. Hún talaði líka um það hve mikilvægur einstaklingurinn væri í svona pínulitlu þjóðfélagi eins og því íslenska og hvernig fámennið gerði okkur auðveldara fyrir með að halda mannlegri reisn okkar. Hún taldi líka að skáldskapurinn sem íslendingar hefðu alltaf haft í hávegum væri mjög mikil- vægur til að byggja upp slíka persónulega reisn sem væri ekki bara falleg heldur lífsnauðsynleg. Hannelore Hahn formaður The International Women’s Writing Guild (Alþjóðlegra samtaka skrifandi kvenna) þakkaði móttökurnar og sagði frá samtökunum sem eru einstök í sinni röð. Þau voru stofnuð árið 1976 og í þeim eru á Guðrún Bachman, Halldóra Thoroddsen og Björg Örvar tímamót þriðja þúsund konur, allt frá þekktum rithöf- undum í fullu starfi til kvenna sem eru að byrja að skrifa sín fyrstu ljóð og sögur. Samtökin fá enga ríkisstyrki og enga styrki frá einkaaðilum af því að þau vilja engum vera háð. Samtökin eru konurnar sem í þeim eru og eru til fyrir þær. A hverju ári eru haldnar ráðstefnur og þing um öll Bandaríkin en stærsta uppákoman er vikulöng ráðstefna í Skidmore College, Saratoga Springs í New York sem er haldin á haustin. Þar er boðið upp á tugi námskeiða í því að þroska sjálfa sig, finna sjálfa sig, læra að vinna úr eigin reynslu þannig að hún komi öðrum við. Amerísku rithöfund- arnir sautján í Menn- ingarstofnun Bandaríkj- anna kynntu sig svo hver á fætur annarri og sögðu svolítið frá sjálf- um sér. Það lá Ijóst fyrir íslensku rithöfundun- um og gestunum hve mikinn stuðning og kraft þær höfðu sótt í samtökin. Konur sem fyrir ári eða svo hefðu varla þorað að standa upp og segja nafnið sitt sögðu frá sjálfum sér, börnun- um sínum, ritstörfum sínum, sjónvarpsþáttum og útgáfuáætlunum á hlýjan og fallegan hátt. Nokkrar sögðu að Hannelore Hahn hefði verið á ferð hér á íslandi í fyrra og skrifað um ferðina í blað rithöfundasam- takanna sen heitir Network. Greinin hefði orðið til þess að alla fór að langa til ís- lands. Eftir að hafa hlustað á þær tala um sam- tökin sín fór marga viðstadda íslend- inga að langa til að vera með í The International Women ’s Writing Guild. Það er hægt. Samtökin eru opin og ef einhver hefur áhuga getur hann haft samband við Sunnevu Þrándardóttur. 623862.■ Pa9ný Kristj- ansdáltir 28 HEIMSMYND sima
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.