Heimsmynd - 01.07.1992, Side 32
HEILSA
EYRNABÓLGUR
OG„RÖRABÖRN
u
ing í háls- og nefkirtlum, ofnæmi, mengun í
andrúmslofti, til dæmis reykingar á heimilum,
en þær erta slímhúðina og auka þannig slím-
myndun í eyrunum og bólgur. Meðfædd bygg-
ing kokhlustarinnar á einnig stóran þátt í
eyrnabólgum. Vanstarfsemi kokhlustarinnar
lýsir sér þannig að hún opnast ekki í hvert
skipti sem kyngt er, eins og hún á að gera og
jafna þrýsting. Pað veldur því að undirþrýsting-
ur í miðeyranu dregur að vökva úr aðliggjandi
vefjum. Slíkur þrýstingur getur verið mjög
kvalafullur. Oft er kvef undanfari eyrnabólgu
og annar orsakaþáttur eru stórir háls- og nef-
kirtlar sem eru ættgengir.
Eyrnabólga getur verið einkennalaus hjá
ungum börnum. Svokölluð bráðaeyrnabólga og
vökvi í miðeyra getur einnig farið mjög leynt
framhald á bls. 87
lagður yfir vit
þess og það
andar að sár
svæfingarlyfi.
Rörin eru not-
uð sem þrýsti-
jafnari á and-
rúmsloftið fyrir
miðeyrað og
hindra slím-
söfnun í mið-
eyra og hætt-
una á heyrnar-
skerðingu.
hljóðhimnu og jafnvel í einstaka tilvikum heila-
himnubólgu og heilabólgu. Á meðan sjúkdóms-
ástand varir er heyrn skert að meira eða minna
leyti og sé ekki brugðist við þessum sjúkdóm-
um í tíma geta þeir haft í för með sér varanlega
heyrnarskerðingu, jafnvel heyrnarleysi.
Með eyrnabólgum er átt við sýkingu í mið-
eyra af völdum veira eða baktería en fjölmargir
þættir, samverkandi og/eða sérhæfðir, stuðla að
slíkri sýkingu, það er að veirur og bakteríur nái
fótfestu og orsaki sjúkdómsástandið. Helstu
þættir eru: sýking í efri öndunarvegi, vanstarf-
semi kokhlustar, þar með talið slím eða vökvi
sem safnast í miðeyra, stækkaður nefkirtill, sýk-
í framhaldi af
hljóðhimnu-
ástungu þarf
stundum að
koma fyrir röri,
eins konar
ventli í hljóð-
himnugatinu.
Þá er barnið
svæft, maski
eyrað lætur ekki mikið yfir sér, að
minnsta kosti ekki svona utan frá
séð. Að baki þess eru þó ótrúlega
fullkomin og fíngerð líffæri sem
starfa á stórkostlegan hátt, sjálf-
virkan og áreiðanlegan og eyrað er líklega
meðal flóknustu líffæra mannslíkamans. Ytra
eyrað nær að hljóðhimnunni, sem er mjög næm
fyrir þrýstingi. Að baki hennar er miðeyrað,
þar sem þrjú örlítil bein flytja og magna titring
hljóðhimnunnar, og á bak við miðeyrað er
innra eyrað. Þar liggja, umlukin vökva, mjög
fíngerð líffæri; hinn svokallaði snigill, þar sem
hljóð breytist í taugaboð sem berast til heilans,
og svo bogagöngin
sem eru jafnvægis-
skynfæri okkar.
Talið er að maður
með eðlilega heyrn
geti aðgreint um fjög-
ur hundruð þúsund
mismunandi hljóð.
Sumir telja heyrnina
vera mikilvægasta
skilningarvit okkar.
Hún er tengiliður okk-
ar við umheiminn, en
mikilvægi hennar
verður okkur fyrst
ljóst þegar hún er
skert eða hana vantar.
Heyrnarlaust eða
heyrnarskert barn fer
mikils á mis í tilver-
unni. Pað heyrir ekki
hljóm lífsins, vöggu-
söng móður sinnar,
ekki sinn eigin grát.
Það lærir ekki móður- ;
mál sitt og einangrast >
óhjákvæmilega frá œ
umheiminum nema til íd
komi hjálp sérfræð-
inga á sviði heyrnarlækninga sem gæti fært
barninu bata eða einhverja möguleika á að
heyra.
Eyrnabólgur og söfnun vökva í miðeyra eru
mjög algengir sjúkdómar
meðal ungra barna. Virðast
þessir sjúkdómar álíka al-
gengir í nágrannalöndum
----------------okkar að minnsta kosti á
Norðurlöndunum þar sem faraldursfræðilegar
rannsóknir hafa verið gerðar. Erlendar rann-
sóknir sýna að tuttugu til fimmtíu prósent
barna innan við eins árs aldur virðast fá eyrna-
bólgur.
Eyrnabólgur geta orðið mjög þrálátar og haft
alvarleg eftirköst, svo sem langvarandi sýkingar
sem leiða til mikillar inntöku sýklalyfja sem er
óæskileg, krónískrar miðeyrnabólgu með gati á
32 HEIMSMYND