Heimsmynd - 01.07.1992, Page 36

Heimsmynd - 01.07.1992, Page 36
KRISTÍN HLÍN hún er þessi frísklega kvengerð, ljós- hærð, saklaus og náttúruleg. Hennar förðun var öll í léttari tónunum. Varir og augu látin spila saman í stað þess að draga annað hvort fram. Brosið nýtur sín með eldrauðum, björtum varalit. Hárið er í hennar tilfelli kóróna fegurðarinn- ar. Pað er sjálfliðað og var aðeins ýft og úðað létt með hárlakki. Kristín Hlín tekur óneitanlega mikl- um breytingum við förðun. Hún hefur mörg andlit. Hlutlausir andlitsdrættirnir gera hana að óskavið- fangi förðunarmeistarans því henni má breyta í ólík- ustu týpur. Með annarri förðun gæti hún verið róm- antísk og geislað af sveitasælu en hérna er dregin upp mynd af þokkadís frá millistríðsárunum.B ELÍN hún hefur sterka andlitsdrætti, dimm augu og þung augnlok. Pá hefur Elín sítt, slétt og þungt hár, sem hún þarf að hafa mikið fyrir. Útlitsbreytingin er fólgin í að skerpa þessa sterku heildar- mynd eða breyta Elínu úr venjulegri, laglegri stúlku í stórglæsilega fyrirsætu. Eins og sést á myndunum skiptir hárgreiðslan sköpum. Erla í Hár og förðun setti stórar karmenrúllur í þurrt hárið og lét þær vera í hárinu í tvo tíma, enda hárið svo þungt og mikið að það er lengi að taka við sér. Á meðan rúllurnar voru í hárinu var Elín förðuð. Not- aðir voru brúnir augnskuggar en aðaláherslan var lögð á augnsvipinn. Varaliturinn er rústrauður og gefur andlitinu leyndardómsfullan blæ. Elín er þessi sterka kvengerð, minnir örlítið á Anjelicu Huston í Addamsfjölskyldunni. Með þessari förðun og hár- greiðslu næst fram leikrænn svipur, ekki glannalegur heldur heimskonulegur.B BURTMEÐ YKKUR! onur þola fæstar aukahárvöxt nerna á kollinum. Á sumrin vill maður geta spókað sig skammlaust í sundbol eða bikini og berleggjaður. Á vorin skapast oft öngþveiti á snyrtistofum þar sem konur streyma inn til að láta fjarlægja óæskilegan hárvöxt eða fá sér kantskurð(!) eins og Heiðar snyrtir orðaði það á sínum tíma. Vaxmeðferðin er vinsælasta aðferðin og endingarbest. Hitað vax er borið á þau svæði þar sem fjarlægja á hár og renningar settir yfir, sem síðan eru rifnir af eins og plástur með hárunum áföstum á. Það tekur því örsk- amma stund að fá satínhúð. Miðað við eðlilegan hár- vöxt þarf að endurtaka þessa meðferð á þriggja mán- aða fresti en fæstir gefa hárunum gaum að vetri til.B fegurð 36 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.