Heimsmynd - 01.07.1992, Page 44

Heimsmynd - 01.07.1992, Page 44
eftir HJÖRDÍSI SMITH Ágæti Iesandi og (vonandi) matargat! að hefur orðið að ráði að undir- rituð skrifi nokkra pistla um matargerð í þetta ágæta tímarit. Ég verð að játa, að mér vafðist tunga um tönn er ritstjórinn fór þessa á leit við mig og hugsaði sem svo: Hvað veit ég um matar- gerð og er ekki sífellt verið að skrifa um þetta efni og eru menn ekki orðnir hundleiðir á einn einum skríbentinum, sem þykist alvitur á þessu sviði? Eftir nokkrar vangaveltur komst ég að þeirri niðurstöðu, að ég ætti trúlega eins mikið erindi við lesendur og hver annar, svo fremi að mér þætti bæði gaman að búa til mat og gott að borða hann. Og þar liggur hundurinn grafinn - mér finnst óskaplega gaman að elda og borða síðan matinn _ með góðu fólki, sem eru von- i andi jafn mikil matargöt. ss Pað er ekkert eins leiðin-^ legt og að hafa mikið fyrir-| matargerð og bjóða í matl gestum sem segja síðan eftir111 eina kjötflís: Ómögulega meira, takk!! Pað gerist sem betur fer ekki á mínu heimili, því auðvitað gæt- ir maður þess að bjóða til sín andlegum skoð- anabræðrum og systrum. Mér finnst ekki aðeins gaman að búa til mat - að skipuleggja matarboð er firna skemmti- legt, og þá ekki síður að kaupa inn - sér í lagi ef maður kemst á góðan útimarkað, sem selur ógrynnin öll af grænmeti, ávöxtum og krydd- jurtum. Ég er með dellu fyrir matreiðslubókum og tímaritum og það skal viðurkennt að bækur og tímarit um mat eru mín helsta kvöldlesning. Ég hef fræðst meira um siði og venjur þjóða í kokkabókum en í nokkru öðru lesefni og góð sælkeratímarit eru hreinasta gullnáma ef maður vill ferðast á fjarlægar slóðir - en samt „sitja kyrr á sama stað“ eins og skáldið sagði. Hápunkturinn er auðvitað ef maður getur síðan farið í nokkurs konar „kúlínaríska“ píla- grímsferð á þá staði sem maður hefur kynnst úr blöðum og bókum. Þess átti ég einmitt kost fyr- ir tveimur árum er við ferðuðumst niður í Suð- ur- Louisiana og könnuðum matseld þar syðra. Mun ég gera henni betri skil í öðrum pistli. Ég hef oft verið spurð hvaða matur sé í mestu uppáhaldi hjá mér. Pá verður mér svara- fátt, því sannleikurinn er sá að mér finnst allur matur góður, sé hann vel búinn til og hráefnið gott! Pó verð ég að játa, að það eru tiltekin heimshorn sem ég hef sérstakt dálæti á. Indland er þar ofarlega á blaði, svo og Indónesía og ná- læg lönd. Síðan er strand- lengjan sem liggur að Mið- jarðarhafinu alveg sérdeilis spennandi - þar finnur maður fyrir lönd eins og Italíu, Spán, Suður-Frakkland, Marokkó, Líbanon og Tyrkland, svo nokkur séu nefnd. Par hefur þróast aldeilis ótrúleg snilld í meðferð þessara hefðbundnu hráefna sem við þekkjum - hversdagslegir hlutir eins og baunir ýmiskonar verða að veislumat! Kákasus-lýðveldin luma líka á mjög athyglis- verðri matargerð, svo og lönd eins og Moldóva. Pá er ég mjög höll undir matargerð þá sem stunduð er í Suður-Louisiana, sér í lagi hjá þeim hluta íbúanna sem kalla sig Kajúna (Caj- uns). Einnig eru Mexíkanar góðir kokkar og í suðvesturhluta Bandaríkjanna hefur þróast matseld sem kallast Tex-Mex - bastarður úr Texas-matseld og mexíkanskri - voða gott!! Síðast vil ég nefna það svæði heimsins sem uppskriftirnar koma frá í dag að mestu leyti, en það eru Vestur-Indíur. Já, Vestur-Indíur eru frægar fyrir fleira en að hafa orðið á vegi Kól- umbusar í leit hans að Indónesíu!! Vestur-Indíur eru sem kunnugt er urmull eyja í Karabíska hafinu, sem ná frá Kúbu, sem er þeirra nyrst, alla leið til eyja sem eru úti fyrir ströndum Suður-Ameríku. Matargerð á þessum eyjum ber merki ýmissa áhrifa, frá frumbyggj- um (indíánum), blökkumönnum frá Afríku og Hjördís Smith eldar fyrir matargöt. : 44 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.