Heimsmynd - 01.07.1992, Page 57
verður að rífa til grunna. Pað er þessi eilífa minnimáttarkennd
íslendinga að þurfa að byrja á öllu upp á nýtt. Grunnurinn er
aldrei nógu flottur fyrir okkur.“
Mún talar um hús foreldra sinna, æskuheimili sitt í
Sörlaskjóli sem nú hefur verið selt. í þessu húsi
Aldísar og Björgvins Schram stórkaupmanns ólust
upp sjö systkini, þar af þrjú þjóðkunn. „Petta var
stórt og hlýtt heimili, eflaust mjög borgaralegt. Ég
veit ekki hvernig við vorum alin upp eða hvort við
vorum alin upp. Við bjuggum þarna, mættum í há-
degismat klukkan rúmlega tólf og kvöldmat um
hálfsjö leytið. Það var regla á öllum hlutum en
sjálf vorum við mjög frjáls innan þessa ramma.
Mamma, sem var húsmóðir af gamla skólanum,
gekk í húsverkin eins og hverja aðra vinnu. Hún
var búin að öllu fyrir hádegi. Enda sagði hún einhvern tíma
við mig: Malla mín, ertu enn þá með sængurnar úti á svölum
og komið fram yfir hádegi! Það var mikill umgangur á þessu
æskuheimili mínu, alltaf einhver að koma eða fara. Bryndís,
elsta systir mín, var strax ótrúlega virk og dugleg í öllu því sem
hún var að stússast, sem og Ellert bróðir. Við matarborðið
ræddi fjölskyldan mikið saman.
Pabbi hefur alla tíð verið mikill sjálfstæðismaður en
mamma var krati af gamla skólanum eins og allt hennar fólk.
Öll blöðin voru keypt á heimilinu. Með því móti fékk maður
svigrúm til að gera upp við sig ýmis þjóðfélagsmál. Það var í
tísku að vera pólitískur á þessum árum og maður tók þátt í
umræðum um herinn, kanasjónvarpið, álverið
og Efta. Kannski hafði fólk ennþá trú á því að
flokkarnir væru raunverulegir farvegir fyrir
skoðanir. Ég var sú fimmta í röðinni af sjö
systkinum, Bryndís, Ellert, Margrét og Björg-
vin eldri en Oli og Anna Helga yngri. Mér
fannst gaman að vera í þessari stóru fjöl-
skyldu. En ég held að mamma hafi ekki eytt
meiri tíma með mér en ég með dætrum mín-
um þó ég hafi unnið utan heimilis næstum
alla tíð. Ég var send í sveit sex ára. Þá fór ég á
Silungapoll og svo sjö ára í Öræfasveit. Nú
dröslast maður með börnin sín hvert sem
maður fer, í sumarfrí og annað sem foreldrar
manns létu ekki hvarfla að sér. Mamma kunni
að taka tíma fyrir sjálfa sig, lagði sig oft eftir
hádegi og þá læddist maður um húsið til að trufla hana ekki.
Kannski var hún bara að lesa Vísi eða hugsa sinn gang. En
maður vogaði sér ekki að trufla hana. Af henni hef ég lært að
skammta sjálfri mér tíma. Ég er nýbúin að innrétta vinnuher-
bergi í-smákytru heima hjá mér og loka því herbergi þurfi ég
næði. Ég segi stelpunum einnig hikstalaust að fara snemma í
háttinn, rétt eins og foreldrar mínir gerðu.“
Hún saknar móður sinnar sem lést vorið 1991. „Mér finnst
eiginlega óþolandi að hún skuli ekki vera hérna lengur. Stund-
um gleymi ég því að hún er farin, kippist við þegar ég sé konu
úti í garði í Sörlaskjólinu eða heyri bíl renna í hlaðið hjá mér á
morgnana. Mamma var vön að líta inn í morgunkaffi og fá sér
eina sígarettu með mér eftir að hún kom úr sundi. Hún hefði
orðið 75 ára núna í sumar. Ég held að mamma hafa vitað um
nokkurt skeið að hún ætti ekki langt eftir. Hún gekk svo vel
frá öllu og talaði við svo marga í síma áður en hún dó, rétt
eins og hún væri að kveðja.“
Næst þegar ég hitti Magdalenu talar hún um Bryndísi, elstu
systur sína. „Bryndís hefur alltaf staðið á bak við manninn
sinn. Ég held að ég gæti aldrei fórnað mér svona eins og hún.
Bryndís er gædd svo mörgum hæfileikum að mér finnst synd
að hún hafi ekki fengið að njóta sín betur sem hún sjálf frem-
ur en sem eiginkona stjórnmálamannsins. Fyrir mér er það svo
áríðandi að fólk geti verið sjálfstætt saman eins og mér finnst
við Hörður geta gert. En ég dáist alltaf jafn mikið að henni
Bryndísi fyrir hvað hún er dugleg og falleg“, segir Magdalena
og bætir við, „en það var ekkert erfitt að eiga systur sem var
fegurðardrottning þó maður væri uppfullur af unglingakom-
plexum. Kannski hefur það bara haft jákvæð áhrif að hún naut
aðdáunar fyrir fegurð sína, sjálf var ég óttalegt örverpi sem
unglingur, með spangir og gleraugu. Svo ég sá fljótt að ég yrði
að finna mér einhverja aðra leið í lífinu en svið fegurðardís-
anna!“
En hjá 68 - kynslóðinni var áherslan á að konur væru vits-
munaverur. „Já, Guði sé lof. Núna virðist á hinn bóginn vera í
tísku að vera kynvera. Halla dóttir mín vill bæði ganga í háum
hælum og pínupilsum. Sjálf vann ég einu sinni á Árbæjarsafni
og þar gekk maður í peysufötum alla daga. Þá fann ég hvað
búningurinn heftir mann. Það sama má segja um háu hælana
og þröngu pilsin. Tískusveiflur ráða miklu í lífi kvenna, meira
að segja hvort við getum hreyft okkur frjálslega. Útlitskröf-
urnar sem gerðar eru til kvenna eru í raun og veru kröfur um
hegðun, ekki endilega fegurð. Það er kaldhæðni örlaganna að
nú þegar konur hafa öðlast menntun á við karlmenn, jafnvel
meiri menntun, og eru í auknum mæli að hasla sér völl í at-
vinnulífinu, að þær skuli enn ánetjast hinum óframkvæman-
legu kröfum útlitsímyndarinnar. Við eigum ekki bara að vera
mæður og konur á framabraut, heldur finnst mörgum þær
einnig þurfa að eyða klukkutíma í líkamsræktinni dag hvern
til að vera grannar og stæltar samkvæmt fegurðarformúlu tísk-
unnar. Það er engin kona óhult fyrir þessari bjútígoðsögn, fólk
talar um að Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra verði að læra
raddbeitingu og lita á sér hárið en enginn segir Halldóri
Blöndal að greiða sér eða Davíð að gera magaæfingar.
Það er ekki hægt að uppfylla öll þau skilyrði sem konum
eru sett. Karlmenn eru mjög háðir konum. Þeir eiga starfs-
frama sinn oft undir þeim, hvort þær hlaupa undir bagga og
styðja þá í bak og fyrir. Stundum hefur maður á tilfinningunni
að karlar geti ekki farið hjálparlaust á klósettið. Hvað þá að
þeir geti þvegið þvottinn sinn, straujað eða eldað og brillerað
á sama tíma í vinnunni. Enda segir bandaríska kvenréttinda-
konan Gloria Steinem, að karlmenn séu í rauninni bara í
hlutastarfi ef þeir eru skoðaðir frá sjónarhóli kvenna. Við er-
um kannski fjárhagslega háðar karlmönnum en þeir eru háðir
okkur að öllu öðru leyti. Því sætir furðu að konur skuli oft
taka meira mark á karlmönnum en kynsystrum sínum. Enda
kepptust kvenréttindakonur framan af um að líkja eftir karl-
mönnum. í því átti kvenfrelsið að vera fólgið. Gloria Steinem
hefur lýst því í bók hvernig hún sem ung kona vildi vera „as
good as the boys“. Hún hló að klúrum bröndurum vinnufélaga
sinna og var jafnvel farin að tala um „tits“ í stað brjósta rétt
eins og þeir. Svo áttaði hún sig á því að þessir brandarar
beindust ekkert síður að henni sjálfri en öðrum konum. Það er
því miður algengt að konur sem hafa „náð langt“ líti svo á að
þær séu ekki lengur á sama báti og kynsystur þeirra. Þeim
finnst þær ekki tilheyra þessari lágstétt kúgaðra kvenna."
Magdalena gengur inn í Grillið á Hótel Sögu fagurt sumar-
kvöld. Á næsta borði sitja Sverrir Hermannsson Og Matthías
Á. Mathiésen og frúr. Hún er glæsileg, grönn í hvítri skyrtu og
fallegum gráum buxum með ofið, litríkt sjal um herðarnar.
Þetta er í síðasta sinn sem við hittumst meðan á viðtalinu
stendur því daginn eftir er hún að fara á spítalann í lyfjameð-
ferð.
Sigurður Björnsson er læknirinn hennar. „Þegar krabbinn
„Hún hló að klúrum
bröndurum vinnuíélaga
sinna og var jaínvel íarin að
tala um „tits“ í stað brjósta
eins og þeir.“
HEIMSMYND 57