Heimsmynd - 01.07.1992, Síða 59

Heimsmynd - 01.07.1992, Síða 59
manns. Hættan er sú að Jóhanna haldi áfram að hrópa bara úlfur, úlfur og missi trúverðugleikann. Eg lít svo á að konur í stjórnmálum eigi allar undir högg að sækja gegn karlaveldinu, hvar í flokki sem þær standa.“ Om hvort kvennalistakonur hafa látið eina úr sínum fremstu röðum gjalda þess að vera í tygjum við forkólf í öðrum flokki segir hún: „Sigríði Dúnu var ekki hafnað af Kvennalistanum en eiginkona hvaða ráðherra sem er hlýtur að eiga erfitt upp- dráttar í öðrum flokki. Pað verður ákveðinn trún- aðarbrestur. Segjum svo að ég yrði ástfangin af Davíð Oddssyni eða Hörður af fegurðardrottn- ingu, við værum með því móti að segja að grund- vallarlífsviðhorf okkar kæmu því ekkert við af hverjum við yrðum ástfangin. Auðvitað má segja að maður ráði því ekki í hverjum maður verður skotinn en pólitísk afstaða, skyldi maður halda, endurspeglar grundvallarviðhorf fólks til tilverunnar. Ég trúi á jafna for- eldraábyrgð og lifi samkvæmt því. Ef ég yrði ástfangin af manni með allt önnur lífsviðhorf, manni sem hefði til dæmis mestan áhuga á einkavæðingu og heimavinnandi húsmæðrum yrði mér illa brugðið.“ Henni finnst þróunin nú vera afturhvarf til íhaldssamari gilda. „Þegar harðnar á dalnum og atvinnuleysi eykst bitnar það helst á konum. Konur eru ekki aðeins í meirihluta þeirra sem starfa innan velferðarkerfisins heldur eru þær líka meiri- hluti þeirra sem njóta þjónustu þess. Sé stoðunum kippt und- an velferðarkerfinu er fótunum kippt undan konum á hinum almenna vinnumarkaði. Eftir seinni heimsstyrjöldina var ekki leng- ur þörf fyrir konur úti á vinnumarkaðinum og þá voru matreiðslubækur uppfullar af upp- skriftum þar sem það tók margar klukku- stundir að matreiða hvern rétt. Mér finnst eitthvað svipað uppi á teningnum núna. Allt miðar að því að neyða konur inn á heimilin aftur. Það er ekkert að því að vera móðir en það stingur mig að sjá kornungar stelpur trítl- andi með barnavagnana á undan sér niðri í bæ. Fyrir þessu hefur verið rekinn áróður rétt eins og brjóstagjöf, sem á ekkert endilega skylt við móðurkærleika. En svona er konum stýrt á hverju tímaskeiði. Ég kynnti mér sögu einnar formóður minnar þegar ég sótti námskeið hjá Helgu Sigurjónsdóttur í kvennasögu. Þessi kona var uppi snemma á 19. öld og hét Herdís Þorgeirsdóttir. Hún var fædd 1802 og tekin í fóstur af hreppstjóranum í Ölfusi. Síð- ar giftist hún syni hans og átti með honum fimmtán börn. Her- dís þessi var langaamma mömmu og ég gróf upp allt sem ég gat um hana. Þá komst ég að því að einn forfaðir minn, Bein- teinn, kvæntist Vilborgu Halldórsdóttur, dóttur biskupsins á Hólum. Hún hafði eignast barn í lausaleik og var því falleruð biskupsdóttir, brottræk úr sinni stétt. Sonur hennar, Magnús, barnar síðan heimasætuna á næsta bæ í Ölfusi og ég sé þessa Vilborgu fyrir mér þar sem hún segir við son sinn: Nú kvænist þú þessari stúlku Magnús! Á þessum tíma var það hræðileg skömm fyrir stúlkur að eignast barn utan hjónabands og þær þurftu að sitja á svokölluðum krókbekk í kirkjunni. Norður í Eyjafirði bjó systir Hólmfríðar, en svo hét stúlkan sem Magn- ús barnaði, Valgerður Briem, gift stórbónda þar og átti því sæti á heiðursstað í kirkjunni. Þangað gengur hún eitt sinn inn og verður litið til stúlku sem hafði átt barn í lausaleik og sat á þessum niðurlægingarbekk. Þá gekk frú Valgerður fram hjá hefðarsæti sínu og settist hjá falleruðu stúlkunni. Þetta er eitt flottasta dæmi sem ég þekki um samstöðu kvenna. Þessi saga kemur við hjartað á mér.“ Sjálf segist hún hafa kynnst þessari samstöðu. „Það er klisja að konur séu konum verstar. Síðast í gær sat ég vorþing Kvennalistans á Seyðisfirði. Þarna voru samankomnar fimm- tíu kerlingar, hver annarri hressari. Þær vita allar að ég er veik. Þegar tók að líða á nóttina þar sem við sátum og skegg- ræddum var ég orðin mjög þreytt og gekk til náða á undan öll- um öðrum. Engin þeirra hvatti mig til að sitja lengur eða kom með óþægiíegar spurningar. Góða nótt Malla mín, sögðu þær. Daginn eftir tók ein þeirra ferðatöskuna mína upp og bar hana þegjandi og hljóðalaust." Samstöðu kvenna segir hún fólgna í því að þær geri sér grein fyrir því að þær eru allar á sama báti.“Valgerður Briem hefur gert sér grein fyrir því að stúlkan á krókbekknum hefði getað verið hún sjálf. Ég og Salóme Þorkelsdóttir erum á sama báti. Hvorug okkar getur gengið niður öngstræti um há- nótt án þess að finna til ónotatilfinningar. Það er andstyggilegt að finna til ótta gagnvart ókunnum karlmönnum. En það gera konur út um allan heim. í stórborgum erlendis eru nú sérstak- ar kvennahæðir á hótelum þar sem konur eiga að geta verið óhultar. Ég brýni fyrir dætrum mínum að stytta sér aldrei leið um fáfarin svæði né heldur að taka leigubíla einar. Það er hræðilegt að þurfa að ala stúlkubörn upp í þessu vantrausti á karlmönnum. Nú nýverið hringdi kona í kvennaathvarfið vegna dóttur sinnar sem hafði farið ein í leigubíl. Þetta var smástelpa, send á milli tveggja staða. Leigubílstjórinn fór með hana upp í Rauðhóla og neyddi hana til að sjúga sig. Enginn veit hver þessi maður er og móðirin hringdi í öngum sínum í Kvennaathvarfið." Framtíð kvenna segir hún velta á umræddri samstöðu og hvernig þær taki á sínum málum sjálfar. „Konur verða að segja hingað og ekki lengra. Bandaríska ljóðskáldið, Adrienne Rich, sagði að þann dag sem konur eignast sjálfar sinn líkama myndi það breyta meiru en ef verkalýðurinn eignaðist fram- „Góða nótt Malla mín, sögðu þœr. Daginn eítir tók ein þeirra íerðatöskuna mína upp og bar hana íyrir mig þegjandi og hljóðalaust. “ leiðslutækin. Um 150 þúsund bandarískar stúlkur deyja árlega úr anorexíu án þess að það komist í heimsfréttirnar. Hvað ef þetta væru piltar? Konur eru í raun breiðu bök þjóðfélagsins, inni á heimilum og utan. Þótt þær stjórni ekki fiskvinnslunni bera þær mikla ábyrgð. Stjórni þær fyrirtækjum gera þær það yfirleitt vel eins og útgerðarkonan á Suðurnesjum, Bára með kjólabúðina á Hverfisgötunni, Rúna heitin Guðmundsdóttir með Parísartískuna og fleiri konur sem reka fyrirtæki. Þessar konur eru ekki í fréttum. Þar eru hins vegar hinir og þessir spútnikkar, sem eru að hefja einhvern rekstur og næst þegar maður heyrir af þeim eru þeir með tugmilljóna króna gjald- þrot á eftir sér.“ Við sitjum á Grillinu, dreypum á kaffi, það er tekið að rökkva og við erum einar eftir. Indæll þjónn kemur og spyr hvort okkur vanti eitthvað. Hann kallar okkur stelpur! Magdalena sperrir eyrun. Að vísu er hún enn þá frekar stelpu- leg, rétt eins og þegar ég hitti hana fyrst. „Það var allt önnur Malla“, segir hún. „Ég var að verða þrítug, ástfangin af Herði, ógurlegur töffari sem skynjaði engar hindranir á veginum. Ég hafði meira sjálfstraust þá“, segir hún hugsi. „Svo hætti ég að vera einstaklingshyggjumanneskja. Og ég flutti aldrei ein inn í íbúð nálægt Mokka, eins og mig dreymdi um. Ég eignaðist þrjár dætur og hætti að vinna allan daginn til þess að vera með þeim. Ég hætti að líta á kvennabaráttu sem jrras. Ég hætti að vera svo sjálfselsk að halda að ég væri yfir aðra hafin, til dæm- is konur, sem gætu ekki bjargað sér á sama hátt og ég. Smám saman lærði ég að standa með öðrum og kynntist því dýrmæt- asta sem ég þekki, að aðrir standa með mér.“B HEIMSMYND 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.