Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 63

Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 63
Um leið og hann hóf skokkið breytti hann mataræð- inu. „í heilan mánuð borðaði ég mjög lítið. Pað var erfitt fyrstu dagana. Síðan fór ég að borða meira og jafnara en gætti þess ávallt að fá mér að- eins einu sinni á diskinn. Eg sneiddi hjá fitu, borð- aði meira af ávöxtum og snarminnkaði sælgætisát- ið án þess að hætta því. Pað er ekkert á bannlista hjá mér. Ég borða það sem mig langar í en langan- irnar hafa breyst. Nú stendur mér ógn af fitu og öllum mat sem eyðileggur hjarta- og æðakerfið. Ég borða músli með léttmjólk í morgunmat og set alltaf nokkra pakka af múslí í ferðatöskuna hjá mér ef ég fer til útlanda til vonar og vara. A morgnana drekk ég einnig nýkreistan appelsínusafa sem ég kaupi í Hagkaup en hálfur lítri kostar 189 krónur og er það vel sloppið finnst mér því það er óttaleg fyrirhöfn og sóðalegt að kreista þetta sjálf- ur. I hádeginu fæ ég mér gjarnan epli eða banana og þykk- mjólk með korni. Um miðjan dag fæ ég mér rúnstykki eða orkuhleif án þess að nota smjör. Klukkustund fyrir æfingu fæ ég mér banana og appelsínusafa til að líkaminn hafi nægilegt kolvetni þegar ég er að æfa. En kolvetnið er aðalorkugjafinn og álíka nauðsynlegt líkamanum fyrir átak eins og bensínið er bílnum. Fyrsta hálftímann eftir æfingu fæ ég mér banana og fernu af ávaxtasafa og tryggi með því móti að vöðvarnir verði fljótari að endurnærast. Einni og hálfri klukkustund eftir æf- ingu fæ ég mér þrjú harðsoðin egg en hendi rauðunum sem innihalda bæði fitu og kólesteról. Hvítan inniheldur próteinið sem er byggingarefni vöðvanna. A kvöldin borða ég venjuleg- an heimilismat en gæti hófs. Við reynum á heimilinu að hafa mataræðið fjölbreytt en ég verð að viðurkenna að ég er ekki mikil grænmetisæta þó að ég sé sífellt að minnka kjötátið." Hann er í vaxtarrækt þrisvar í viku, klukkutíma í senn í Gym 80, fer að jafnaði í kvöldgöngu með konunni sinni, spilar veggtennis tvisvar í viku og skokkar einu sinni til tvisvar i viku. „Ég spila veggtennis við fertugan keppnismann, Sigur- björn Bárðarson knapa og það hallar ekki teljandi á“, segir hann brosandi. Hann viðurkennir að vaxtarræktin sé að hluta fyrir hégómagirndina þar sem hann kreppir upphandlegginn og sýnir vöðva sem gætu sómt sér í keppni af þessu tagi. „Vöðvastæltur maður brennir meiri fitu. Menn geta grennst og lagast í laginu án þess að léttast. Fitan er fimm sinnum meiri að rúmmáli en vöðvar. Maður sem bætir við sig einu kílói af vöðvum og losnar við eitt kíló af fitu hefur ekki lést en hann hefur grennst. Þegar ég fór fyrst niður í 83 kfló úr 95 kflóum var ég ekki eins grannur og ég er nú í nákvæmlega sömu þyngd. Hlutfall fitunnar í líkamanum minnkar með upp- byggingu vöðvanna.“ Hann les fagblöð og tímarit um vaxtarrækt og hlaup, er orð- inn vel upplýstur um áhrif hennar á líkamann. Hann vitnar í grein sem hann las um Oliver North, aðalsöguhetjuna í íran- Kontra hneykslinu í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. „Oliver North var háttsettur í hernum og lýsti daglegri líkams- rækt sinni eftir að hann hætti þar, en þessa rútínu byggir hann á þjálfun sinni í hernum, sem hann sagði vera sáraeinfalda og fólgna í tvennu: push-ups eða armréttum og sit-ups eða maga- æfingum. En þannig byrjaði ég sjálfur í vaxtarræktinni. Eg fór ekki í neinn klúbb heldur byrjaði heima í stofu með armrétt- um. Ég lyfti mér frá lágu borði og keypti mér lóð til að þjálfa handleggi og axlir. Síðan gerði ég magaæfingar og göslaðist svona áfram. Fljótlega fann ég fyrir eymslum í baki og stöfuðu þau af því að ég hafði ekki hnén bogin þegar ég var að gera magaæfingarnar. Það er eins gott að gera þessar einföldu æf- ingar rétt. Maður verður að gæta þess að slaka aldrei á spenn- unni á milli þegar maður lyftir sér upp með magavöðvnum.“ Nokkrum mánuðum eftir að Ragnar hóf átak sitt hafði hann losnað við tíu kfló. „Ég grenntist svo hratt að fólk, sem ekki þekkti til hélt að ég ætti í veikindum. Það er talið hæfilegt að léttast um eitt til tvö kfló á mánuði í svona átaki en mér fannst þetta aðeins erfitt fyrst. Menn byrja í líkamsrækt af margvíslegum ástæðum en halda áfram af aðeins einni: Þeim líður betur!“ Ragnar talar um tvo ólíka heima í þessum efnum. I öðrum heiminum eru einstaklingar í vítahring lifnaðarhátta sinna eins og hann var sjálfur. „Ofát og hreyfingarleysi leiðir til ofþyngd- ar og hás blóðþrýstings, blóðrásin hægist, æðar stíflast, öndun- in verður erfið, sjálfsmyndin veikist, strejtan eykst og fólk leit- ar huggunar í meira áti eða drykkju. I hinum heiminum er fólk sem finnur til vellíðunar vegna mikillar hreyfingar sem leiðir til aukinnar brennslu, minni streitu, sterkrar sjálfsmynd- ar og jafnvægis á sál og líkama.“ Hann segir að það skemmtilega við líkamsræktina sé að all- ir þessir jákvæðu þættir komi af sjálfu sér þegar yfir þröskuld- inn er komið. „Um leið og maður kemst í form, breytist ekki bara útlitið heldur allt fasið. Sjálfsmyndin styrkist, maður er öruggari innan um aðra og ekki lengur feiminn við að vera fá- klæddur. En eitt leiðir af öðru. Maður sem er búinn að van- rækja skrokkinn í áratugi breytir honum ekki á einum mánuði. Fólk á að fara rólega í sakirnar en halda sér við efnið. Ég vara byrjendur við að kaupa sér þrekhjól eða æfingarbekki því þessi tæki eru leiðigjörn en henta betur þeim sem eru komnir lengra á leið og vita hvað þeir vilja. í mínu tilfelli hefur þetta þróast í beinu hlutfalli við vaxandi áhuga, þekkingu og löng- un. Mataræðið hjá mér er alltaf að breytast og ég er farinn að velja af meiri kostgæfni hvað ég læt ofan í mig og þar er engin sjálfsafneitun á ferðinni. Mér líður svo stórkostlega vel að ég á erfitt með að trúa því sjálfur. Það er hrein nautn sem ég hef af því að taka á og hlaupa." Mann segist stöðugt furða sig á því hvað almenning- ur er illa upplýstur um nauðsyn og gildi rétts mat- aræðis og hreyfingar. Það eru innan við tíu ár síð- an augu fólks fóru að opnast fyrir því skelfilega ástandi sem við erum í og það er undarlegt í þess- um hátækniþjóðfélögum hvað fólk er illa upplýst um líkamann og þarfir hans.“ Reynsla Ragnars Tómassonar er nokkurs konar ævintýri í hversdagsleikanum. í hverjum mánuði taka tugir karla og kvenna hann tali og leita ráða hjá honum varðandi líkamsrækt. „Ég finn að það brenna á vörum fólks alls konar spurningar sem það þráir að leita svara við. Karlar kvarta undan konunum sínum og konur undan körlum. Þeir tala um kynkulda og þær tala um slappleika karlanna en fæsta órar fyrir því að hvorki slappleikinn né kynkuldinn þarf að vera til staðar. Kynlífið er eitt af þeim sviðum mannlífsins sem ofát og kyrrsetur hafa hvað mest áhrif á. Þeim sem eru í lélegu ástandi líður illa lík- amlega og andlega, eru sífellt „þreyttir“ eða ekki „upplagðir“. Þeir sem eru í góðu formi, líður vel líkamlega og sálarlega og geta notið kynlífs. Þegar fólk talar við mig um líkamlega hrörnun, ræðir það einnig áhrif þess á kynlífið. Það er greini- legt að fólk kennir aldrinum um daufara kynlíf og minnkandi áhuga beggja aðila. Það má segja þessu fólki til uppörvunar að það er reynsla flestra sem taka til við líkamsrækt á miðjum aldri að þeir yngjast um mörg ár, jafnvel áratugi! Örari blóð- rás er nauðsynleg forsenda kynlífs og hún leiðir til næmari til- finningar í húð. Sálræni þátturinn er einnig afar mikilvægur. Sá sem er í lélegu formi hefur skerta sjálfsmynd. Sá sem er í góðu formi hefur sterka sjálfsmynd. Um daginn mætti ég eldri konu á gangi í bænum sem heilsaði mér. Ég tók undir kveðju hennar þar sem mér fannst að ég ætti að þekkja hana. Síðar áttaði ég mig á því að þetta var gömul skólasystir mín. Ég veit að þessi kona hefði ekki þurft að líta út fyrir að vera orðin svona gömul. Því miður gefast svo margir upp og meðtaka hrörnun sem náttúrulögmál. Þetta gildir bæði um konur og karla. Þetta er bæði uppgjöf og hirðuleysi. Ég spái engu um það hvort mér verði lengri lífdaga auðið en jafnöldrum mínum en mér sýnist augljóst að ég njóti þeirra betur. Mig óar við þeirri tilhugsun að verða eins og ég var og alltof margir jafn- aldrar mínir eru enn.“ Ragnar segir að sumum kunni að finnast þessi líkamsrækt jaðra við hégóma. „Maður verður næstum því óleyfilega ánægður með lífið og sumum finnst það skrýtið. En það er al- þekkt fyrirbæri þegar einhver byrjar á fullu í Iíkamsrækt að framhald á bls. 88 HEIMSMYND 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.