Heimsmynd - 01.07.1992, Side 65

Heimsmynd - 01.07.1992, Side 65
Þann dag sem ég fór fyrst inn í vaxtarræktina ákvað ég að að breyta mataræðinu, sleppa kökum, sætindum og smjöri. En það var allt og sumt. Ég hef aldrei verið í svelti og að því leyt- inu til er þetta mjög þægileg megrun. Fyrstu mánuðina borð- aði ég rúnstykki án smjörs á morgnana, samloku í hádeginu og á kvöldin venjulegan mat. Núorðið borða ég heitan mat í há- deginu en eitthvað létt á kvöldin. Það kemur fyrir að ég fæ mér poppkorn ef ég er að horfa á sjónvarpið en það er sjald- an. f upphafi æfði ég tvisvar til þrisvar í viku og missti nokkur kíló strax en þar sem tækin byggja upp vöðvana léttist maður hægt. Smátt og smátt fór ég að auka æfingarnar og nú fer ég daglega í vaxtarræktina. Það fór að hlaupa í mig keppnisskap þar sem menn voru að reyna að setja met í þrekstiganum. Ég náði að setja met, var í einn og hálfan tíma í stiganum án þess að stoppa. Það met var slegið en ég hélt áfram og í nóvember náði ég meti sem enginn hefur slegið enn, að vera stanslaust í fjórar klukkustundir í þrekstiganum. Ég var ekki slæmur til heilsunnar áður utan erfiðleikanna sem fylgdu því að vera svona þungur. Fitan háði mér félags- lega. Ég fór ekkert út nema ég nauðsynlega þyrfti. Ég var al- veg hættur að fara á skíði, sem ég hafði gert áður. Flestir fé- laganna voru úr skíðadeild Hrannar í Skálafelli. egar ég kom fyrst í vaxtarræktina kom leiðbein- andinn til mín og mældi púlsinn á þrekhjóli og kom á óvart að hann var þokkalegur miðað við hvað ég var feitur. Það er eitt orð sem lýsir því hvernig mér leið: Illa. Hættan er að maður aðlagist ástandinu. Maður venst þessari spegilmynd en finnur áþreifanlega hvernig fyrir manni er komið þegar maður kaupir sér stærri föt eða sér sig á ljósmynd. Ég hætti ekkert að horfa á konur en gerði ekkert til að nálgast þær. Það er engin kona núna í spilinu en undanfarin ár var ég hættur að láta mig dreyma um kvenfólk. Ég lokaði mig ekki alveg inni, fór í langt ferðalag til eyjaklasa i Indlandshafi með enskri ferðaskrifstofu árið 1990 og þar var erfitt í hitanum að vera svona feitur. Ég er áhugaljósmyndari og var þessi ferð farin í þeim tilgangi. Þetta var hópur atvinnu- og áhugaljós- myndara og var viðfangsefnið að mynda glæsilegar stúlkur. Auðvitað var ekki gaman að standa þarna spikfeitur og mynda einhverjar fegurðardísir.“ Eins og títt er um feitt fólk breytist sjálfsmyndin ekki jafn- hratt og útlitið ef það nær að grenna sig. Jón er mun ánægðari með sig en hann var fyrir sextíu kílóum síðan en hann gleymir því oft að hann er ekki lengur feitur. „Um daginn kom maður í vaxtarræktina og varð starsýnt á mig. Ég hélt að hann væri að horfa á mig af því honum þætti ég feitur en sú hætta er til staðar að manni líði alltaf eins og fitubollu þótt kílóin séu hrunin af. En svo var ekki. Þessi maður kom til mín og sagði að hann hefði séð mig þarna í fyrra og hann tryði ekki sínum eigin augum, svo mikil væri breytingin. Ég varð mjög glaður. Það er athyglisvert að fæstir halda út í. vaxtarræktinni. Mjög margir virðast gefast upp. Fólk kemur og ætlar að losa sig við nokkur kíló en einblínir um of, held ég, á vigtina. Hættan er sú að fólki finnist það ekki léttast nógu hratt og gefist upp. Ég stíg á vigtina tvisvar, þrisvar i viku. Markmiðið hjá mér er að ná af mér sem mestri fitu og því keyri ég á stífu prógrammi í vaxtarræktinni. Ég hangi nú í 89 kílóum og sækist eftir því að komast niður í 83 kfló. Núna mæti ég klukkan sjö á morgnana og tek létta morgunæfingu. Síðan æfi ég tvo tíma seinni hluta dágs. Ég sleppi aldrei úr degi. Ég hef bætt hlaupum við æfing- arnar og skokka nú þrisvar til fjórum sinnum í viku í klukku- tíma í senn í Öskjuhlíðinni. Mér líður stórkostlega. Það er ekki hægt að líkja saman líðan minni nú og áður. Allt verður auðveldara. Fólk fitnar af ofáti og hreyfingarleysi. Það dugir ekki að breyta mataræðinu ef fólk vill grenna sig. Hreyfing er alveg lífsnauðsynleg og eina leiðin til að ná varanlegum ár- angri.“ Jón er ekki aðeins breyttur maður í útliti heldur hefur skap- ferli hans einnig breyst eftir að hann grenntist. „Ég lét hluti auðveldlega fara í taugarnar á mér áður, var uppstökkur og neikvæður. Það má segja að tilvera mín hafi umpólast. Ég lít allt bjartari augum. Nú gengst ég upp í því að vera vel útlít- andi. Sálrænt séð virkaði það vel á mig að henda stóru fötun- um, sem ég átti þegar ég var feitur. Margir geyma stóru flfk- urnar til vonar og vara. Ég henti þeim um leið og kflóin fóru að týnast af því að ég vil ekki fara aftur í fyrra horf. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda. Ég fer í ljós og hef gaman af því að kaupa mér fallega æfingagalla en nú er ég kominn í miðlungs stærð og stundum minni stærð. Sjálfsagt finnst mörg- um það rugl að æfa svona tvisvar á dag en árangurinn sem ég hef náð heldur mér við efnið. Feitu fólki ráðlegg ég að byrja í líkamsrækt. Skokk fyrir feitt fólk er ekki heppilegt því hnén geta gefið sig. Þegar fólk er komið í þjálfun er upplagt að skokka yfir sumartímann. Fólk á að trúa á árang- urinn sem það nær og henda stóru fötunum, sem passa ekki lengur. Margir gagnrýna mig fyrir að sleppa ekki úr degi og segja að maður eigi taka sér hvfld. Ef ég er þreyttur tek ég æfingunum rólega og dvel skemur í ræktinni. Ég sleppi aldrei úr æfingu því þá er sú hætta til staðar að maður haldi áfram á þeirri braut, einn dagur verði að tveimur, síðan viku og loks fari maður í gamla farið. Fólk á samt ekki að fara of geyst í sakirnar, heldur byggja upp þol og þrek og láta áhugann stjórna ferðinni. Því ef árangur næst þá vakn- ar áhuginn og þetta kemur af sjálfu sér. Ég hef alltaf verið feiminn og eftir því sem kflóin hlóðust utan á mig því innhverfari varð ég. Núna finn ég fyrir alveg nýju sjálfstrausti, sem ég hef aldrei kynnst áður. Margir horfa á mig og átta sig ekki á því hver ég er, kunningjar sem hafa ekki séð mig lengi. Ég var svo staðráðinn í að gera eitthvað í þessu að það hefur aldrei hvarflað að mér að gefast upp. Þeg- ar maður er kominn í þessa rútínu getur maður leyft sér ýmis- legt. Það er í rauninni ekki erfitt að halda sér í þvi formi sem ég er kominn í núna. Auðvitað koma tímabil þar sem maður verður þreyttur á þessu en þá breytir maður um æfingar og fer út eftir hálftíma. Eg geri bara það sem ég er upplagður til. Ég held að það sé ekki gott að vera niðri í kjallara hjá sér á eigin tækjum. Félagslegi þátturinn er mjög mikilvægur, að komast innan um annað fólk og upplifa árangurinn með því. Það skapast ákveðin samkennd á heilsuræktarstöðvum." Jón sem ekki fór út fyrir hússins dyr nema nauðsyn krefði fyrir rúmu ári er nú að hugsa um að taka þátt í maraþonhlaup- inu í ágúst. „Ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi ekki að skjótast í þetta maraþon en það þýðir ekkert nema maður nái því á sæmilegum tíma“, segir hann af nýfengnu keppnisskapi. etta nýja líf sem hann hefur byrjað er honum dýr- mætt. Hann hefur farið sínar eigin leiðir til að ná ár- angri og það sem áður var freisting fyrir honum er það ekki lengur. „Smekkur manns á mat breytist. Ég stoppa ekki lengur og fæ mér pylsu í söluturni. Þá fer ég aldrei inn á skyndibitastaði til að fá mér hamborgara, kjúkling og franskar. Ég fæ mér heldur ekki tertusneið ef ég fer í kaffiboð. I stað þess fæ ég mér brauð eða kex en borða aldrei kökur. Og það kemur ekki súkkulaðimoli inn fyrir mínar varir. Aldrei. Ég sakna þess ekkert. Það er allt í lagi að fá sér góða máltíð. Ég er hvorki í svelti né megrun. Ég er einfaldlega ekkert að pæla í mat eða öðru því sem var að eyðileggja líf mitt áður en ég tók mig taki.“B HEIMSMYND 65

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.