Heimsmynd - 01.07.1992, Page 67

Heimsmynd - 01.07.1992, Page 67
Greinarhöfundur ferðaðist um slóðir mafíunnar á Sikiley í vor - skömmu áður en Falkone dómari var sprengdur í loft upp ásamt fjölskyldu sinni á þjóðveginum vestur af Palermó Paradís á jörðu er það fyrsta sem manni dettur í hug þegar komið er til Sikileyjar að vorlagi. Oll eyj- an er þá sem útsprungið blómahaf og angan frá sírenum fyllir skilningarvitin. Blóðapp- elsínutré og sítrónutré eru nánast í hverjum húsagarði og vínviður og möndlutré teygja sig upp eftir hlíðum fjalla. Risa- vaxnir kaktusar og pálmatré minna á að Afríka er skammt und- an. Ibúarnir eru vin- gjarnlegir en í öllum þessum unaði liggur falin vá, rétt eins og skaparinn geti ekki unnt þeim að lifa í friði og spekt í þess- ari paradís. Freistarinn í líki höggorms liggur fal- inn í hverju þorpi og hverri borg. Greinarhöf- undur var á Sikiley í apríl síðastliðnum og skynjaði vel þá ógn eða álög sem hvílir á íbúum þessarar íðil- fögru eyjar sem liggur eins og þröskuldur um þvert Miðjarðar- haf, ákjósanleg sem miðstöð verslunar milli Evrópu, Asíu og Afríku. Héðan er mafían upprunnin og hér ræður mafían öllu. Þrátt fyrir hetjulega baráttu yfirvalda gegn henni er hún aldrei sterkari en nú. Morðið á dómaranum Falkone 23. maí síðast- liðinn undirstrikar það rækilega, en hann var að- aldómari við mafíuréttar- höldin miklu í Palermó fyrir fimm árum sem komu mörg hundruð mafíósum bak við lás og slá. Sagt er að mafían á Sikiley hafi undirtökin í allri eiturlyfjaverslun í heiminum. Réttarhöld og fangelsanir hafa þar lítil áhrif á. Medellin-furst- arnir í Kólumbíu hafa fal- ið Sikileyjarmafíunni að annast kókaínmarkaðinn og heróínflutningar frá Asíu til Evrópu og Am- eríku fara um hennar hendur. Bandaríska maf- ían er hálflömuð vegna uppljóstranna og hefur misst tökin víða en sikil- eyska mafían blómstar. Mafíufjölskyldur frá Sikil- ey hafa nú aðsetur víða um heim. Þær eru í Cara- cas, Sao Paulo, Bangkok, Múnchen, Marseilles, Montreal, London, Hong Kong, Sidney og um 25 borgum í Bandaríkjunum. Nauðsyn- legt er að gera skýran greinarmun á sikileysku mafíunni og þeirri bandarísku þó að þær séu báðar af sömu rót. Neti þeirr- ar fyrrnefndu er stjórnað frá Palermó á Sikiley og þar er einn maður sem allir lúta, sjálfur guðfaðirinn. Hann heitir Luciano Leggio og er frá Corleone, litlu þorpi í miðju fjalllendi eyjar- eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON HEIMSMYND 67

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.