Heimsmynd - 01.07.1992, Síða 69

Heimsmynd - 01.07.1992, Síða 69
% Morðið á Stefano Bontate, sei uppnefndur var Prinsinn, árið 198 markaði upphaf mafíustríðsin mikla á árunum 1981 til 1983. Legtllo. Sa«ía «»/«» « !"''i'2“í"*19T4' er nú guðfaðir sikileysku mafíunnar þótt hann se enn i fangelsi. um. Allir helstu toppar Sikileyjarmafíunnar voru líka á fund- inum undir forustu Don Giuseppe Genco Russo sem þá var orðinn capo di tutti capi. Allir þessir mafíósar áttu það sameig- inlegt að vera komnir á kaf í eiturlyfjasölu. Fundurinn vakti litla opinbera athygli, en vegna uppljóstrana nú á allra síðustu árum, hefur komið í ljós að þarna fór bandaríska mafían fram á það við þá sikileysku að hún tæki að sér innflutning og dreif- ingu á heróíni í Bandaríkjunum. Petta var samþykkt og síðan hefur sikileyska mafían haft undirtökin í allri eiturlyfjaverslun í heiminum og er stærsta og voldugasta glæpahreyfing nútím- ans. Á þessum fundi var svokölluð Cupola stofnuð sem er eins konar stjórnarnefnd sikileysku mafíunnar. Mafían hefur mjög á orði hugtök eins og heiður, virðingu, þagmælsku, fjölskyldubönd og svo framvegis. Þrátt fyrir það er henni fátt heilagt og hún svífst einskis til að ná fram mark- miðum sínum. Sikileyingar eru yfirleitt elskulegt fólk. Og ör- ugglega er þeim flestum meinilla við mafíuna og vildu helst vera lausir við hana. En þeir lifa undir dulinni ógnarstjórn og segja því fátt. Mafían er sjaldnast nefnd í sikileyskum blöðum. Almennt gengur hreyfingin undir nafninu Kolkrabbinn (octopus). Talið er að um 15 þúsund manns séu í sikileysku mafíunni. Og hver einasti þeirra er morðingi. Það er inntöku- skilyrði að hafa drepið. Með því er tryggt að mafíósar séu nægilega blóðþyrstir og komið í veg fyrir útsendara yfirvalda. Margir telja að bandaríska mafían hafi úrkynjast á síðustu ár- um og misst völd. Margir helstu foringja hennar eru nú komn- ir bak við lás og slá, samanber dóminn yfir John Gotti nú í vor, og fjölskyldurnar hálflamaðar. Þá hafa verið leyfðar gift- ingar inn í fjölskyldurnar út fyrir hinn sikileyska uppruna og margt af yngra fólkinu skortir grimmd. Það á ekki við um sikileysku mafíuna. Þar koma sífellt fram nýir og ungir menn sem eru tilbúnir til hvers kyns óhæfuverka. Núverandi capo di tutti capi, Luciano Leggio, er dæmigerður um feril sikileyskra mafíósa á síðari árum. „GÓГ OG „VOND“ MAFÍA Eins og áður hefur komið fram er Luciano Leggio frá þorp- inu Corleone sem frægt er úr myndum Coppola um Guðföð- urinn. Höfundur þessarar greinar kom til Corleone nú í vor. Þetta er bær með um 11 þúsund íbúa og ákaflega sakleysisleg- ur á yfirborðinu. Nokkrir gamlir menn sitja á aðaltorginu og spjalla saman og fátt virðist raska ró þeirra. Þetta sama torg var þó vettvangur fjöldamorða fyrir aðeins fáum árum. Og frá þessum litla bæ koma blóðþyrstustu mafíósar Sikileyjar. Don Luciano er að afplána lífstíðarfangelsi fyrir morð og hefur setið í fangelsi síðan 1974. Hann drepur tímann með því að lesa Charles Dickens og gríska heimspekinga, yrkja ljóð og mála nostalgísk landslagsmálverk af heimabyggð sinni. Sumir kynnu að álíta að hann væri búinn að vera, en engu að síður er hann ógnvænlegasti capo di tutti capi allra tíma. Hann skapaði hið mikla heróínnet mafíunnar sem nær um allan heim. Hann vann það í mafíustríðinu mikla á árunum 1981 til 1983 með því að leggja línurnar frá fangelsisklefa sínum. Þeir sem stóðu fyr- ir stríðinu voru liðsmenn hans, svokallaðir corleonesi, og bandamenn þeirra og það geisaði ekki aðeins á Sikiley heldur breiddist þaðan út til Norður-ftalíu, Vestur-Evrópu, Kanada, Suður-Ameríku og Bandaríkjanna. Áður en því lauk lágu um þúsund menn í valnum sem ýmist höfðu verið skotnir, kyrktir, eitrað fyrir, sprengdir í loft upp eða stungnir, og álíka margir höfðu horfið sporlaust. Fáir andstæðingar hans, sem nokkuð kvað að, lifðu af þennan mikla hildarleik. En þessir fáu voru líka svo fullir hefndarhuga gagnvart Luciano Leggio að sumir þeirra kusu að rjúfa allra helgasta boðorð mafíunnar um þag- mælsku og segja yfirvöldum alla söguna. Frægastur og mikil- vægastur þeirra var mafíuforinginn Tommasso Buscetta sem sagði frá mörgum helgustu leyndarmálum hreyfingarinnar í hinum frægu réttarhöldum í Palermó árið 1987. Saga Luciano Leggio, um það hvernig hann komst til valda, er í hnotskurn saga mafíunnar frá styrjaldarlokum, hvernig hún hefur orðið æ blóðþyrstari, spilltari og illvígari og hvernig hin gömlu gildi um virðingu og heiður hafa horfið í skugga milljarðaverslunar með eiturlyf. Morðin hafa stöðugt orðið vélrænni, ópersónulegri og víðtækari. Mafían hætti að vera staðbundið eða landbundið böl en varð alþjóðlegt glæpasam- særi. Margir hafa sakað Don Luciano fyrir allt þetta. Saga hans hefur verið notuð til að undirstrika muninn á „góðu“ og „vondu“ mafíunni. „Góðir“ mafíósar voru sagðir hafa ríkt yfir Sikiley í hundruð ára þar til Luciano Leggio kom og eyðilagði hin gömlu gildi. Þetta var til dæmis inntakið í málflutningi Tommasso Buscetta við réttarhöldin 1987. ÓHUGNANLEGUR SVEITADRENGUR Luciano Leggio er fæddur í Corleone á köldum vetrar- morgni árið 1925, tíunda barn bláfátækra og ólæsra foreldra. Engar sögur fara af honum fyrr en hann var á nítjánda ári. Þá var hann staðinn að því að stela korni af akri og settur í fang- elsi. Þegar hann losnaði fór hann beina leið og skaut vörðinn HEIMSMYND 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.