Heimsmynd - 01.07.1992, Síða 73

Heimsmynd - 01.07.1992, Síða 73
blaðamann sem kom að finna hann að máli mörgum árum seinna). Luciano Leggio hefur alltaf haldið því fram að hann væri fórnardýr kommúnistískra ofsókna. í þessum réttarhöldum taldi hann lögregluna og ofsækja sig. „Líf mitt tók umskiptum þegar lögregluforingi bað mig ítrekað að gagnast konu hans en ég neitaði af siðferðilegum ástæðum", sagði hann. „Eg hafði ekkert samband við þá konu og hún hafði ekki reynt að draga mig á tálar. Spyrjið ekki um nöfn. Ég er heiðursmaður.“ Fleiri slíkar sögur kom hann með í réttarhöldunum. Þeim lauk með því að Leggio var dæmdur skilorðsbundið fyrir að stela korni árið 1948 en var sýknaður af öllum öðrum ákærum og sama gerðist með alla hina félaga hans í Corleonemafíunni. Dómarinn sagði að órjúfanlegur þagnarmúr ótta og yfirhylm- inga hefði stöðvað ríkissaksóknarann af. Almenningur var furðu lostinn en Luciano Leggio var skemmt. Hann minnti blaðamenn á að hann hefði alltaf haldið því fram að engin mafía væri til og þessi réttarhöld sönnuðu mál sitt. RAUÐA AKURLILJAN FRÁ CORLEONE Þrátt fyrir fimm ára varðhald hafði Luciano Leggio haldið áfram glæpastarfsemi sinni eins og ekkert hefði í skorist. Um leið og hann var laus skipaði lögreglustjórinn í Palermó að hann yrði handtekinn á ný þegar í stað, en dómsmálayfirvöld úrskurðuðu, öllum til furðu, að handtakan gæti aðeins átt sér stað í Corleone, heimabæ Leggios. Næstu ár var Leggio hund- eltur af yfirvöldum en í raun og veru var það aðeins skrípa- leikur og farsi. Allt upp til æðstu stjórnvalda í Róm var séð í gegnum fingur við hann. Luciano Leggio leitaði sér lækninga á bestu sjúkrahúsum ít- alíu og enginn þóttist vita um hann. Ekki var talað um annað en leitina að Leggio í ítölskum blöðum og hvað eftir annað bar málið á góma í ítalska þinginu. Öll Italía stóð á öndinni, en spilling og mútuþægni var hvarvetna, í öllum stjórnmála- flokkum og stjórnkerfinu, og Luciano Leggio fór ferða sinna, nánast eins og hann vildi, þó að svo ætti að heita að hann væri í felum. Hann hélt til í Mílanó og þar þróaðist mikil mafíustarfsemi í kringum hann; þjófnaðir, fjárkúgun, byggingabrask, spilavíti, hvít þrælasala á innflytjendum og mannrán í stórum stfl. Leg- gio kallaði sig Osvaldo Fattori barón í Mflanó og þóttist vera ríkur gimsteinasali, en hafði ellefu vegabréf með mismunandi nöfnum sem hann ferðaðist á um Evrópu. Loksins var Leggio handtekinn á ný árið 1974. Lögreglan > hafði þá hlerað síma einhverra smábófa sem oft töluðu við mann sem þeir kölluðu Signor Antonio: „Baciamu li manu a vossia“ (Við kyssum á hönd yðar hátignar). Það er gamalt sikileyskt ávarp bænda til aðalsmanna. Og nú tókst að koma Luciano Leggio í lífstíðarfangelsi. Réttarhöldin fóru fram í Mílanó og blöðin kölluðu hann Rauðu akurliljuna frá Corleo- ne. Hann var tákn alls þess sem farið hafði úrskeiðis í viður- eign yfirvalda við mafíuna. Og nú átti hann eftir að sanna hversu haldlítil fangelsin voru. Hann hafði peninga, liðssveitir, bandamenn og gríðarlegt áhrifavald til þess að leggja alla sikileysku mafíuna undir sig frá klefa sínum. MAFÍUSTRÍÐIÐ MIKLA Á SIKILEY Um 1980 var sikileyska mafían orðin ævintýralega rík af heróín- og kókaínsölu um allan heim. Auðæfin streymdu um bankakerfi víða um heim og höfnuðu ekki síst í Palermó. Þar kom að græðgin var slík að allsherjarstríð braust út milli maf- íufjölskyldna á Sikiley. Leggio og Corleonemafían hafði gert bandalag við aðrar mafíufjölskyldur og hafði undirtökin í eit- urlyfjaverslun frá Gullna þríhyrningnum i Asíu. Hins vegar réðu aðrar fjölskyldur, svo sem Bontate, Inzerillo, Gambino, Spatola og Di Maggio yfir versluninni til og frá Ameríku. Stríðið hófst í mars 1981 og það voru menn Leggios sem hófu það með skothríð. Bontate og Inzerillo voru skotnir til bana og í kjölfarið fylgdu fjöldamorð á heilu fjölskyldunum. Þegar stríðinu lauk árið 1983 stóðu corleonesi uppi sem sigurvegarar og Luciano Leggio varð guðfaðir á Sikiley, capo di tutti capi, þó að hann sæti í fangelsi á Sardiníu. Þaðan lagði hann á ráð- in, meðal annars morð á dómurum, lögregluforingjum og blaðamönnum sem gerðust of nærgöngulir. EITT SVAR VIÐ ÖLLUM ÁKÆRUM Árið 1987 voru fjöldaréttarhöld yfir mafíósum í Palermó sem vöktu heimsathygli. Alls var réttað yfir 464 mafíósum í skotheldum glerbúrum. Meðal þeirra voru margir af frægustu mammasantissima sem höfðu haldið Sikiley í heljargreipum í áratugi. Meðal þeirra sem dregnir voru til vitnis var sjálfur guðfaðirinn, Luciano Leggio, sem fluttur var úr fangelsinu á Sardíníu og fékk sérstakt búr. Þar sat hann í öllu sínu hroka- fulla veldi, þungur og hokinn, í æfingagalla og Adidas tennis- skóm. Hann las í dagblaði og fékk sér öðru hverju vindil, en þess á milli horfði hann letilega í kringum sig. Hann var þrif- legur eftir tólf ár í fangelsi, en enn stafaði frá honum einhverj- um óskýranlegum kulda. Frá hinum búrunum geislaði virðing, lotning og auðmýkt til þessa óumdeilda foringja allra mafíósa. framhald á bls.86 HEIMSMYND 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.