Heimsmynd - 01.07.1992, Side 74

Heimsmynd - 01.07.1992, Side 74
Vandinn að vera unglingur - nú og fyrir fjörutíu árum. Rétt eftir að vinstúlka mín lítil varð þrettán ára fékk hún að skála við fullorðna á áramót- um. Drakk með þeim svosem hálft kampavínsglas. Af því varð hún döpur og fór ein að ganga út í nýjárssnjóinn og þeg- ar hún kom inn í hús aftur sagði hún: Eg er orðin eitthvað svo gömul. Aftur á móti spurði ég strák sem kom í heimsókn á dögunum hvort hann væri ekki ánægður með að vera sjö ára. Nei, hann var það ekki. Hann vildi helst vera tvítugur strax. Við erum aldrei sátt við aldur okkar. Sá sem er barasta barn eða táningur vill flýta sér sem mest, stökkva yfir árin eins og hverja aðra fúla pytti, verða stór og mega allt. En um leið læðist að hægt og bítandi kvíðinn við að detta út úr vernd- uðu umhverfi og inn í lífsbaráttuna þar sem allir fullorðnir þjösnast áfram með fyrirgangi og troða okkur um viðkvæmar tær. Eg vil heim á Hótel Mömmu, segir í slagaranum. Og rétt sisona vandræðumst við áfram alla æfi. Stundum finnst mér þægilegast að hugsa mér að ég sé bæði 57 ára (og sitji uppi með lífsreynsluna og geti spilað úr henni eins og fara gerir) og sautján ára (og eigi allt eftir, geti hlakkað til). Fáránleg hugsun kannski, en það hleyp- ur í mann galsi við hana sem er betra að búa við en vera án. Maður getur líka sett dæmið upp með öðrum hætti: var það mikið öðruvísi að vera táningur þegar þú varst í raun og veru sautján ára, en núna, fjörutíu árum síðar? Um leið og spurt er verða tvær kenn- ingar til í huganum og heimta að fá að rífast. Önnur segir að unglingar séu alltaf eins: vandræðalegir, frekir, feimnir og bólugrafnir og haldi að heimurinn sé að verða til um leið og þeir. Hin segir að ekkert sé eins og það var, okkar eigin æska hafi allt öðruvísi verið og líkast til óskiljanleg þeim sem rétt í þessu hafa verið að taka próf á brennivínið og bíl- inn og missa meydóminn, sveindóminn og sakleysi sálarinnar. Báðar kenningarnar eru vissulega rétt- ar og rangar. HEIMTUFREKJAN í ÞESSU LIÐI! Skoðum það mál mála sem neyslan er. Hvað er það sem unglingar kaupa sér, eiga, leyfa sér, þurfa endilega til að vera ekki lakari en aðrir? Ekkert virðist reisa jafn háa múra milli kynslóðanna og fjas- ið um þessi viðkvæmu mál, um neyslu- stigið sjálft. Ekkert hleypir jafn rækilega út grænum bólum á táningunum okkar og þegar við slysumst til að segja: Ekki vorum við að djöflast um allt á bfl á þín- um aldri. Pað var svosem ekki verið að senda okkur til útlanda á sumrin! Eða eitthvað álíka neg og slappt og lummó. Æ blessaður vertu ekki að þessu fjasi maður. Petta var allt annar heimur! Það er náttúrlega rétt. Heimurinn var ekki jafn stútfullur af hlutum og hann nú eftir ÁRNA BERGMANN 74 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.