Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 77

Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 77
og grimmt og kannski er rómantíkin að rétta sig við aftur, hver veit. . . . DANSIBÖLL OG HUGSJÓNIR. Þegar við lítum til baka finnst okkur kannski að við höfum ekki þurft að skemmta okkur. Lífið hafi verið svo skemmtilegt hvort sem var. Líkast til er þetta misminni: minnið er duttlunga- skepna og gerir fyrsta part ævinnar miklu skemmtilegri en hann var: þeir eru fremur fáir sem kæra sig um að rifja upp djöfuls vesen, habbít og önnur leiðindi. Við fórum eitthvað á dansiböll - þeim mun frekar sem nýbúið var að banna að auglýsa dans í útvarpinu (undir því yfir- skyni að slíkar auglýsingar væru leiðar- vísir fyrir sprúttsala). Allir höfðu séð all- ar helstu bíómyndirnar, og þótt það væri talið gott þroskamerki að lýsa frati á þær flestar, þá héldum við áfram að falla fyr- ir þeim væga vímugjafa sem hvíta tjaldið var, hvenær sem færi gafst. Engum datt í hug að sjónvarp væri til. Við reyktum pípu til að sýnast gáfulegri. Við fengum íþróttadellur, helst voru menn þá að keppa við sjálfa sig og aðra í hlaupum, stökkum og köstum, þetta var gullöld frjálsra iþrótta með nokkurn hóp af ís- lenskum Evrópumeisturum og Norður- landameisturum í fararbroddi. Brenni- vínið var á næsta leyti sem manndóms- vígsla en kom náttúrlega mun seinna á dagskrá en núna. Og svo var það pólitíkin. Náttúrlega voru ekki allir pólitískir. En þeir sem á annað borð gáfu sig að þeim hlutum gerðu það svo um munaði. Það var ekki orðið annað eins verðfall á stjórnmálum og síðar varð. Flokkurinn Minn var eins og annað heimkynni og at- hvarf, eins líklegt meira að segja að dansiböllin og útilegurnar væru á könnu ungliðadeilda stjórnmálaflokkanna. Það var skammur tími liðinn frá því að slegist var hart um inngöngu íslands í NATÓ og bandaríski herinn kom aftur 1951. Þetta voru stórtíðindi sem erfitt var að vísa frá sér og menn voru mjög hat- rammir í afstöðu sinni - allt eftir því hvernig þeir skildu Frelsið, Lýðræðið, Sósíalismann og Sjálfstæðið, hugtökin miklu sem menn tókust á um af blóðugri alvöru og datt náttúrlega ekki í hug að líta réttu auga þá sem voru á öndverðum meiði. Eitt eldrautt skólaskáld orti: Þýlundað sá ég þrælalið þjóðerni sínu glata og meinti Heimdellinga. Heimdelling- ar hefðu svarað í svipuðum tón ef þeir hefðu haft jafnmikla trú á skáldskap og þeir rauðu. En þótt pólitískar ástríður færu hátt voru margir á leið inn í einhverskonar pólitíska skel þar sem þeir létu lítið fyrir sér fara. Það er mikill munur á flóði og fjöru í pólitískum áhuga unglinga: hann reis næst hátt um 1970 en virðist hafa verið að fjara út síðan. Kannski er ekki mikið eftir af honum núna annað en að áttu alvörukœr- ustu voru öfund- aöir af því aö geta skóflaö í sig holdsins lysti- semdum hvencer sem þeir vildu. flokkar og áhrifamenn eru spurðir um það, hvort og hvernig þeir vilji skera nið- ur Lánasjóð íslenskra námsmanna. Hitt gæti svo vel verið að örlög þess sama sjóðs og aðrar þrengingar hjá ungu fólki okkar daga vekji upp nýja löngun í að faðma eitthvert pólitískt guðspjall. En eins og í þekktu barnakvæði segir: hvað þá verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. . . . VIÐ FÓTSKÖR MEISTARANNA. Areiðanlega höfum við lesið meira en nú er siður. Það segir sig reyndar sjálft: myndin (sjónvarpið, spólan) er fyrirferð- armikil og tímafrek og teymir unga at- hygli á burt frá prentuðu orði. Hitt gæti verið fróðlegra að vita, hvort við lásum öðruvísi en nú tíðkast. Vitaskuld lásum við allan skrattann í belg og biðu, reyfara og aðra afþreyingu jafnt sem Bókmenntir með stórum staf. En við höfðum blátt áfram úr miklu minna magni að moða en nú er á boð- stólum - og við höfðum líkast til meiri trú á að finna mætti svör við helstu lífs- gátunum í bókum. Ekki í þessum fjas- bókum sem nú eru útbreiddar og ætla sér að kenna mönnum að efla sjálfs- traustið, ná vinsældum, elska sjálfan sig, koma sér áfram í ástamálum og bisness, finna aftur sín fyrri líf og éta þann mat sem fælir burt hvert krabbamein. Enda voru þær varla til. Menn fundu sér skáld- skap og viskurit til að gera sér að leiðar- ljósi og innblæstri: einn tók helst mark á Lárubréfi Þórbergs, annar kunni íslands- klukku Halldórs Laxness utanað, hinn þriðji reyndi að skáka Laxnessvinum með kveðskap Einars Ben, hinn fjórði var búinn að fá botn í heimsmyndina með því að liggja yfir Nýal Helga Pjet- urs. Menn gáfu sér drjúgan tíma í að rækta sambandið við sinn Meistara, sem var svosem ágætt, en festust kannski á galeiðu hans lengur en góðu hófi gegndi. Það var líka deilt hart um bækur. Þeg- ar Gerpla Halldórs Laxness kom út höfðu sumir menn aldrei komist í önnur eins uppgrip af bulli í einni og sömu bók, en aðrir höfðu ekki séð glæsilegri texta frá því þeir lásu Njálu síðast. Lesandi þjóð skiptist í tvær grimmar fylkingar um það, hvort „atómskveðskapur“ ætti góð- an rétt á sér eða brýnt væri að lemja nið- ur þann selshaus djöfullegs tilræðis við íslenska menningu. Deilur allar, hvort sem þær voru um pólitík, skáldskap eða vegagerð, voru í rauninni mun eitraðri en nú: hvert þeirra orð var sem hland- koppur og það vel fullur, segir í sígildu ljóði um fræga rimmu. í SKÓLANUM, í SKÓLANUM Auðvitað mátti gera ráð fyrir því, að þeir sem lágu í bókum væru líklegastir til að halda áfram í skóla eftir barnapróf og gaggó. En það var ekki regla: tími hinna forvitnu og sjálfmenntuðu var enn ekki liðinn. Meðal annars vegna þess að miklu færri fóru í skóla en seinna varð. Ekki barasta vegna þess að færri hefðu HEIMSMYND 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.